Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2005, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 07.04.2005, Blaðsíða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 8 Listasafn Reykjanesbæjar: Fjölmenni kom saman í Listasafni Reykja-nesbæjar á hinu árlega Erlingskvöldi Bóka-safns Reykjanesbæjar síðasta fimmtudags- kvöld. Kvöldið er helgað listamanninum Erlingi Jónssyni sem fagnaði nýlega 75 ára afmæli sínu. Boðið var upp á upplestur og tónlistaratriði auk þess sem ýmsir ræðumenn stigu á stokk og fluttu ávarp. Þeirra á meðal var Karl Steinar Guðna- son, sem rifjaði upp nokkur skemmtileg atvik úr bernsku sinni þegar Erlingur kenndi honum í Barnaskóla Keflavíkur. Síðar tók Erlingur sjálfur til máls og ávarpaði viðstadda. Af sama tilefni var nemendum í Myllubakkaskóla, sem þóttu skara fram úr í ritgerðarsamkeppni, af- hent í fyrsta sinn afsteypa af Laxnessfjöður Erlings sem ætlað er að styðja við íslenska tungu. Verðlaunahafar voru að þessu sinni Sædís Hulda Aðalbjörnsdóttir 9. bekk og Davíð Már Gunnars- son 10. bekk en að auki hlaut Myllubakkaskóli viðurkenningu sem Brynja Árnadóttir skólastjóri veitti viðtöku. Gert er ráð fyrir að fjöðurin gangi á milli skóla og hefur verið ákveðið að speglunarskóli Myllu- bakkaskóla, Austurbæjarskóli, muni næst veita nemendum sínum viðurkenningu fyrir gott vald á íslensku máli. Fjölmenni á Erlingskvöldi

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.