Víkurfréttir - 28.04.2005, Blaðsíða 24
24 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Suðurnesjamenn fengu fjölda-
mörg verðlaun á lokahófi KKÍ
sem fór fram í Stapa í gær-
kvöldi.
Fyrst má nefna að Bryndís Guð-
mundsdóttir og Birna Valgarðs-
dóttir voru valdar í lið ársins,
en þær eru báðar úr Keflavík.
Bryndís var einnig valin bestu
ungi leikmaðurinn í 1. deild
kvenna.
Í karlaliðinu eru tveir Suður-
nesjamenn, Magnús Gunnars-
son, Keflavík, og Friðrik Stef-
ánsson úr Njarðvík. Friðrik
Bætti um betur og var með
flest varin skot allra í Inter-
sport-deildinni og var valinn
besti varnarmaður deildarinnar
fyrir vikið. Nick Bradford úr
Keflavík var með flesta stolna
bolta í Intersport-deildinni.
Reshea Bristol, sem lék með
kvennaliði Keflavíkur lungann
úr tímabilinu, var valin besti
er lendi leikmaður kvenna,
en hún var efst í þremur töl-
fræðiþáttum, 3ja stiga nýtingu,
stoðsendingum og stolnum
boltum.
Þá var Sólveig Gunnlaugs-
dóttir, fyrirliði Grindavíkur,
valin prúðasti leikmaðurinn.
Að lokum má þess geta að Sig-
mundur Herbertsson úr Njarð-
vík var valinn besti dómarinn.
Fjölmargir titlar á Suðurnesin á lokahófi KKÍ
Systkinin Aron og Sara Ómarsbörn úr Grindavík eru meðal þeirra fremstu
í motocross íþróttinni á Íslandi
eftir frábæran árangur síðustu
ár. Sumarið er komið og veðrið
upp á síðkastið hefur verið
frábært til að stunda þessa erf-
iðu íþrótt en málin standa þó
þannig í dag að lítil sem engin
aðstaða er fyrir æfingar hjá iðk-
endum íþróttarinnar og hafa
Aron og Sara fengið að kenna á
því. Víkurfréttir spjölluðu við
systkinin um aðstöðuleysið,
hvað sé framund an og um
motocross íþróttina sem hefur
verið í stöðugum uppvexti á
Íslandi.
Aðstöðuleysið erfitt
„Við erum í stökustu vand-
ræðum með æfingasvæði og við
höfum lítið sem ekkert getað
æft í ár sem er náttúrulega
frekar glatað og það dregur auð-
vitað aðeins úr okkur og eins
og málin standa í dag erum við
allsstaðar ólögleg á hjólunum,”
segja systkinin en leyfi fyrir æf-
ingum við Kleifarvatn var aftur-
kallað, þar sem ökumenn höfðu
aðstöðu til að æfa íþrótt sína
hingað til. Þá er kjörin staður
fyrir motocross hjá Sólbrekkum
en systkinin segja ekki vera fjár-
magn til að koma brautinni í
gott stand „Sólbrekkubraut er
ónothæf eins og hún er í dag
en vonandi verður bót þar á.
Brautin er til staðar í Grinda-
vík en það þarf að geta haldið
henni við og það kostar pening
og tekur tíma því það er ljóst að
það þarf jarðvinnuvélar í verk-
efnið” segja systkinin og Sara
bætir við „Við höfum verið
að halda henni þannig við að
hjólamennirnir mæta bara með
skóflu og hrífu og ein vinnuvél
með og það þarf að betla til að
fá gröfu til að koma í nokkra
klukkutíma. Þetta er í raun ekki
viðurkennd íþrótt hjá bæjarfé-
lögunum þannig að maður gerir
þetta mikið af sjálfsdáðum.” En
Sólbrekkubrautin ætti að geta
verið opin stóran part ársins ef
henni er haldið við þar sem hún
er með einn besta jarðveg fyrir
íþróttina því þar myndast ekki
drullupyttir og pollar og er hún
fljót að þorna en eins og hún er
í dag fer hún illa með hjólin og
ökumenn geta slasast illa í grjót-
inu ef þeir detta af hjólunum.
Ætla sér stóra hluti í
sumar
En systkinin láta aðstöðuleysi
ekki á sig fá og ætla sér stóra
hluti í sumar. Aron mun vera
und ir leið sögn þjálf ara frá
Bretlandi sem hefur keppt í
Heims meist ara keppni
í motocross í mörg ár og
mun þjálfa KTM sem er
liðið sem Aron keppir með.
