Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2005, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 07.04.2005, Blaðsíða 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Hvað er MSN, blogg, webcam o.s.frv? Vissir þú að 100% íslenskra barna á aldrinum 9 til 16 ára hafa notað tölvur? Að meira en helmingur þeirra segist hafa vafrað á Netinu án vitundar foreldra? Að flest íslensk börn byrja að nota Internetið á aldr- inum 5-8 ára? Foreldrar telja sig vita meira um netnotkun barna sinna en þeir gera í raun. Samkvæmt könnunum telja 66% íslenskra foreldra að þeir þurfi frekari upplýsingar um öryggi á Netinu. Viltu vera hæf- ari í að fræða og leiðbeina barn- inu þínu um Netheima? Um þessi atriði og fleiri verður fjallað um á opnu fræðslukvöldi fyrir foreldra um tölvunotkun barna og unglinga, fimmtudag- inn 7. apríl nk. kl. 20-22 í 88 Húsinu, Hafnargötu 88. Allir eru vel komn ir, þátt taka er ókeypis og foreldrum barna og unglinga á öllum aldri er sérstak- lega boðið að taka þátt. Dagskrá -Hafþór Barði Birgisson, for- stöðumaður Fjörheima og 88 Hússins útskýrir ýmislegt tengt Netinu, t.d. hvernig blogg, MSN og webcam virka, og gefur raun- veruleg dæmi um netnotkun barna og ungmenna hér í bæ. -Guðmundur Brói Sigurðsson, grunnskólakennari í upplýs- inga-og tæknimennt deilir sinni þekkingu og reynslu af tölvum og tölvukennslu, og gefur ýmis ráð til foreldra. -Anna Margrét Sigurðardóttir, verkefnastjóri SAFT hjá Heim- ili og skóla-landssamtökum foreldra, mun segja frá könn- unum sem gerðar hafa verið um þessi mál, og gefa foreldrum góð heilræði um aukið öryggi í netnotkun. SAFT er átak um örugga notkun barna og ung- menna á Net inu og nýj um miðlum. -Opnar umræður. Munu ofan- greindir svara þeim spurningum foreldra sem upp koma. Að læra umferðarreglur Netsins Kostir Netsins og hinna nýju miðla sem birst hafa á undan- förnum árum eru mun fleiri en ókostirnir. Þá er hægt að nota á öruggan, jákvæðan, skemmti- legan og fræðandi hátt. En um þá þurfa að gilda ákveðnar um- gengnisreglur, sem má líkja við umferðarreglur, sem hinir fullorðnu þurfa að kunna til að geta leiðbeint börnum sínum um Netheima. Mörg börn og unglingar hafa t.d. gefið of miklar persónu- legar upplýsingar um sig við ókunnuga, komið illa fram við aðra undir nafnleynd og ekki gætt almennra mannasiða í samskiptum við aðra á Netinu, komið upp miklum kostnaði í kringum netnotkun sína vegna niðurhals o.fl., hafa viljandi og óviljandi séð gróft ofbeldis- og klámefni, jafnvel mælt sér mót við einstaklinga sem þau hafa kynnst eingöngu í gegnum Net ið og þau segj ast deila reynslu sinni af Netinu í mjög litlum mæli með foreldrum. Kannanir sýna það að margir foreldrar eru óöruggir hvað við- kemur tölvu-og farsímanotkun barna sinna. Aðrir telja sig fylgj- ast með og vita ágætlega hvað þau aðhafast, en börnin sjálf segja að það sé ekki rétt. Stór hluti þeirra segist t.d. geta kom- ist á Netið án vitundar og eftir- lits foreldra. Þau upplifa ekki að verið sé að leiðbeina þeim og fræða um þessi efni, því er mikil þörf á fræðslu og leiðbeiningum til foreldra, enda fer langmest netnotkun fram inni á heimil- unum. Því hvet ur FF GÍR for eldra barna og unglinga á öllum aldri sérstaklega til að koma á fræðslu- kvöldið í 88 Húsinu. Þar er kjörið tækifæri til að deila sinni reynslu og læra eitthvað nýtt. Ingibjörg ÓlafsdóttirlöHl f.h. FFGÍR Foreldrafélög og foreldraráð grunnskóla í Reykjanesbæ Auk þess innifalið: Treyja, stuttbuxur og sokkar Morgunverður 6. flokkur og eldri Fimm æfingar: Mánudag-föstudags kl. 06:30–07:30. MasterCard verð: 9.500 Almennt verð: 11.900 Námskeið 1. vika: 11.–15. apríl Skráning og allar upplýsingar í síma 695-4504 og á heimasíðu Knattspyrnuakademíunnar, www.knattspyrnuskolinn.is Þorlákur Árnason 8 Fræðslukvöld FFGÍR fyrir foreldra 7. apríl: Að rata betur um Netheima!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.