Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.04.2005, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 28.04.2005, Blaðsíða 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Hljómsveitakeppni var haldin í Fjörheimum miðvikudag- inn 20.apr íl. Hljómsveit- irnar ExEm, PostMortem og Prometheus kepptu og var keppnin mjög hörð. Post Mortem stóðu síðan uppi sem sigurvegarar og fá þeir tíma í hljóðveri í verðlaun. Þrjár gestahljómsveitir spil- uðu en það voru hljómsveit- irnar Anti Feministar, Gun Shy Oddysey og hljómsveitin Sorbital úr Hafnarfirði. Loftið í húsinu var rafmagnað og rokkið var allsráðandi hjá þeim 110 manns sem mættu á svæðið til að fylgjast með. Rokkað í Fjörheimum! Næsta tölublað Víkurfrétta kemur út miðvikudaginn 4. maí nk. þannig að síðustu f o r v ö ð t i l a ð s k i l a i n n auglýsingum fyrir blaðið eru á morgun, föstudag. Það sama gildir um aðsent efni og fréttatilkynningar. Víkurfréttir Mi k i ð f i s k i r í v a r í Grindavík í blíðskap-arveðri um helgina og voru bátarnir að moka inn afla. Mar on GK522 var að landa þegar ljósmyndari Vík- urfrétta kíkti á lífið á Grinda- víkurhöfn. Maron GK 522, sem er tæplega 11 tonna netabátur, var með hátt í 8 tonn af þorski eft ir dagsferð og var Sigurður Stein- þórsson, skipstjóri, að vonum ánægður með aflabrögð síð- ustu misseri „Þetta er búið að vera meiriháttar undanfarið, hjá flestum bátum er búið að vera algjört mok. Rétt eftir helgi veiddi einn bátur um 20 tonn í 5 trossum,” sagði Sigurður sem staddur var ásamt áhöfn á Maron út við Krísuvíkurberg við veiðar og voru með um 3 tonn í bátnum. „Þetta er reyndar búið að vera frekar dapurt í dag. Þeir hafa verið að fiska meira hérna austar í Hafberginu, búið að vera meiriháttar gott hjá þeim. Svo er bullandi fiskur núna austan við Selásvita, við erum bara svo austarlega núna. Menn eru að reyna að eltast við stærri fisk,” sagði Sigurður sem líkt og margir sjómenn eru ekki pará- nægir með störf Hafransókna- rstofnunarinnar „Þetta Hafró er náttúrulega algjört rugl, bullandi fiskur hérna úti á 5- 7 mílum og ekkert í fjörunni. Þeir verða náttúrulega eitthvað að hreyfa sig, alltaf lent á sama stað, ég er alveg sammála því sem Magnús Hafsteinsson segir um að það þurfi að endurskoða þetta. Þetta er engan veginn eins og þetta á að vera. Bullandi fiskur búið að vera hérna útum allt í allan vetur og aldrei verið annað eins á línuna. Við erum engan vegin sáttir við það, langt frá því,” sagði Sigurður af mið- unum. Aflaklær ósáttir við Hafró Sigurður við Löndunarkranann í blíðskaparveðri. Hann segir sjómenn ósátta við vinnubrögð Hafrannsóknarstofnunar. Auglýsendur athugið

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.