Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.2005, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 14.04.2005, Blaðsíða 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Áhorfendur voru ekki sviknir af tónleikum Hljóma og Karlakórsins Heimis sem fóru fram í Stapa á laugardag. Þar sungu sveit- irnar saman og í sitthvoru lagi margar af helstu perlum Hljóma og Gunnars Þórðarsonar í bland við nokkur sígild dægur- og sönglög. Húsfyllir var í Stapanum þar sem gestir nutu sín í hljómþýðum söng, en hápunkturinn var án efa þegar Engilbert Jensen og Óskar Pétursson, stór- söngvari og kynnir kvöldsins, sungu saman Bláu augun þín og allur salurinn tók undir. Á sunnudag lauk tónleikaröð þeirra Hljóma og Heimis í Háskólabíói, en til stendur að halda fleiri tónleika á næstunni. Fyrst á Akureyri í byrjun næsta mánaðar. 8 Menningin blómstrar á Suðurnesjum: Eftirbátur víkingaskipsins Íslendings var afhjúpaður á vel heppnuðu málþingi um „Nýtt landnám og sögutengda ferðaþjón- ustu” sem haldið var í samvinnu Reykjanesbæjar og Evrópuverkefnisins Destination Viking Saga- lands síðastliðinn föstudag. Gunnar Marel Eggertsson, skipstjóri Íslendings, smíðaði eftirbátinn eftir víkingaskipinu stóra en slíkir bátar voru oft hafðir í eftirdragi á sjóferðum víkinga - og þaðan kemur nafnið. Við afhöfnina tók Söngsveitin Víkingar lagið að víkingasið en að lokinni athöfninni færðu málþingsgestir sig yfir í Duushús þar sem boðið var upp á fjölda forvitnilegra fyrirlestra um vík- ingaarfleið og tengsl hennar við ferðaþjónustu í landinu. Eftirbátur Íslendings afhjúpaður Glæsilegir tónleikar Hljóma og Heimis

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.