Víkurfréttir - 28.04.2005, Blaðsíða 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Slökkviliðsmenn
verða að „passa“ sig
á Varnarliðinu!
MUNDI
Mundi
Dagbók
lögreglu
8 Óánægja á Vellinum:
Veittust að
varnarliðsmanni
Nokkrir aðilar veitt-ust að varnarliðs-manni sl. föstu-
dagskvöld og veittu honum
nokkra áverka á andliti.
Líkamsárásin átti sér stað á
Hafnargötu í Keflavík. Varn-
arliðsmaðurinn var bólg-
inn og tönn hafði brotnað.
Rætt var við nokkra aðila
sem eru grunaðir um árás-
ina.
Unnu skemmdir
á bifreið
Lögregla var kölluð t i l S a n d g e r ð i s á f immtudagskvöld
vegna skemmdarverks sem
hafði verið unnið á Suzuki
Swift bifreið, rauðri að lit,
utan við kjúklinga bú ið
Reykjahlíð á Sjávarbraut.
Búið var að brjóta afturrúð-
una í bifreiðinni. Rúðan
hafði verið brotin með rör-
töng sem hafði verið í bif-
reiðinni. Ekki er vitað hver
var að verki.
Þeir sem geta gefið upplýs-
ingar um málið hafi sam-
band við lögregluna í Kefla-
vík.
Ölvaður gisti
fangageymslur
Aðfaranótt síðasta vetrardags var með rólegra móti hjá lög-
reglunni í Keflavík, en þó
fékk einn gistingu í fanga-
klefa sökum ölvunar.
Daginn áður voru tveir smá-
vægilegir árekstrar milli bif-
reiða og einn ökumaður var
kærður fyrir að nota ekki
bílbelti við aksturinn.
Megn óánægja er meðal slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli
með framkomu starfsmanna-
halds Varnarliðsins. Þetta segir
háttsettur slökkviliðsmaður
sem ræddi við Víkurfréttir.
Heimildamaðurinn sagði að
enn hafi reynt á þolrif slökkvi-
liðsmanna þegar tilkynning frá
starfsmannahaldinu var hengd
upp á slökkviliðsstöðinni í síð-
ustu viku. Þar var tekið fram
að launum þeirra starfsmanna
sem hafði verið sagt upp yrði
haldið eftir ef þeir skila að-
göngupassanum sínum ekki á
réttum tíma. „Þetta sýnir það
bara að þeir sem sjá um þessi
mál eru löngu hættir að líta á
starfsmennina á vellinum sem
fólk,” sagði viðmælandinn.
Í tilkynningunni segir orðrétt
um nafngreindan slökkviliðs-
mann: „In order for him to
receive his final pay he needs to
turn in his base pass and other
passes/keys. [...] We have new
rules and we will not hesitate
to hold the final pay until the
passes [passar þeirra starfs-
manna sem hefur verið sagt
upp] have been turned in - no
exceptions.”
Í svari upp lýs inga full trúa
Varnarliðsins við fyrirspurn Vík-
urfrétta kemur fram að þar sem
varnarsvæðið sé öryggissvæði
með takmörkuðum aðgangi
beri starfsmönnum sem ljúka
störfum að skila aðgangspassa
til vinnuveitenda enda sé það
liður í formlegum starfslokum.
„Bregðist starfsmaður þeirri
skyldu sinni á atvinnurekandi
á Keflavíkurflugvelli ekki ann-
ars úrkosta en að fresta lokaupp-
gjöri þar til bætt hefur verið úr.”
Vernharð Guðnason, formaður
Landssambands slökkviliðs-
manna og sjúkra flutn inga-
manna, sagði í samtali við Víkur-
fréttir að sambandið muni ekki
sætta sig við þessar aðgerðir.
„Þeir hafa engan rétt á að halda
eftir einhverju sem þeir eiga
ekki. Ef laun verða ekki greidd
fara þau bara í innheimtu. Það
er svo einfalt.”
Slæmt ástand hefur myndast
meðal starfsfólks á vellinum í
óvissuástandi síðustu mánaða.
Bæði hvað varð ar ein hliða
uppsagnir Varnarliðsins á ein-
stökum liðum kjarasamninga
og eins segir heimildamaðurinn
að vinnubrögð við uppsagnir
starfsfólks væru einkennilegar
svo ekki sé meira sagt. Þar
væri ekki farið eftir reynslu,
menntun eða hæfni og hefur
það haft mikil og neikvæð áhrif
á vinnuandann. „Það er alveg
grafalvarlegt hvernig komið er
fram við starfsfólkið á vellinum.
það skilar sér í því að mórallinn
á vinnustaðnum er alveg búinn.
Áður var þetta þannig að menn
lögðu sig alla fram af ánægju
við að sinna sínu starfi vel, en
nú eru menn hræddir um sig og
sína afkomu.”
Hóta að halda eftir laun-
um slökkviliðsmanna
Á miðvikudaginn undirritaði Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð(MÍT) Reykja-nesbæjar samninga við félagasamtök í
Reykjanesbæ upp á 20,4 milljónir.
Samningarnir eru flestir vegna kynningar á starfi
félaganna, s.s. vegna námskeiða á sumrin og
eru þeir endurnýjaðir árlega. Einnig taka þeir til
greiðsluþátttöku vegna afnota af húsnæði.
Meðfylgjandi öllum samningum er sérstakt eyðu-
blað sem félögunum ber að senda til MÍT á til-
teknum tíma þar sem fram koma m.a. upplýs-
ingar um þátttöku bæjarbúa, menntun leiðbein-
enda, kostnað viðkomandi félags og annað sem
samningsaðilar vilja taka fram. Þetta eru ómetan-
legar upplýsingar fyrir MÍT ráðið þegar meta skal
hvernig til hefur tekist og hvort ástæða er til að
mæla með endurnýjun eða endurskoðun samn-
inga við gerð fjárhagsáætlunar.
Fram kom í tilkynningu frá MÍT að ráðið hvetur
klúbba og félög í Reykjanesbæ, sem sett hafa sér
markmið um almenna þátttöku bæjarbúa, fagleg
vinnubrögð og öflugt forvarnarstarf að senda
MÍT hugmyndir um samvinnu við Reykjanesbæ
t.d. með samningum.
Rúmlega 20 milljónir til
félagasamtaka í Reykjanesbæ
Ekið á bíl við
Sparisjóðinn
Ekið var utan í bifreið af gerð inni Subaru Impreza á bílastæði
við Kirkjuveg, vestan megin
við Sparisjóðinn í Keflavík á
mánudagsmorgun. Gerand-
inn stakk af frá vettvangi.
Eigandinn hafði lagt bifreið-
inni í stæði. Rispur voru á
afturstuðaranum og stuðar-
inn var genginn til. Subaru-
bifreiðin er blágræn að lit.
Eru hugsanleg vitni beðin
um að hafa samband við lög-
reglu í síma 420-2450.
Þá var einn öku mað ur
kærður fyrir hraðakstur á
Reykjanesbraut sama dag.
Mældur hraði var 118 km
þar sem hámarkshraði er 90
km. Fjórir ökumenn voru
kærðir fyrir að vera ekki með
öryggisbelti spennt við akstur-
inn. Einn af þeim var að auki
kærður fyrir að tala í farsíma
við aksturinn án þess að nota
handfrjálsan búnað.
stuttar
F R É T T I R
LJÓSMYND: ODDGEIR KARLSSON