Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2005, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 07.04.2005, Blaðsíða 1
Vikurfrettir_HEKLU_borði_fin2.FH11 Tue Apr 05 14:42:09 2005 Page 1 Composite C M Y CM MY CY CMY K 14. tölublað • 26. árgangur Fimmtudaguri nn 7. apríl 200 5 Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum AÐSETUR: GRUNDARVEGUR 23 • 2. HÆÐ • 260 REYKJANESBÆR • SÍMI 421 0000 • WWW.VF.IS • FRÉTTAVAKT: 898 2222 ólkið komið til Reykjavíkur VF -L JÓ SM YN D : B H IL M AR B RA G I B ÁR Ð AR SO N Fegurðin2005 í nýju Tímariti Víkurfrétta í næstu viku! Fegurðarsamkeppni Suðurnesja 2005 verða gerð ítarleg skil í nýju Tímariti Víkurfrétta sem kemur út um miðja næstu viku. Blaðauki verður í TVF þar sem stúlkurnar eru kynntar í máli og myndum sem Oddgeir Karlsson ljósmyndari hefur tekið af stúlkunum. Af öðru efni Tímarits Víkurfrétta má nefna viðtal við konu úr Njarðvíkum sem barist hefur við krabbamein í spjaldhrygg. Farið er út fyrir landsteinana og hús tekið á knattspyrnuköppum og skiptinemum. Tímaritið bregður einnig upp myndum úr brúðkaupi sem fram fór í Marokkó. Þá er í blaðinu rætt við Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, fegurðardrottningu og þáttastjórnanda í Óp í Sjónvarpinu en hún leikur með sjónvarpsstjörnunni Sveppa í Kalla á þakinu. Spjallað er við þrjár konur sem settust á skólabekk eftir að hafa verið á vinnumarkaði til fjölda ára. Þær hafa allar skipt um starfsvettvang í kjölfar náms. Þá má segja frá því að ljósmyndarar TVF hafa farið víða með myndavélar og myndað hinar fjölbreyttustu mannlífsuppákomur. Þar á meðal fjölmennar árshátíðir og skemmtikvöld hjá bæði konum og körlum í Lions. Gamla myndasafnið okkar á Víkurfréttum hefur heldur ekki verið látið í friði og í TVF má finna gamlar myndir af skemmtanalífinu fyrir um áratug síðan. Einnig skjóta gamlar tískumyndir upp koll- inum en tískan þá er ekki alveg eins og tískan í dag. Af fleiri viðtölum í blaðinu má nefna spjall við Mumma Hermanns, sem misst hefur 50 kg. eftir að hann byrjaði á svokölluðum „kirkjukúr“. Ekki seinna vænna að tala við hann, áður en maðurinn hreinlega hverfur! Tímarit Víkurfrétta kemur á blaðsölustaði nk. miðvikudag. Fjölmargar au glýsingar báru st Víkurfréttum í gærdag þegar ekki var mögu leiki á að stæk ka blaðið umfram þær 24 síður sem blaðið er í dag. Mikið af efni b íður því birting ar til næsta bl aðs.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.