Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.04.2005, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 28.04.2005, Blaðsíða 25
VÍKURFRÉTTIR I 17. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 28. APRÍL 2005 I 25 Vogamærin Katrín Ösp Magnúsdóttir júdó-kappi hefur verið sigur- sæl í íþróttinni og hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari unglinga. Katrín keppti í Íslandsmótinu um helgina meðal þeirra bestu og sannaði þar að hún er búin að festa sig í sessi meðal þeirra allra bestu í íþróttinni á Íslandi. Katrín lenti í 2. sæti í -63 kg flokki kvenna þar sem hún tap- aði naumlega gegn hinni reynslu- miklu Margréti Bjarnadóttur, Ármanni sem hefur verið að æfa m.a. með danska landslið- inu og var óheppin að keppa ekki úrslitaviðureign í opnum flokki kvenna við Margréti þar sem hún hefði hæglega getað unnið Gígju Guðbrandsdóttir, JR. Katrín skellti henni m.a. í golfið sem sumir vildu meina að hafi verið ippon en Katrín endaði í 3. sæti í opnum flokki kvenna. Enga að síður frábær ár- angur hjá Katrínu sem keppir á Norðurlandamóti 7. maí ásamt tveimur fé lögum sínum úr UMFÞ, þeim Sindra Snæ Helga- syni og Guðmundi Gunnarssyni sem var fjarri góðu gamni um helgina. Þá var Grindvíkingurinn Einar Jón Sveinsson öflugur í mót- inu og endaði í 3. sæti í -73 kg flokki karla og svæfði m.a. einn andstæðing sinn. Magnús Hauksson, þjálfari Katrínar segir stúlkuna vera í fantaformi um þessar mundir og hún á bara eftir að verða betri þar sem hún er aðeins 18 ára gömul og er að keppa við stúlkur allt að 10 árum eldri en hún. Það verður því gaman að fylgjast með júdóköppum frá Suðurnesjum á Norðurlanda- mótinu 7. maí næstkomandi. Katrín Ösp enn og aftur meðal þeirra bestu Johansson með Keflavík í sumar Sví inn ungi Mich ael Jo- hansson sem hefur verið til reynslu hjá Keflvíkingum síð- ustu vikuna mun spila með Keflvíkingum á komandi tímabili. Mun hann spila gegn ÍA í átta liða úrslitum Deildarbikars ins á Akra- nesvelli í kvöld. Michael er varnarmaður og getur bæði spilað sem miðvörður og bakvörður, en Keflvíkingar misstu einmitt öfluga leik- menn úr vörninni eftir síð- asta tímabil Nistroj til Grindvíkinga Grindvíkingar munu á næstu dögum ganga frá samningum við 30 ára þýskan miðjumann að nafni Robert Nistroj. Ni- stroj spilar með liði í 4. deild í Þýskalandi og kemur til Grindvíkinga eftir að þýska deildin klárast um miðjan maí. Þá eru Grindvíkingar með 22 ára gamlan sóknarmann frá Frakklandi til reynslu sem heitir Mounir Ahando- urmunu mál hans skýrast fljótlega að sögn Ingv ars Guðjónssonar, framkvæmd- arstjóra knattspyrnudeildar UMFG. Fannar Ólafs með tvöfalda tvennu Fannar Ólafsson lék vel með liði sínu ULM í 81-69 tapleik gegn Langen Giraffes í þýsku annarri deildinni á laugar- dag. Fannar var með tvöfalda tvennu í öðrum leik sínum í röð með 13 stig og 10 frá- köst. Seinasti leikur ULM er á laugardaginn næstkomandi gegn Breitengussbach. Ólafur Aron féll á lyfjaprófi Ólafur Aron Ingvason, hinn efnilegi leikmaður bikarmeist- ara Njarðvíkinga í körfuknatt- leik, féll á lyfja prófi sem tekið var eftir bikarúrslitaleik Njarðvíkinga gegn Fjölni í febrúar. Í lyfjaeftirliti greind- ist am fetamín í tveim ur sýnum jákvæð. Ákæra verður gefin út af Lyfjadómstól ÍSÍ á næstunni. Búast má við því að Ólafur fái eins árs keppn- isbann. sport M O L A R Fyrsta verk nýrr ar stjórn ar körfuknattleiksdeildar UMFG var að ráða Friðrik Inga Rún- ars son sem þjálf ara UMFG næstu þrjú árin. Nokkur nöfn voru í pottinum og voru kostir og gallar hvers metnir og á end- anum ákvað stjórn Grindavíkur að ráða Friðrik Inga Rúnarsson aftur til liðsins. Friðrik Ingi er einn sigursælasti þjálfari íslensks körfubolta og vænta Grindvík- ingar til mikils af störfum hans hjá lið inu næstu 3 árin hið minnsta. Friðrik tók sér eins árs pásu í fyrra og segir að rafhlöð- urnar sínar séu endurhlaðnar. Fyrir utan að þjálfa meistara- flokk karla þá mun Friðrik taka þátt í að byggja unglingastarfið upp og búa til góðan efnivið í Grindavík. Friðrik stjórnaði Grindvíkingum á árunum 1994- 1997 og aftur frá 2001-2004 og var í fríi á síðasta tímabili. Tóti óheppinn með meiðsli Þórarinn Kristjánsson hefur verið óheppinn með meiðsli frá því að hann kom til Aberdeen í Skotlandi og meiddist á æfingu fyrir síðustu helgi þegar hann fékk olnboga frá samherja á bringuna og bringubeinið gekk inn. Þórarinn var meiddur á ökkla í meira en sex vikur og var bú- inn að ná sér úr þeim meiðslum og skoraði m.a. sigurmark í varaliðsleik liðsins og var stuttu seinna í leikmannahópi Aber- deen. Þórarinn var ekki í leikmannahóp Aberdeen um helgina vegna meiðslanna en er vongóður um að vera tilbúinn fyrir átökin fyrir næstu helgi. Friðrik Ingi tekur við Grindavík á ný

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.