Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.03.2005, Qupperneq 7

Víkurfréttir - 23.03.2005, Qupperneq 7
VÍKURFRÉTTIR I 12. TÖLUBLAÐ I MIÐVIKUDAGURINN 23. MARS 2005 I 7 C M Y CM MY CY CMY K Jia Jia-VF.ai 22.3.2005 15:44:26 Starf Miðstöðvar símennt-un ar á Suð ur nesj um er komið á fullt skrið. Meðal námskeiða sem boðið verður upp á er sjókajak nám- skeið laugardaginn 2. apríl. Námskeiðið miðar að því að þátttakendur fái góða þekk- ingu á sjókajak ferðabúnaði og geti undirbúið og framkvæmt öruggar ferðir á eigin vegum. Farið verður yfir undirstöðuat- riði við róðrartækni og að geta bjargað sjálfum sér og ferðafé- lögum við einfaldar aðstæður. Megin markmið námskeiðsins eru þrjú: -Að þátttakandinn fái góða þekk- ingu á sjókajakferðabúnaði. -Að þátttakandinn læri að und- irbúa og framkvæma öruggar ferðir á eigin vegum. -Að þátttakandinn læri undir- stöðu-róðr ar tækni, og geti bjargað sjálfum sér og ferðafé- lögum sínum við einfaldar að- stæður. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Sigurjón Þórðarson. Hann er reyndur leiðbeinandi og farar- stjóri frá Ultima Thule. Nánari upplýsingar eru hjá Miðstöð sí- menntunar í síma 421 7500 eða www.mss.is Sjókajak- námskeið hjá MSS ©FRÉTTASÍMINN SÓLARHRINGSVAKT898 2222 Það er mikilvægt að stunda íþrótt sem þú hefur gaman af. Hefurðu fundið íþrótt sem hentar þér? Ertu kannski ein/n af þeim sem leiðist í líkamsrækt en hefur samt gaman af tónlist? Þá ættirðu kannski að prófa að fara í dans- tíma því þar byggist allt á tónlist. Dans er íþrótt sem gefur góða útrás. Þegar þú dansar þá ertu einnig að örva brennslu líkamans og koma lífsorkunni í meira flæði. Það er skemmti- lega gefandi að dansa og þú öðlast kraft og innri ró þegar þú ert búin að fá þá útrás sem líkami þinn þarfnast. Dans hefur líka góð áhrif á lundarfarið, það verður allt léttara og jafn- vel útgeislun þín verður meiri. Fólk tekur eftir þessum nýju breytingum og þú verður ánægðari með þig. Gott sjálfstraust er lykill að lífsgleði. Púlsinn ævintýrahús í Sandgerðisbæ býður upp á ýmiskonar danstíma til að gefa fólki tækifæri á að finna hvaða dansform hentar því, sumir vilja prófa alla danstímana en aðrir taka ást- fóstri við ákveðna danstíma. Orkudans er spennandi leið til að nálgast dansíþróttina og gefur þátttakendum frábæra útrás og skemmtun. Það geta allir dansað orkudans. Síðasta námskeið vetrarins hefst 1.apríl. Kennt er snemma á föstudagskvöldi og hefur fólki líkað það vel að vinda þreytu vinnuvikunnar af sér áður en helgarhvíldin tekur við. Svo er vorið góður tími til að hlaða sig upp fyrir sum- arið. Dans er skemmtileg íþrótt

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.