Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2005, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 07.04.2005, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Reykjanesbær og Vatns-leysustrandarhreppur hlutu viðurkenningu frá Sambandi íslenskra sveitar- félaga vegna nýjunga í stjórn- sýslu á ráðstefnu um nýjungar í stjórnun sveitarfélaga sem fór fram á Hótel Loftleiðum sl. föstudag. Viðurkenningar fyrir framsækin sveitarfélög voru veitt til sex sveitarfélaga í þremur stærðar- flokkum. Þau sveitarfélög sem hlutu viðurkenningu voru: Ak- ureyrarkaupstaður, Hafnarfjarð- arkaupstaður, Blönduósbær, Reykjanesbær, Vatnsleysustrand- arhreppur og Garðabær. Markmið viðurkenninganna er að hvetja íslenska sveitarstjórn- armenn til að ná betri árangri með nýjum stjórnunaraðferðum og kynna þannig stöðu sveitar- félaga hvað varðar innleiðingu á nýmælum í stjórnun og hvaða sveitarfélög skara fram úr. Viðurkenningarnar voru veittar í framhaldi könnunar sem gerð var meðal sveitarfélaga og voru upplýsingarnar notaðar til þess að velja framsækin sveitarfélög og veita þeim viðurkenningar öðrum til hvatningar. Veittar voru viðurkenningar fyr ir nýj ung ar í stjórn un, notkun upplýsingatækni og í starfsmannamálum. Reykjanesbær hlaut viðurkenn- ingu fyrir verkefni sem kallað hef ur ver ið Ber tels manns prófið og er unnið í samvinnu við fimm vinabæjarsveitarfé- lög sem starfa á sambærilegum vettvangi. Vatnsleysustrandar- hreppur hlaut viðurkenningu fyrir árangursríka innleiðingu á nýjum árangursstjórnunarað- ferðum. Markmið verkefnisins er að bæta stjórnsýsluna og auka gæði þjónustu við íbúa með því að miðla reynslu og læra þannig af hvort öðru. Sveitarfélögin taka þátt í árlegum prófunum þar sem árangur er mældur með Balance Scorecard. Aðalfundur Samkaupa h f . f ó r f r a m f y r i r skemmstu og kom þar m.a. fram að hagnaður fyrir- tækisins eftir skatta á síðasta ári nam 282.5 millj ón um króna. Er það aukning frá ár- inu áður þar sem hagnaður var 218.5 milljónir. Hagnaður fyrir skatta, fjármagnsliði og af- skriftir voru 491 milljón. Heildartekjur fyrirtækisins voru samtals 9.8 milljarðar á árinu, en rekstrargjöld voru 9.5 millj- arðar. Tekjuaukning á milli ára var 11% en aukning á rekstrar- gjöldum var 12%. Handbært fé frá rekstri í fyrra var 369 millj- ónir á móti 360 milljónum árið 2003. Eigið fé Samkaupa í lok árs 2004 nam liðlega 1.1. millj- arði króna og eigiðfjárhlutfall var um 33%. Umsvif Samkaupa jukust veru- lega þar sem fjölmargar versl- anir bættust í hópinn og ber þar helst að nefna Kaupfélag Borg- nesinga sem sameinaðist fyrir- tækinu í nóvember. Þá keyptu Samkaup verslunina Hornið á Selfossi auk verslana á Blöndu- ósi og Skagaströnd. Rekstareiningarnar Kjötsel og kostverslunin Valgarður á Akur- eyri voru seldar á árinu. Einnig var Byggingavöruverslun KB í Borgarnesi seld í lok ársins. Hluthafar í Samkaupum hf. eru 192 talsins og er Kaupfélag Suðurnesja með stærstan hlut. Starfsmenn í árslok voru 636. Reykjanesbær og Vogar fá viðurkenningu 8 Samband íslenskra sveitarfélaga: 285 milljóna hagnaður Samkaupa árið 2004 8 Samkaup hf.: Á fundi Bæjarráðs Garðs fyrir skemmstu var samþykkt tilllaga frá Bygginganefnd íbúða aldraðra um að mán-aðargreiðslur í íbúðum aldraðra við Melteig lækki. Mánaðargreiðslur munu lækka um kr. 19.000 á mánuði frá og með 1. maí n.k. Þrjár íbúðir eru nú lausar við Melteig. Lækka mánaðargreiðslur í íbúðum aldraðra í Garði ����������������� ��������������� ������ ������������� ������������������������������������ ����������������� �������������������������� ����������������������������

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.