Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.2005, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 14.04.2005, Blaðsíða 24
24 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Við áttum mjög góðan leik. Við bjuggum okkur vel undir leikinn og mættum reiðubúnir til að leggja okkur alla fram. Ég er ánægður með leikinn og allt tímabilið í heild. Þetta er búið að vera frábær vetur. Við vinnum Norðurlandamótið, deild- armeistaratitilinn og gengur vel í Evrópu og svo topp- uðum við það með Íslandsmeistaratitlinum.” Bikarmeistararatitlarnir runnu Keflvíkingum úr greipum í ár en Sigurður segist ekki gráta það lengur. „Við dettum út úr bikarnum þegar við erum undir miklu leikjaálagi en árangurinn hjá okkur í ár myndi samt teljast ágætur á einhverjum bæjum. Þetta var meira að segja svo gott að við Keflvíkingar erum sáttir og þá er nokuð sagt.” MEIRA AÐ SEGJA KEFLVÍKINGAR ERU SÁTTIR! SIGURÐUR INGIMUNDARSON: Körfuknattleikslið Keflavíkur í karla- og kvennaflokki vörðu Íslands- meistaratitla sína í síðustu viku og hafa því bæði unnið þrjú ár í röð. Sá árangur er einstæður í íslenskum körfuknattleik og ber glöggt vitni um öflugt starf hjá stjórn, leikmönnum, þjálfurum og öðrum aðstandendum. Kvennaliðið hampaði bikarnum á heimavelli eftir að hafa lagt hið sterka lið Grindavíkur að velli í þremur leikjum í röð í úrslitarimm- unni, en strákarnir sigruðu Snæfell annað árið í röð eftir harðvítuga keppni innan vallar sem utan. Bandarísku leikmennirnir Alexandria Stewart og Nick Bradford voru valin bestu leikmenn úrslitanna og voru vel að heiðrinum komin. Meistarastemmning í Keflavík!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.