Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.04.2005, Qupperneq 20

Víkurfréttir - 28.04.2005, Qupperneq 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! öKASSINNPÓST Á fundi forsætisráðherra hér suðurfrá nýlega kom margt athyglisvert fram - ekki síst um Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar. Halldór Ásgrímsson upplýsti að þegar hann kom í utanríkisráðuneytið 1995 hafi fjárhagsstaða FLE verið dap- urleg. Ekki var farið að greiða niður skuldir af byggingunni o g á h e n n i h v í l d u d ý r og óhagkvæm lán. Ráðherra, með þáverandi aðstoðarmanni sínum (Suðurnesjamanninum Hilmari Þór Hilmarssyni), byrj- aði að endurfjármagna stöðina með hagkvæmari lánum og skipulagði niðurgreiðslu lán- anna. Stærsta breytingin var þó sú að breyta fyrirtækinu í hlutafélag. Við munum mörg eft ir því hvern ig við brögð stjórnarandstöðunnar urðu. Þar höfðu margir uppi stór orð um hversu hættuleg sú breyt- ing yrði fyrir svæðið. En hefur sú orðið raunin? Ekki aldeilis. Fyrir utan það að borga niður skuld ir af bygg ing unni þá hefur verið fjárfest í stækkun og breytingum fyrir um fjóra milljarða króna. Í stað þess að tekjur af FLE rynnu allar í rík- iskassann þá hefur fyrirtækið getað ráðstafað þeim til upp- byggingar á svæðinu. Annars hefði ríkissjóður tekið þær all ar (eins og var áður) og síðan þurft að ná fjármagni í gegnum Alþingi til að byggja upp. Allir vita hversu seint það hefði gengið. 200 ný störf verða til á næstunni. Því má segja að breytingin á FLE í sjálfstætt hlutafélag hafi lagt grunninn að þeirri stækkun sem orðið hefur þar á síðustu árum. Kraftur í rekstrinum er meiri en nokkru sinni og störfum hefur fjölgað um nokkur hundruð á fáum árum. Og mikið er í bí- gerð. Því er spáð að enn eigi eftir að fjölga þar um einhver hundruð starfa. FLE er stóriðja Suðurnesjamanna. Breytingin í hlutafélagið FLE er grunnur þess uppbyggingarstarfs. Hall- dór Ásgrímsson hafði rétt fyrir sér þegar hann lagði í þær breyt- ingar en hinar hávaðasömu úr- töluraddir fóru villur vega. Í stjórnmálum er mikilvægt að hafa skýra framtíðarsýn og kjark til að fylgja þeim eftir. FLE er gott dæmi um það. Yfir þús- und Suðurnesjamanna njóta góðs af því í dag þar sem FLE er fjölmennasti vinnustaður landsins. Ætla má að um 200 ný störf verði til um FLE á allra næstu árum. Er þá ekki talin með stækkun á stöðinni fyrir um 4,5 milljarða. Þeir peningar hefðu ekki fengist auðveldlega úr ríkissjóði. Stjórn FLE hefur hins vegar getað tekið þessa ákvörðun vegna breytinganna sem voru gerðar á forminu. FLE er sannarlega kjarninn í atvinnu- lífi okkar Suðurnesjamanna af því réttar ákvarðanir hafa verið teknar um rekstur hennar. Hjálmar Árnason, alþingismaður Af hverju er FLE stærsti vinnustaður landsins? Karlakór Keflavíkur hélt vortónleika sína í Grindavíkurkirkju föstu dag inn 22. apr íl kl. 20:30. Komu þeir stormandi inn í kirkjuna frá útidyrum syngj- andi létt lag og stilltu sér upp um alla vídd kirkjunnar, al- veg ný uppstilling, og tókst það vel. Nýr söngstjóri, Guð- laugur Viktorsson, virtist hafa góða stjórn á þessu öllu. Ein- söngvarar eru Davíð Ólafsson og Steinn Erlingsson. Þekktir söngvarar skiluðu sínum söng vel, gaman að heyra þá frændur syngja. Áður en varði var kom ið hlé, sem er ótrúlegt því svo gaman var að maður hrein- lega gleymdi sér. Eft ir hlé komu fram tveir harmonikuleikarar. Rúss- neskir tvíburar og alveg frá- bærir tónlistarmenn. Spiluðu þeir tvö lög við mikla hrifn- ingu. Ekki voru kór menn síðri er þeir tóku til við sönginn aftur. Nú fannst mér ég far- inn að þekkja minn gamla kór aftur. Undirleikarar með kórnum voru Sigurður