Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.2005, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 14.04.2005, Blaðsíða 9
VÍKURFRÉTTIR I 15. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 14. APRÍL 2005 I 9 Kvennakór Suðurnesja hélt tónleika í safnaðarheimili Sandgerðis á sunnu-dagskvöld. Tónleikarnir voru léttir og skemmtilegir þar sem kórinn söng íslensk og erlend dægurlög og söngleikjatónlist. Næst á dagskrá kórsins eru tónleikar í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum á sunnudag Þema þeirra tónleika er söngleikir, en eftir hlé verða eingöngu sungin lög úr þekktum söng- leikjum. Fyrir hlé syngur kórinn hinsvegar ís- lensk dægur- og þjóðlög og ítalskar aríur. Í heild sinni er dagskráin í léttari kantinum. Stjórn- andi er Dagný Þórunn Jónsdóttir og undirleik- ari á píanó er Geirþrúður Fanney Bogadóttir. Miðasala á vortónleikana verður við inngang- inn og er miðaverð kr. 1500, en kr. 1000 fyrir eldri borgara. Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri. Tónlistarunnendur eru hvattir til að láta þetta ekki framhjá sér fara, enda koma allir léttir í lund út af þessum tónleikum! Léttleikinn í fyrirrúmi á tónleikum kvennakórsins TÓNLEIKAR KVENNAKÓRS SUÐURNESJA FRÉTTASÍMINN SÓLARHRINGSVAKT 898 2222

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.