Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.2005, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 14.04.2005, Blaðsíða 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Útgefandi: Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamenn: Auglýsingadeild: Útlit, umbrot og prentvistun: Hönnunardeild Víkurfrétta: Prentvinnsla: Dagleg stafræn útgáfa: Skrifstofa Víkurfrétta: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is, postur@vf.is Þorgils Jónsson (fréttir), sími 421 0003, gilsi@vf.is Bjarni Halldór Lúðvíksson (sport), sími 421 0004, bjarni@vf.is, sport@vf.is Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Jón Björn Ólafsson, sími 421 0001, jbo@vf.is Víkurfréttir ehf. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 421 0005, kolla@vf.is Anita Hafdís Björnsdóttir, s: 421 0013, anita@vf.is Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0006, steini@vf.is Prentsmiðjan Oddi hf. www.vf.is og vikurfrettir.is Stefanía Jónsdóttir, sími 421 0012, stebba@vf.is Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 1010, aldis@vf.is 8 RITSTJÓRN VÍKURFRÉTTA Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15 Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. Fréttavakt allan sólarhringinn er í síma 898 2222 ©FRÉTTASÍMINNSÓLARHRINGSVAKT 898 2222 Vals fimmtud ags EFTIR VAL KETILSSON Skattaparadís Mikið svakalega er auðvelt að fylla út skattframtalið núorðið. Meira og minna búið að fylla út í alla reiti og svei mér þá, ef ,,Skattmann’’ veit bara ekki miklu meira um heimilisbókhaldið heldur maður sjálfur. Hann er búinn að greina skuldirnar niður í afborganir og vexti, veit upp á hár stöðuna um áramótin og verður eflaust búinn að gefa út greiðslumat fyrir haustið. Bílaflotinn hefur verið afskrifaður um ákveðna prósentu og húskofinn uppreiknaður með flunku- nýju fasteignamati, sem kitlar eflaust eignaskattsstofninn hjá einhverjum. Bankaleyndin gefur okkur ennþá tækifæri til þess að sleppa því að færa bankavextina og innistæðurnar í Spari- bankanum en mig grunar þó að veran þar verði skammvinn. Svo helvíti mikið af óuppgefnum vaxtatekjum úti í samfélaginu sem ,,hann’’ þarf að þefa uppi. Ég fyllti út fimm framtöl um páskana og nýtti mér Inter-netið við gjörninginn. Á meðan á því stóð, smjattaði ég á páskaeggi númer fimm til að hafa þetta allt saman í stíl. Mér var hugsað til auranna sem ríkið þarf að taka á móti í hverjum mánuði í hverju krummaskuði landsins. Tæplega fjörtíu prósent af launum hvers launþega, takk fyrir. Svakalega há prósenta, jafnvel þó maður fái persónuafslátt á móti. En hvert skyldu allir þessir aurar fara? Eru þetta e.t.v. bara tölur á pappír? Þetta eru jafnvel ekki einu sinni tölur á pappír heldur tölur í þráðlausu sambandi á milli tölva. Sem betur fer fær ríkið ekki allar þessar þráðlausu tölur til að spila úr, því bæjarfélögin þurfa að spila Matadorið líka og þar kemur til kasta fulltrúanna sem við fáum að kjósa á fjögurra ára fresti. Síðast réðu þessir fulltrúar meirihlutans að ég held andskoti góðan bæjarstjóra, sem kann að nýta þetta þráð- lausa fjármagn til hins ítrasta. Hann lækkar nefndarlaun bæjar- fulltrúanna og færir tekjurnar til barnafjölskylda í formi niður- greiðslu leikskólagjalda. Er næstum handviss um að hann bjóði leikskólann frían innan nokkurra ára. Gott kosningaloforð það! Hann byggir skóla og akademíur í sitt hvorri Njarðvíkinni á sama tíma og rífur gúanóið um leið og Kyoto bókunin tekur lög- formlegt gildi. Teppaleggur Hafnargötuna með rauðum dregli og útdeilir hraðahindrunum eins og ég veit ekki hvað. Ég er viss um að íbúar hinna sveitarfélaganna í kringum okkur vita ekki, að hérna lumum við á skattaparadís sem á sér enga sína líka á Íslandi. Ekki það að við borgum eitthvað minni skatta en aðrir, heldur hvernig við nýtum fjár- magnið. Þegar gengið verður til atkvæða um sameiningu sveit- arfélaganna mega þeir hinir sömu ímynda sér að þeir séu á hlutabréfamarkaði og hinar duldu eignir fyrirtækisins liggi í raun í hugmyndaauðgi bæjarstjórans, sem stýrir skútunni af mikilli reisn og í þökk íbúanna, enda innst inni held ég að hann sé ,,krati’’ í sparifötum. 