Víkurfréttir - 14.04.2005, Blaðsíða 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
SG Bílar ehf. bílasala eru orðn ir um boðs aðilar Evró, sem selur húsbíla,
tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi
á Suðurnesjum. SG Bílar verða
með stórsýningu á allri vöru
sem Evró selur á næstunni. Nú
þegar eru komnir nokkrir hús-
bílar til sýnis. Hjólhýsi og felli-
hýsi eru væntanleg.
Merkin sem SG Bílar verða með
eru í húsbílum og hjólhýsum
eru Adria, Hymer og Miller. Í
fellihýsum eru það Fleetwood og
hin vinsælu A hús. Ennfremur
verða þeir með notaða húsbíla
og fellihýsi til sölu. Einnig vilja
þeir minna á heimasíðuna sem
er www.sgbilar.is og einnig er
hægt að fara inná heimasíðu
Evró, www.evro.is og skoðað úr-
valið sem þar er og haft síðan
samband við sölumenn hjá SG
Bílum.
SG Bíla vantar notaðar bifriðar á
söluskrá hjá vegna mikillar sölu
undarfarið ennfremur notaða
tjaldvagna, hjólhýsi og fellihýsi
því efturspurnin er þegar orð-
inn mikill, segir í tilkynningu
frá SG Bílnum.
SG Bílar með húsbíla,
fellihýsi og hjólhýsi
8 Bílasalan SG Bílar:
Tónlistarskóli Reykja-nes bæj ar er að fá í heimsókn big-band frá
Færeyjum, Skansa Big-band.
Hljómsveitin er frá Þórshöfn
og er skipuð frekar ungum nem-
endum. Skansa Big-band og
Léttsveit Tónlistarskóla Reykja-
nesbæjar, bæði yngri og eldri
deild, halda tónleika í Reykja-
nesbæ, þriðjudaginn 19. apríl
kl. 19.30 á sal Fjölbrautaskóla
Suðurnesja. Allir eru velkomnir
og aðgangur er ókeypis.
Skansa Big-band og Léttsveit TR
munu síðan taka þátt í hinum
árlega Stórsveitadegi Stórsveitar
Reykjavíkur, sem fram fer í Ráð-
húsi Reykjavíkur, laugardaginn
23. apríl frá kl. 12.30 - 17.00.
Léttsveit TR, yngri, mun spila
kl.14.30, Skansa Big-band mun
spila kl. 15.30 og Léttsveit TR,
eldri, mun spila kl.16.00. Stór-
sveit Reykjavíkur mun svo ljúka
Stórsveitadeginum og spila
kl.16.30.
Skansa Big-band
frá Færeyjum og
Léttsveit Tónlist-
arskólans
8 Eysteinn Eyjólfsson skrifar:
Eins og flestum er kunn-ugt þá eru formanns-kosningar í Samfylking-
u n n i á n æ s t a
leyti. Í framboði
eru tveir mikil-
hæf ir for ystu-
menn, þau Össur
Skarphéðinsson
formaður Sam-
fylkingarinnar
og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
varaformaður flokksins.
Einn maður - eitt atkvæði
Tilhögun kosninganna undir-
strikar að í engum stjórnmála-
flokki á Íslandi fer fram eins lýð-
ræðislegt val á forystu. Í þessu
vali eru allir flokksmenn jafnir,
hér gildir sú einfalda regla að
einn maður fer með eitt at-
kvæði.
Kjör seðl ar verða send ir út
til flokksmanna 22. apríl sam-
kvæmt kjörskrá sem staðfest er
15. apríl og er um póstkosningu
að ræða.
Kjörseðlar þurfa að hafa borist
skrifstofu flokksins að Hallveig-
arstíg 1 Reykjavík fyrir kl. 18:00
19. maí n.k.. Úrslit in verða
kynnt á landsfundi Samfylking-
arinnar 20. maí 2005.
Kjörskrá lokar kl. 18:00
15. apríl
Í Reykjanesbæ er starfandi stórt
og öflugt Samfylkingarfélag og
vil ég hvetja félagsmenn okkar
til að nýta sér þann mikilvæga
lýðræðislega rétt sem felst í for-
mannskjörinu til þess að hafa
áhrif á framtíð flokksins.
Ég vil einnig hvetja hina fjöl-
mörgu stuðningsmenn okkar og
kjósendur til þess að skrá sig í
flokkinn fyrir kl. 18:00 föstudag-
inn 15. apríl og öðlast þannig
rétt til að taka þátt í stefnu-
mótun flokksins og formanns-
kosningunni.
Hægt er að hafa samband við
undirritaðan í síma 698 1404
eða á netfangið eysteinne@hot-
mail.com. Einnig er hægt að
hafa samband við skrif stofu
Samfylkingarinnar í síma 414
2200.
Með lýðræðiskveðju,
Eysteinn Eyjólfsson
formaður Samfylkingar-
innar í Reykjanesbæ
Taktu þátt í lýðræðislegu vali
Eig enda skipti vor u á veit inga staðn um Ma m m a M í a f y r i r
skemmstu. Ólafur Viggó Sig-
urðsson tók við pizzuspað-
anum og rekur nú staðinn
ásamt konu sinni, Elvu Dögg
Sverrisdóttur.
„Við tókum við fyrsta febr-
úar og viðtökurnar hafa verið
mjög góðar,” sagði Ólafur í
samtali við Víkurfréttir og
þakkar fyrir sig. Ólafur er
ekki alls ókunnugur í eldhús-
inu, en hann starfaði áður á
Glóðinni.
Hann segir stefnuna hjá sér
vera að auka fjölbreytni á
matseðli. „Við ætlum að fara
í gang með samlokubáta á
næstunni og ég vona að við-
tökurnar verði enn betri þá.”
Nýr eigandi Mamma
Mía í Sandgerði