Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2005, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 07.04.2005, Blaðsíða 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 8 Gildrur lagðar ólöglega við Innri Njarðvík: Er ekkert til í FS sem heitir „Lagt í stæði 101“? MUNDI Mundi stuttar F R É T T I R Stjórn Verkalýðs og sjó-mannafélags Keflavíkur og nágrennis skorar á Val- gerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að beita sér fyrir því að næsta stóriðja á Íslandi verði staðsett á Suður- nesjum. Í ályktun sem fé lagið sendi frá sér eftir nýafstaðinn fund er minnt á að stóriðja á Keilis- nesi hafi verið talin besti kostur næstu stóriðju á Íslandi og svo sé enn. Þar hafi farið fram rannsóknir og fjöl marg ar at hug an ir á kostum þess að staðsetja hvers- konar stórframkvæmdir sem allar mæla með staðsetningu á Suðurnesjum. Af lífa þurfti kött hjá Heilbrigðiseftirliti Suð-urnesja síðast liðinn fimmtudag eftir að hann hafði fundist illa á sig kominn fastur í fótbogagildru í Innri Njarðvík í dag. Önnur framloppa kattar- ins var föst í gildrunni og ljóst að dýrið var illa brotið eftir að hafa barist um í gildrunni. Það var íbúi í Innri Njarðvík sem gekk fram á kisu við grjót- garð á fjörukambinum. Gildran var þar fest á milli steina en á þannig stað að af henni staf- aði hætta fyrir önnur dýr en þau sem gildran var ætluð. Þá hefði gildran auðveldlega getað skaðað litlar hendur, en ekki er óalgengt að sjá börn að leik á þessum slóðum sem gildran fannst. Íbúi í Innri Njarðvík, sem fann köttinn fastan í gildrunni, sagði þetta vera fjórðu gildruna af þessari tegund sem hann finnur og er gengið frá á ófullnægjandi hátt. Hann sagði einnig annars konar gildrur vera í grjótgörð- unum sem væru hugsaðar til minkaveiða og ættu ekki að valda sama skaða og kötturinn varð fyrir. Karl Karlsson hjá Umhverfis- stofnun sagði í samtali við Vík- urfréttir að þessar gildrur væru ekki ólöglegar, en reglur gilda um frágang þeirra. Þannig mega þær ekki valda öðrum dýrum skaða samkvæmt dýraverndar- lögum. Gildrunni er ætlað að valda skjótum dauða, en ekki virka með þessum hætti, þ.e. festa bráðina lifandi og valda því að hún svelti til bana, sé ekki fylgst með gildrunni reglulega. Fótbogagildrunni hefur verið komið í vörslu lögreglunnar. Kona á göngu í Innri-Njarðvík við Njarð-víkurbraut rakst á innkaupapoka á rölti sínu í síðustu viku. Í pokanum voru fjórar fullar pakkn- ingar af lyfseðilsskildum sprautulyfjum sem mjög líklega hef ur verið tekið ófrjálsri hendi úr lyfjakistu í skipi. Um var að ræða sterkt verkja- lyf sem nefnist Petidín sem hefur svipaða eiginleika og morfín, Phenergan sem er notað gegn spennu og kvíða og minniháttar taugaveiklun og svo Adrenaline sprautulyf sem notað er meðal annars til að örva hjartslátt. Sterk lyf á almannafæri Næsta stóriðja á Suðurnesjum 8 V.S.F.K.: Kisa festist í fótbogagildru Kötturinn fastur í gildrunni. Myndavél og tölvuturni stolið Brotist var inn í íbúð að Vest- urbraut í Keflavík á laugar- dag. Var rúða brotin í íbúð- inni og þaðan stolið Kodak myndavél með hleðslutæki og höfðu þjófarnir einnig Pentium tölvuturn á brott. Vinnuslys í Grindavík Í síðustu viku var tilkynnt um vinnuslys í fiskvinnslu í Grindavík, þar hafði maður farið með hendi í flökunar- vél og skorist. Maðurinn var fluttur á Heilsugæsluna í Grindavík og var þar gert að sárum hans. Sex kærðir fyrir að leggja ólöglega við FS Eigendur sex bifreiða fengu kæru fyr ir að leggja bif- reiðum sínum ólöglega fyrir utan Fjölbrautaskóla Suður- nesja í síðustu viku. Dagbók lögreglu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.