Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2005, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 07.04.2005, Blaðsíða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Gagngerar breytingar hafa verið gerðar á af-greiðslusal Sparisjóðs- ins í Keflavík. Stóra breytingin er sú að tekið hefur verið upp númerakerfi fyrir allar af- greiðslur, hvort sem farið er til gjaldkera, þjónustufulltrúa eða vegna annarra erinda. Sam- hliða þessari breytingu hafa gjaldkerastúkur fengið andlits- lyftingu og eru þær nú fjórar talsins. Nú þarf fólk ekki að standa í biðröð fyrir framan gjald kera held ur tek ur sér númer við afgreiðslutæki sem staðsett er í miðjum salnum, fengið sér kaffi og sest niður þangað til þeirra númer birt- ist á skjáum í sal. Þjónustu- fulltrúum í sal hefur fjölgað og nú geta viðskiptavinir tekið númer hjá sínum þjónustu- fulltrúa með því að þrýsta á mynd af honum á skjánum á afgreiðslutækinu eða beðið um næsta lausa þjónustufulltrúa. Þessi breyting mun einfalda aðgengi að þjónustufulltrúum svo um munar. Jafnframt hefur skrifstofum og þjónustubásum fjölgað í afgreiðslunni í Kefla- vík og mun þessi nýja ásýnd auka þjónustustig Sparisjóðs- ins enn frekar. V I C H Y . H E I L S U L I N D H Ú Ð A R I N N A R Kynning á Thermal Fix rakalínunni í Lyf & heilsu Keflavík, 7. og 8. apríl kl. 14-18 Snyrtifræðingur verður á staðnum og gefur góð ráð. Verslaðu fyrir 2.000 kr. eða meira og freistaðu gæfunnar. Veglegur vinningur frá Vichy verður dreginn út 11. apríl. Keflavík www.vichy.com Húðin inniheldur vatn sem hún bindur til að viðhalda réttum raka. stuttar F R É T T I R Málþing um sögu- tengda ferðaþjónustu í Reykjanesbæ Málþing í Reykjanesbæ um Nýtt landnám, sögutengda ferðaþjónustu verður haldið þann 8. apríl kl. 14-18. Mál- þinginu er ætlað að varpa ljósi á þá miklu grósku sem einkennir sögutengda ferða- þjónustu á Íslandi. Einkum verður fjallað um ferðaþjón- ustu er byggir á Íslendinga- sögunum og tímabilinu fram til 1300. Er Sögueyjan loks að rumska og hvað ber fram- tíðin í skauti sér? Málþingið er haldið í samvinnu Reykja- nesbæjar og Evrópuverkefnis- ins Destination Viking Saga- lands. Aðgangur er ókeypis. Á sunnudag var óskað eftir lögreglu að Flughótelinu í Reykjanesbæ. Þar hafði varn- arliðsmaður tekið herbergi ásamt íslenskri stúlku sem hann hafði hitt á skemmti- stað um nóttina. Er varnar- liðsmaðurinn vaknaði var stúlkan horf in og einnig jakki hans GSM sími og 54 dollarar. Þá var einn ökumaður tek- inn grunaður um ölvun við akstur og tvö ölvunarútköll bárust. Gisti einn aðili fanga- geymslu. Varasöm kynni á hótelherbergi 8 Sparisjóðurinn í Keflavík: Númer í stað biðraða www.vf.is Fréttavefurinn

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.