Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.04.2005, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 28.04.2005, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR I 17. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 28. APRÍL 2005 I 21 ���������� �������� ���� ���������� ��� ������������������ ��������������������������������������� ���������� ��� ���������������������������� ���� ��������� ������ ������������ ����� ���������������� �� ����������� ���������������������������� ������������������������������� �������������������������������� ������������������������������������������ Ég styð Ingibjörgu Sólrúnu sem næsta formann Samfylkingarinnar Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með þjóðmálum að nú er komið að formannskjöri í Samfylkingunni. Í framboði e r u t v e i r hæfi leika- ríkir fram- bjóðendur sem báð ir hafa mikla r e y n s l u á hinu póli- tíska sviði. Það er hlutverk flokksbund- ins Samfylkingarfólks að velja formann með póstkosningu í samræmi við lög flokksins og enginn annar flokkur á Íslandi viðhefur svo lýðræðislega aðferð við val á fólki til forystu. Barátta formannsefnanna hefur að mestu verið málefnaleg þó einstökum stuðningsmönnum hafi kannski hlaupið heldur mikið kapp í kinn, í stuðningi sínum við sinn mann eða konu og vonandi tekst að halda bar- áttunni á málefnalegum nótum allt til enda hennar. Ég hef tekið ákvörðun um að kjósa Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dótt ur sem næsta for mann Samfylkingarinnar og tel að það muni fleyta Samfylkingunni lengra í næstu kosningum ef hún verður formaður flokksins. Ég tel einnig að reynsla hennar við að leiða farsælt meirihluta- starf í Reykjavík muni gagnast okkur vel, þegar kemur að því að taka við stjórnartaumunum eftir næstu kosningar. Það hefur vakið athygli mína hversu mjög andstæðingar Sam- fylkingarinnar hafa hert áróðurs- stríð sitt gegn Ingibjörgu eftir því sem formannskjörið hefur nálgast og mér hefur þótt nóg um hversu hart þeir hafa gengið fram í þeim ásetningi sínum að hafa áhrif á kjör sem einungis Samfylkingarfólk á að taka þátt í. Við sem höfum kosningarétt í þessu formannskjöri megum ekki láta áróður andstæðinga okkar í pólitík rugla okkur í rím- inu, heldur verðum að velja for- mann með framtíðarhagsmuni jafnaðarmanna í huga. Ingibjörg Sólrún hefur leitt starf Framtíðarhóps Samfylkingar- innar og þar fer fram merkileg tilraun til að sem flestir geti komið að stefnumótun flokksins til framtíðar. Það hefur vakið at- hygli mína að þrátt fyrir að hóp- urinn hafi minni tíma en áður var ætlað til að klára sitt starf, vegna flýtingar á landsfundi, þá hefur hún ekki látið neinn bil- bug á sér finna og tekist að laða fram mikla og framsækna vinnu hjá þeim flokksmönnum sem að starfinu koma á þessu stigi þannig að takast megi að standa við þá ætlan að kynna áherslur til framtíðar á landsfundinum í maí. Reynsla mín af samstarfi við Ingibjörgu í vinnu Framtíðar- hópsins hefur enn styrkt mig í þeirri trú að í henni fari framtíð- arleiðtogi okkar jafnaðarmanna. Ég tel að nú sé komið að því að gera hana aftur að því forsæt- isráðherraefni sem hún áður var, með því að gera hana að for- manni Samfylkingarinnar. Að endingu vil ég hvetja alla þá sem hafa kosningarétt í formanns- kjörinu til að nýta þann rétt sinn og vona að niðurstaðan verði sem eindregnust þannig að nýkjörinn formaður hafi sem mestan stuðning flokksmanna til starfans. Jón Gunnarsson Alþingismaður Samfylkingar í Suðurkjördæmi Á Listasafni Reykjanesbæjar verður opnuð föstudaginn 30. apríl n.k. kl. 18.00 sýningin 365 Fiskar eftir lista-manninn Martin Smida. Martin Smida er fæddur í Prag árið 1960 en hefur búið í Þýskalandi síðan árið 1974. Hann nam myndlist við listaháskólann í Düsseldorf og starfar nú að list sinni í Wuppertal. Sendiherra Þýskalands á Íslandi, Johann Wenzl opnar sýninguna. Verkið 365 fiskar samanstendur af 365 skúlptúrum úr alls kyns efnum og vakti mikla athygli í Þýskalandi þegar það var fyrst sýnt í september árið 2001. Aðspurður segir listamaður- inn sjálfur um þetta verk að fiskarnir geti endurspeglað, hver um sig, einhverja gamla minningu um augnablik sem geta verið misjafnlega mikilvæg. Þetta geta verið þunglyndisleg, létt, erfið eða jafnvel ófullgerð augnablik. Sýningin er hingað komin í samstarfi við félagið Germaníu. Sýningin stendur til 11. júní og er sýningarsalur safnsins í Duushúsum opinn alla daga frá kl. 13.00-17.30. 365 FISKAR Ný sýning í Duushúsum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.