Marteinsson, píanóleikari, Þórólfur Ingi Þórs son, bassa leik ari og harmonikuleikararnir Júrí og Vadim Fedorov. Var þet ta f rá bær söng- skemmtun. Hefðu fleiri þurft að hlusta því Grindavíkur- kirkja er alveg frábært hús til flutnings á tónlist. Hafið kæra þökk fyrir ánægjulegt kvöld. Jón M og Sonja Frábær skemmtun á kórtónleikumÁ hverju vori hugsa ég um það hve vinnustaðir í sam fé lag inu eru já- kvæðir gagnvart því að taka á móti 10. bekkingunum okkar. Ég vil hér byrja á því að þakka öllu því góða fólki sem leggur hönd á plóg inn til þess að nemendur okkar megi öðlast þá frábæru reynslu sem þessi starfskynning er þeim. Á hverju vori fer 10. bekkur í starfskynningu. Starfskynningin hefur verið 2 dagar á vinnustað að eigin vali. Miðað er við að nemendurnir fái sjálfir að velja sér vinnustað eftir áhugasviði sínu. Markmiðið með starfskynning- unni er að vekja áhuga og um- hugsun nemendana á þeim fjöl- mörgu starfsvettvöngum sem eru í boði í lífinu og gefa þeim tækifæri á að kynnast þeim af eigin raun, með þátttöku í því starfi sem vekur áhuga þeirra. Með þessu er einnig verið að tengja saman skólastarfið og atvinnulífið. Þetta er góð og þroskandi reynsla fyrir krakk- ana sem víkkar sjóndeildarhring þeirra. Annað sem er ávallt ofarlega í huga námsráðgjafa að vori, er prófkvíði. Og vil ég hér láta fylgja smá samantekt sem ég hef gert um prófkvíða og hvað má gera til að vinna gegn honum. Samantekt varðandi prófkvíða. (efni fengið af netinu). Há skól inn á Ak ur eyri og Menntaskólinn við Hamrahlíð eru tveir af þeim skólum sem eru með gögn um prófkvíða á sínum netsíðum. Hér er saman- tekt á efni frá þeim og fleirum. Kvíði fyrir próf er eðlilegur og í sjálfu sér æskilegur en getur þó farið að verka hamlandi ef kvíð- inn fer úr böndunum. Skiptar skoðanir eru á því hvað veldur prófkvíða og getur það verið mjög einstaklingsbundið hver rót vandans er hjá hverjum einstaklingi. (Ef kvíði sama hver hann er, er sjúklega mik- ill og ekkert virðist geta hamið hann er ráðlagt að leita til sál- fræðings og fá meðferð). En þættir sem hafa gefist vel til að ná niður prófkvíða eru eftir- farandi: Undirbúa sig vel fyrir próf, gera vinnuáætlun um nám sitt, og huga að því að skipuleggja tíma sinn. T.d. alltaf hafa ákv. tíma á dag í heimalærdóm. Hafa jákvæðar væntingar. Ef þú ert vel undirbúinn fyrir próf og hefur trú á því að þér gangi vel eru allar líkur á að svo verði. Þannig er það að hugarfarið skiptir miklu máli og nauðsyn að temja sér já- kvætt hugarfar. Ágætt getur verið að segja aftur og aftur við sjálfan sig, ég er rosalega góð/ ur í þessu. Jafnvel byrja hvern morgun á að segja það við speg- ilinn! Ekki hugsa neikvætt um sjálfan þig eða getu þína. Ef þannig hugsanir eru að læðast inn stoppaðu þær með því að segja í huganum , “nei , ég er rosalega klár! Og kann þetta alveg!” Til að vera í góðu formi fyrir próf, andlega og líkamlega, þarf m.a. að huga að hollu mataræði, rétt samsettri fæðu, og hreyf- ingu! Í prófinu sjálfu Hlustaðu vel á allar munnlegar leiðbeiningar við upphaf prófs. Lestu vel allar skriflegar leiðbein- ingar. Lestu prófið yfir (áður en þú byrjar að svara) og gangtu úr skugga um að þú skiljir útskýr- ingar og fyrirmæli. Ef þú þarft að fá útskýringar merktu við þá staði og spurðu kennarann. Svaraðu spurningum sem þér finnst auðveldar fyrst. Athugaðu vægi spurninga og áætlaðu tíma í þær út frá vægi. Alltaf fara vel yfir próf áður en þú skilar því! Gangi þér vel og mundu, þú ert frábær! Með bestu kveðju, Sigríður Dúa Goldsworthy Námsráðgjafi Njarðvíkurskóla. Starfskynningar 10. bekkinga!

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.