Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2005, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 07.04.2005, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR I 14. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 7. APRÍL 2005 I 13 Rúnar Plakat 60 ára 3/30/05 2:13 AM Page 1 Composite C M Y CM MY CY CMY K 19661965 1966 1967 1968 1968 1969 1969 1969 19711970 1974 1974 1975 1975 1975 1976 19761976 1976 1976 1976 1977 1977 1978 1978 19801979 1980 1980 1981 1982 1982 1982 1983 19861985 1987 1988 1990 1991 1992 1992 1993 19931993 1994 1995 1995 1996 1997 1998 1998 1972 2000 2001 2001 2002 2002 200420031999 1997 2004 2004 2004 2005 60 E in n t v e ir o g þ r ír 2 .0 39 / P r e n t m e t Júlíusi. Geimsteinn er elsta tón- listarútgáfa landsins og hefur verið upptökuheimili Rúnars og fjölda tónlistarmanna síðan 1976. Þegar okkur bar að garði voru ungir tónlistarmenn að vinna í hljóðverinu. Við sett- umst niður við píanóið og ræddum það sem er framundan hjá kappanum. Diskur tileinkaður foreldrum Efst í huga hans núna er diskur- inn sem hann er í þann mund að gefa út og heitir Blæbrigði lífsins, „Þessi diskur er tileink- aður foreldrum mínum og má segja að hann sé bland af trúarlegri tónlist, gamalli og nýrri danstónlist og svo kemur reggea tónlist mikið við sögu þar sem Hjálmar spila undir.” Það er við hæfi að Hjálmar, þar sem kjarninn er frá Suður- nesjum, spili undir hjá Rúnari því það má segja að hann hafi greitt leið þeirra að vinsældum með því að opna fyrir þeim dyrnar að upptökuheimili sínu á Skólaveginum og hefur Rúnar miklar mætur á þeim Hjálmamönnum. Rúnar semur flesta textana og lögin sjálfur á disknum og segist hann oft vera með hugmyndir að hátt í 200 lögum og textum í einu: „Mér finnst erfiðara að malla saman textana heldur en lögin. Það er samt misjafnt, stundum eru textarnir að vefjast fyrir mér en textar eiga það þó til að svífa nánast í heilu lagi í koll- inn á mér.” Rúnar hefur verið að fara ótroðnar slóðir þar sem Hljómar eru nú að spila með karlakórnum Heimi, og spila í Stapanum laugardaginn 9. apríl næstkomandi klukkan 16:00 og svo aftur á sunnudag- inn 10. apríl klukkan 16:00 í Háskólabíó. Þá er nýi diskur hans skemmtileg samsetning af undirspili Hjálma með reggea- ívafi og söng Rúnars. Þarna mætast bjartasta von Íslands og einn farsælasti söngvari landsins í skemmtilegu sam- spili, „Það skemmtilegasta við tónlist er að hún er síbreytileg og maður verður að vera með opin augun fyrir nýjum hlutum og óhræddur við að kýla á nýj- ungar.” Heldur tónlistarveislu á afmælisdaginn Rúnar verður sextugur 13. apríl næstkomandi og bíður til tónlistarveislu á afmælisdegi sínum í Stapa, húsið opnar klukkan 19 og tónlistaveislan hefst 20: „Það verður lítið um ræðuhöld heldur er það tón- listin sem ræður ríkjum og verða gestir leystir út með smá glaðningi, en það verður diskur með broti úr tónlistarsögu minni, sem er við hæfi því yfir- skriftin á tónleikunum er „Gott er að gefa”. Margir kunnir tón- listarmenn munu stíga á svið. Rúnar sjálfur mun syngja lög af nýja disknum sínum við undir- spil Hjálma og svo mun hann taka lagið með Hljómum. Þá munu Gylfi Ægisson, Bjartmar Guðlaugsson, KK, Hjálmar og fleiri syngja fyrir gesti og segir Rúnar að fólk megi búast við óvæntum uppákomum. Veislu- stjóri í afmælinu verður leikar- inn góðkunni Hjálmar Hjálm- arsson. Skemmtilegra að vinna við tónlistina í dag Rúnar lítur björtum augum fram á veginn og segir það vera jafnvel skemmtilegra að vinna í tónlist í dag þar sem tækni við tónlistargerð hefur fleytt fram og fylgir hann henni jafnóðum eftir. „Ég ætla mér að halda áfram að vinna við tónlist og gefa út diska, ég lifi í og fyrir tónlist,” sagði þessi hlédrægi tónlistarmaður áður en haldið var í upptökuverið sem hafði verið upptekið af ungum tónlistarmönnum. Þar var Rúnar kominn á heimavöll og leyfði hann blaðamanni að heyra tvö lög af nýja disknum og það var strax ljóst að kóng- urinn hafði enn einu sinni hitt naglann á höf uðið þar sem hljómurinn og samspil Rúnars og Hjálma gripu mann á lofti og er nokkuð ljóst að þarna er á ferðinni mikið tónlistarverk. Höfðingi heim að sækja Rúnar er höfðingi heim að sækja og er ekki laust við að maður komist í annan gír að spjalla við hann á upptökuheim- ili hans á Skólaveginum. Það er fastur siður Rúnars að gefa nýjum gestum upptökuheimil- isins geisladiska í kveðjuskyni. Leysti hann blaða mann út með veglegum tvöföldum diski með sýnishornum af þeim fjöl- mörgu lögum sem hann hefur sungið yfir ævina. Texti: Bjarni Halldór Lúðvíksson. ÓHRÆDDUR VIÐ AÐ KÝLA Á NÝJUNGAR Sextíu og sex hljómplötur og diskar og einn DVD diskur er það sem Rúnar Júlíusson státar af á sínum tónlistarferli sem er síður en svo á enda. Rúnar Júlíusson býður til tónlistarveislu á 60 ára afmæli sínu 13. apríl Rúnar við hljóðfærasafnið sitt í Geimsteini.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.