Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.2005, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 14.04.2005, Blaðsíða 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 8 Borghildur Svavarsdóttir, einstæð 3ja barna móðir úr Reykjanesbæ: Eins gott að vera ekkert að grínast hérna. Það gæti orðið að frétt í DV á morgun! MUNDI Mundi stuttar F R É T T I R 8 Könnun á vf.is: Bláa lónið hf. og Flugstöð Leifs Ei ríks son ar hf. hafa gert með sér samn- ing um rekstur BLUE LAGOON verslunar innan verslunar Ís- lensks markaðar (búð í búð) í Flugstöðinni. Grímur Sæ- mundsen, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, og Höskuldur Ásgeirsson,framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, undirrituðu samninginn og fór undirritunin fram í Flugstöð- inni. BLUE LAGOON húðvörur hafa um árabil verið fáanlegar í Ís- lenskum markaði. Sú breyting verður nú á að Bláa lónið mun fá til umráða afmarkað svæði innan verslunarinnar þar sem fyrirtækið mun reka sjálfstæða verslun. Samningurinn er einn þáttur í að auka fjölbreytni verslunar í flugstöðvarbyggingunni og veita fleiri einkaaðilum kost á að vera með eigin rekstur á svæðinu. Samningurinn við Bláa lónið er jafnframt liður í að leggja niður rekstur Íslensks mark- aðar í núverandi mynd og setja hann í hendur einkaaðila. BLUE LAGOON ICELAND er eitt þekktasta vörumerki Íslands og er eigin verslun í Flugstöðinni jákvætt skref fyrir Bláa lónið og Flugstöðina. Auk verslunarinnar í Flugstöð- inni rekur Bláa lónið verslanir í Bláa lóninu - heilsulind; í Ingólfsnausti að Aðalstræti 5 í Reykjavík auk netverslunar á www.bluelagoon.is Blaðamaður DV kokgleypti aprílgabb Víkurfrétta sem birt- ist á vefsvæðinu vf.is þann 1. apríl sl. Í DV þann 2. apríl er fréttinni slegið upp undir fyrir- sögninni „Spila bingó í bank- anum“, þar sem sagt er frá því að Keflvíkingar hafi tekið nýju númerakerfi í biðröð- inni í Sparisjóði bæjarins með virktum og noti kerfið sér til skemmtunar meðan beðið er afgreiðslu. Þá segir að við- skiptavinir geti borið númer sitt saman við bingóspjald gjaldkera og geti unnið vinn- ing ef númerin passa saman við bingóspjaldið. Það upplýsist hér með að frétt um að viðskiptavinir SpKef geti spilað bingó í nýju núm- erakerfi í sparisjóðnum var uppspuni og skrifuð í tilefni af 1. apríl. Í könnun síðustu viku var spurt hvort þátttakendur styddu sameiningu Reykja- nesbæjar, Sandgerðis og Garðs. Fjölmargir tóku þátt í könnun- inni og var útkoman hnífjöfn. Helmingur svarði spurning- unni játandi og helmingur neit- andi. Alls tóku 630 manns þátt í könnuninni enda tillögur sam- einingarnefndar sveitarfélaga mikið álitamál. Þessa vikuna er spurt hvort þátt- takendur styðji sitjandi meiri- hluta í bæjarstjórn Reykjanes- bæjar. Helmingur með og helm- ingur á móti Bláa lónið opnar verslun í Flugstöðinni 8 Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Spjaldhryggurinn gegnir veiga miklu hlut verki í lík ams upp bygg ingu fólks - á honum situr hryggur- inn og er festing við mjaðma- grindina. Fyrir rúmu ári síðan fór Borghildur Svavarsdóttir, fertug þriggja barna einstæð móðir úr Keflavík, að finna fyrir verkjum í vinstri fætinum og viku síðar tóku verkirnir sig upp í þeim hægri. Hún leitaði til læknis í lok maí og niðurstöðurnar úr þeim rann- sóknum voru sláandi - hún greindist með staðbundið vefja- æxli í spjaldhryggnum. Æxlið óx inn í spjaldhryggnum á Borghildi og hún fór að finna fyrir verkjum þegar æxlið fór að vaxa út úr hryggnum. Það er létt yfir Borghildi þar sem hún dvelur á endurhæfing- ardeild Grensáss í Reykjavík. Hún fer allra sinna ferða í sér- stökum stól þar sem hún liggur bein, eiginlega alveg teinrétt. Hár hennar er stutt og úr and- liti hennar skín erfið lífsreynsla. Börnin hennar þrjú skipta hana öllu máli. Þau eru á aldrinum tveggja til sextán ára. Áður en Borghildur greindist með æxlið vann hún hjá félagsþjónustu Reykjanesbæjar þar sem hún sá um umönnun og þrif hjá skjólstæðingum hennar. Hún átti ósköp eðlilegt líf þar sem börnin voru miðpunkturinn. „Mér leið bara alveg ofsalega vel. Kunni vel við mig í starfinu og hlakkaði til þess á hverjum degi að fara í vinnuna,“ segir hún og brosir. Oft kemur það upp úr kafinu hjá fólki sem hefur átt við erf- iða sjúkdóma að eiga, að það gat með engu móti trúað að það yrði fórnarlamb sjúkdóma. Borghildur segir að það sama hafi gilt um sig. „Ég hugsaði ekki einu sinni til þess að ég gæti fengið eitthvað svona. Það var alltaf svo fjarlægt og svona eftir á þá hugsaði ég bara með mér að slíkt myndi ekki koma fyrir mig. En það gerði það svo sannarlega,“ segir hún ákveðin á svip. Ítarlegt viðtal er við Borghildi í nýjasta Tímariti Víkurfrétta sem er komið á alla helstu blaðsölustaði á Suðurnesjum. Þegar áföll sem þetta dynja yfir fólk er fjárhagur- inn eitt það fyrsta sem hrynur hjá fólki. Vinir og vandamenn Borghildar hafa stofnað reikning í Sparisjóðnum í Keflavík fyrir þá sem vilja styðja við bakið á henni og börnum hennar fjárhagslega. Reikningsnúmerið er 1191-05-415000 og kennitalan er 050664-7169 Fékk krabbamein í spjaldhrygg - segir sögu sína í Tímariti Víkurfrétta, sem kemur út í dag DV kokgleypti aprílgabb Víkurfrétta

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.