„Tímabilið leggst mjög vel
í mig, ég held að ég eigi al-
veg góða möguleika á titli.
Síðustu tvö ár sem ég hef
verið að keppa hef ég alltaf
leitt Íslandsmótið en það
hefur alltaf eitthvað komið
fyrir. Ég var búinn að vinna
sjö af átta keppnum árið
2003 og þá bilaði hjólið og
ég missti af titlinum. Í fyrra
þá var ég búinn að vinna
tvær af fimm keppnum og hand-
leggsbrotnaði og gat ekki keppt
meira það sumarið. Ég vona að
ég nái þessu núna,” sagði Aron
sem er aðeins 17 ára gamall og á
framtíðina fyrir sér í motocross.
Sara er 21 árs og er við nám í
Háskólanum á Akureyri og
hefur því mikill tími farið í nám
og svo vinnu í sumar. „Stefnan
er að berjast í þessu í sumar, en
útaf því að ég er í Háskóla þarf
maður að vinna eins mikið og
maður getur á sumrin. Vinnan
gengur fyrir en ég ætla ekkert
að gefa stelpunum neitt eftir og
mæti í þær keppnir sem ég get.
Aðstöðuleysi og vinna veldur
því hinsvegar að ég get sennilega
lítið æft í sumar. Hér á Akureyri
er ein braut sem hefur verið í
notkun en hún er ekki tilbúin
eins og er,” sagði Sara sem varð
Íslandsmeistari kvenna á síðasta
ári og er nú í kvennaliði sem
heitir TeamNikita en stúlkum
í íþróttinni fjölgar með hverju
ári. Til að mynda voru stelpu-
námskeið í hverri viku í fyrra
þar sem 20 stúlkur hittust á hjól-
unum með þjálfara.
Smitandi sport
Aron og Sara hafa æft mikið
saman og kepptu saman í svo-
kallaðri enduro þolakstri í fyrra
þar sem spilað var í blönduðum
liðum og stóðu systkinin sig
vel og voru rétt yfir miðju af
um 300 keppendum. Í ár stefna
þau svo á að endurtaka leikinn
og ná jafnvel en betri árangri
saman. En hvernig vaknaði
áhuginn hjá þeim á sportinu?
„Ég byrjaði á reiðhjóli og svo
seinna á vélsleða og er búinn
að vera á þessu síðan. Var alltaf
á BMX sem polli og stökk á
því útum allt. Ef þú ert góður
á reiðhjóli áttu góða framtíð
fyrir þér í þessu sporti, það er
undirstaðan,” sagði Aron sem
er nýkominn með bílpróf og er
kominn með bíladellu. Áhugi
Söru smitaðist hinsvegar útfrá
Aroni og Ómari pabba þeirra.
„Ég kom ekkert nálægt þessu til
að byrja með, þeir voru búnir
að eiga hjólin í einhver tvö ár
þangað til ég fékk að prufa einu
sinni hjá pabba og þá var ekkert
aftur snúið og ég hætti ekkert
fyrr en ég var búinn að kaupa
mér hjól og tók þátt í keppni
tveimur vikum eftir það,”
segir Sara sem segist taka
pabba sinn í gegn á hjólinu
en að erfitt sé að skjóta litla
bróður ref fyrir rass.
Áhugi að utan
Motocross íþrótt in er í
stöðugum vexti og fullt af
nýju fólki er að koma inn,
bæði strákar og stelpur.
Þó vantar íþróttinni þá við-
urkenningu og umfjöllun
sem hún á skilið og sérstak-
lega hér á Suðurnesjum þar
sem Suðurnesjamenn eiga í
dag íþróttamenn í fremstu röð
í motocross á Íslandi og nægir
að nefna systkinin fræknu og
Gylfa Frey Guðmundsson frá
Reykjanesbæ. Þó virðist áhugi á
íslensku motocrossi hafa vakið
eftirtekt utan landsteina því rit-
stjóri og fleiri aðilar frá Dust
Bike, frægasta mótorhjólatíma-
rit í heimi, hafa boðað komu
sína til landsins í sumar til að
keppa á móti og skrifa um
mótið og Ísland í blaðinu og er
það stór auglýsing fyrir landið.
Systkin á fleygiferð!
���������� �� ���� ����������
�������������
������ �� ��������� �� ����� ���� ��������� ��
���������������������������������������������
�����������������������������
��������������������������������
�������������������������� ������������������
��������� ��� �������������������
��������������������������������������� ����
���������������������������� ����� ��� ����� ������
Munið
myndasöfnin
og nýjustu
úrslitin vf.is