Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.04.2005, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 28.04.2005, Blaðsíða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Árshátíð Grunnskólans í Sandgerði var haldin í íþróttahúsi bæjarins í síðustu viku. Þar var boðið upp á þrælskemmti-lega leiksýningu yngri bekkjanna þar sem rúmlega 100 börn tóku þátt. Leikritið fjallaði m.a. um fólkið í „Kardemommugerði” og var byggt á sögu Thorbjörns Egners. Krakkarnir léku, dönsuðu og sungu af miklum móð og mátti sjá fjölmarga sem hafa örugglega ekki sagt sitt síðasta á fjölum leikhús- anna. Þá var leikmyndin glæsileg og sýndi hún Sandgerðisbæ með húsum, fyrirtækjum, verslun og vitanum. Foreldrar og aðrir áhugasamir fjölmenntu til að sjá skemmtunina og var þéttsetinn áhorfendastúka sem klappaði leikurunum ungu lof í lófa að lokinni sýningu. Þá var boðið upp á kaffi og meðlæti í boði foreldra. Um kvöldið héldu eldri bekkir sína skemmtun í sam- komuhúsinu og voru þar skemmtiatriði, söngur og dans eins og við var að búast. Að lok inni árs há tíð Grunnskólans í Sand-gerði á mið viku dag fengu nemendur góða gjöf frá Hitaveitu Suðurnesja, staf- ræna vekjaraklukku sem hægt er að nota til að minna börnin á íþróttaæfingar, tónlistar- skóla og hvað sem er ásamt því að vekja þau í skólann. Hita veit an ákvað á 30 ára afmæli sínu þann 31. desem- ber að í tilefni tímamótanna skyldu öll grunnskólabörn á veitusvæði HS, um 9000 tals- ins, fá þessa gjöf. Þótti við hæfi að hefja yfirreiðina í Sandgerð- isskóla, þar sem Júlíus Jóns- son, forstjóri HS, sleit einmitt barnsskónum. Ellert Eiríksson, stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja, afhenti ungum Sandgerðingum klukkuna en fyrsta eintakið afhenti hann El- ínrósu Hrund Torfadóttur en hún átti 9 ára afmæli daginn eftir. 8 Árshátíð Grunnskólans í Sandgerði: Kardemommugleði Fengu vekjaraklukku frá Hitaveitunni Soffía frænka lét ræningjana fá það óþvegið

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.