8 Kallinn á kassanum Verum börnum góðar fyrirmyndir! SMÁBÁTAFÉLAG REYKJANESS er búið að bjóða Kallinum til fundar. Félagið stendur fyrir opnum fundi um Fiskmarkaðsmál í K-húsinu við Hringbraut 20. apríl n.k. Forsvarsmenn fisk- markaðanna mæta. Ætti að geta orðið góður grundvöllur fyrir þá sem vilja kynna sér þessi mál og varpa ljósi á þau mál sem Kallinn kom inná í blaðinu í mars sl. Fundurinn er öllum opinn, segir í bréfi sem Kallinum barst um tölvupóstfangið kallinn@vf.is. Kallinn verður því miður erlendis þegar fundurinn verður en skorar á blaðamenn Víkurfrétta að fylgjast vel með fundinum. KALLINN HEFUR VERIÐ í litlum tengslum við samfélagið síðustu daga, þar sem hann hefur þurft að sinna aldraðri móður í veikindum. Það sannast enn og aftur að við eigum gott heilbrigðiskerfi en verra er ef Íslendingar vilja ekki orðið vinna á öldrunarstofnunum. Gamla konan er á öldrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og það kom Kallinum á óvart hversu mörg tungumál eru töluð þar inni. Þarna var fólk sem talaði enga íslensku og bjagaða ensku. Kallinn veit ekki hvernig staðan á öldrunarstofnunum á Suðurnesjum. Kallinn var að velta því fyrir sér hvort í boði væru námskeið í austurlenskum tungumálum fyrir miðaldra fólk, svo það væri undirbúið fyrir efri árin og gæti boðið góðan daginn á tælensku! KALLINN ER ALLTAF AÐ FÁ BRÉF. Margir eru Kallinum sammála og einn sendi þetta: Kæri kall! Oft hef ég verið sammála þér í pistlunum þínum en aldrei eins og sl. fimmtudag! [þann 23. mars]. Sérstaklega um krakkana sem halda það að björg- unasveitamenn hafi ekkert betra við tíma sinn og peninga að gera en að leita að krökkum sem dettur í hug að fara í ævintýraferð illa eða van- búin og voga sér svo að hlæja að uppátæki sínu í sjónvarpsfréttum og haga sér eins og óþroskaðar „gelgjur“. Ég held að þau ættu að skammast sín, ef þau hafa þá þroska til þess. Þér vil ég þakka fyrir að vekja athygli á þessu. HVAÐ ER EIGINLEGA AÐ GERAST með gatnakerfið í Reykjanesbæ? Hversu lengi ætla bæjarbúar að sætta sig við djúpar holur, ár eftir ár, á sama stað. Kallinn er að tala um gamla handónýta Flugvallarveginn. Það má vel vera að þessi vegur eigi að víkja fyrir nýjum og betri vegi. Þangað til verður þó að viðhalda veginum. Þessi vegarslóði, eins og hann er orðinn í dag er ekki bílum né mönnum bjóðandi. Ágætum kunningja Kallsins varð það á að líkja ástandi vegarins við umhirðu líkamans. Fólk hættir ekki að bursta í sér tennurnar vitandi það að í framtíðinni fái það kannski falskar! Maður hættir heldur ekki að viðhalda gatnakerfinu, vitandi það að í framtíðinni komi nýr vegur annars staðar. Gamli lúni Flugvallarvegurinn er ein af lífæðum bæjarins. Kallinn biður um smá malbik, takk! MENN AKA SVOLÍTIÐ GREITT á tvöföldu Reykjanesbrautinni og þess vegna hefur það glatt Kallinn að sjá það að lögreglan hefur verið nokkuð sýnileg á Brautinni síðustu daga a.m.k. Á ferðum sínum til höfuðborgarinnar til að annast aldraða móður, þá hefur hver bíllinn á fætur öðrum brunað framhjá Kallinum á öðru hundraðinu. Kallinn gerði þess vegna örlitla en stórhættulega tilraun. Þegar hann var fullviss um að lenda ekki í klóm lögreglunnar var stigið aðeins fastar á bensínið en vanalega. Þegar 130 km. hraða var náð á hægri akrein tvöföldunar og honum haldið stöðugum þá þurftu samt fjórar bifreiðar nauðsynlega að komast framúr Kallinum. Kallinum er spurn: Hvað liggur fólki á? KALLINN ÓSKAR strákum og stelpum í Keflavík- urliðunum til hamingju með titlana. Úrslitaein- vígin voru frábær og íslenskum körfuknattleik til sóma að flestu leyti. Hins vegar vill Kallinn benda leikmönnum og fullorðnum stuðningsmönnum á að íhuga það sem þeir/þær segja og gera á leikjum þar sem mikill fjöldi barna er samankominn. Ljót orð og óíþróttamannsleg hegðun er eitthvað sem ómótaðir hugar grípa á lofti og ekki viljum við hin eldri að börnin líti á slíkt sem eðlilegan hluta af íþróttum. Það er mörgum sinnum árangursrík- ara að hrópa og kalla og láta öllum illum látum á pöllunum á jákvæðan og hvetjandi hátt, heldur en að níða skóinn af andstæðingum. Þaðan af síður blessuðum dómurunum sem eru jú að gera sitt besta (þó Kallinn sé alls ekki alltaf sáttur við ákvarðanir þeirra). GÖNGUM ÞVÍ FRAM með góðu fordæmi og styðjum okkar fólk á uppbyggjandi hátt. Fannst Kallinum sem nýlegar auglýsingar Umferðarstofu (með dónalega stráknum) gætu einnig átt við í þessu tilfelli. Verum góðar fyrirmyndir! KALLINN MINNIR Á TÖLVUPÓSTINN sinn, þar sem tekið er við kvabbi og hrósi um allt og alla. Kveðja, kallinn@vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.