Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.06.2005, Side 25

Víkurfréttir - 09.06.2005, Side 25
VÍKURFRÉTTIR I 23. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 9. JÚNÍ 2005 I 25 Utandeildin í knatt-spyrnu er farin af stað og þetta sum- arið taka tvö lið frá Reykja- nesbæ þátt, það eru Geir- fugl arn ir og nýtt lið, FC Keppnis. Bæði liðin hafa leikið tvo leiki, FC Keppnis sigraði í sínum fyrsta leik og gerði jafntefli við Kóngana í síðasta leik. Þess má geta að milli stanganna hjá þeim var ekki ómerkari maður en Ólafur Gottskálksson, fyrrum at- vinnu- og landsliðmaður. Þeir eru með stóran og góðan hóp sem hefur leikið saman um hríð en tafla nú fram keppnisliði í fyrsta sinn. Geirfuglarnir eru í efri deild utandeildarinnar eftir fræki- lega frammistöðu í fyrra- sumar, en hafa ekki hafið leiktíðina vel og tapað báðum sínum leikjum. Þeir stefna hins vega a að styrkja sig frekar og tryggja sig um mið- bik deildarinnar. Næsti leikur þeirra er um helgina. Tvö utandeildarlið í Reykjanesbæ Sy s t k y n i n H a r a l d u r Freyr og Bryndís Guð-mundsbörn standa svo sannarlega í stórræðum þessa dagana, en Bryndís var í silfur- liði Íslands í körfuknattleik á Smáþjóðaleikunum á meðan Haraldur lék sinn fyrsta lands- leik á móti Ungverjalandi um helgina. Víkurfréttir litu inn hjá Guð- mundi Sig hvats syni, föð ur þeirra, og og spurðum hvað þyrfti til að ala upp íþróttafólk í fremstu röð. Metnaður skiptir máli „ Þ a u h a f a b æ ð i metnað fyrir því sem þau gera og vilja til að ná langt,” segir Guð- mundur sem sjálfur þótti liðtækur knatt- spyrnumaður á sínum tíma. Metn að ur inn virðiast vera að skila sér því Haraldur er nú at- vinnu- maður í Noregi og Bryndís er ein efnilegasta körfuknattleiks- kona landsins. Möguleikar körfuboltakrakka til að komast í atvinnumennsku eru mun minni en í fótbolt- anum og snýst útrás þeirra að- allega um að komast í nám til Banda ríkj anna, en að sögn Guð- mund ar hef ur skóli nokkur í Texas sýnt Bryn- dísi áhuga ásamt stöllum hennar Maríu Ben Er- lings dót ur og Helenu Sverris- dóttur. Þ a u h a f a stundað íþróttir frá unga aldri þar sem Har ald ur æfðí fót bolta frá blautu barnsbeini, en Bryndís hóf hins vegar sinn feril í sundi áður en hún færði sig yfir í körf- una 12 ára gömul. Yngri systir þeirra, Íris, er einmitt efnileg sundkona og í afrekshópi ÍRB þannig að fjöskyldan á ef til vill eftir að fá enn einn toppíþrótta- mann á landsvísu. Erfiðara að fylgjast með körfunni Guð mund ur hef ur s tut t börn sín með ráðum og dáð í gegnum árin og seg ist hafa gaman af því að fylgjast með leikjum hjá krökkunum. „Það er samt erfiðara að fylgjast með Bryndísi í körfunni því spennan er svo mikil. Oft þoli ég ekki við og þarf að kíkja í kaffi til Nonna í Íþróttahúsinu, sérstak- lega ef lítið er eftir og spennan í hámarki. Það er þannig séð auðveldara að fylgjast með fót- boltanum því þar eru hlutirnir lengur að gerast,” segir Guð- mundur að lokum og brosir. Landsliðspabbinn í Keflavík -Guðmundur Sighvatsson á tvö börn í landsliðum Íslands Íþróttir eru stór hluti af heimlislífinu hjá fjölskyldu Guðmundar. Tvö eldri börn hans eru í fremstu röð í fótbolta og körfubolta. Erla Þor steins dót ir og Erla Reynisdóttir munu að öllum líkindum ekki leika með kvennaliði Grinda- víkur á komandi leiktíð. Þær gengu til liðs við Grindavík fyrir réttu ári og léku stórt hlut- verk í silfurliði ársins í deild og bikar. Í samtali við Víkurfréttir sagði Erla Reynisdóttir að framhaldið væri óákveðið hjá henni þar sem hún væri ekki einu sinni ákveðin í að halda áfram að spila næsta vetur. „Ég tek þá ákvörðun í haust og ef ég finn löngunina aftur kem ég til baka. Ég veit hins vegar ekki hvar ég mun leika ef svo verður.” Erla bætti því við að veturinn með Grindavík hafi verið erfiður en lærdómsríkur. Árangurinn hafi í sjálfu sér ekki verið slæmur en miklar væntingar hafi verið gerðar. Enn á eftir að ganga frá þjálfara- málum kvennaliðsinsfyrir næsta ár, en Henning Henningsson, sem þjálfaði liðið síðasta vetur, kemur til greina sem og aðrir. Darrel Lew is mun e k k i l e i k a m e ð körfuknattleiksliði Grindavíkur næsta vetur, en hann hefur verið í þeirra herbúðum síðustu þrjú ár. Lewis fékk íslenskan ríkis- borgararétt fyrr á þessu ári og hefur heyrst að hann sé að leita fyrir sér á erlendum vettvangi, en íslensk lið hafa einnig sýnt honum áhuga. Brotthvarfa hans er mikil blóðtaka fyrir Grindavík, en þeir segjast þó ekki láta deig an síga og hyggj ast styrkja hópinn fyrir næsta vetur. Guðlaugur Eyjólfsson hefur m.a. snúið aftur eftir að hafa hætt að leika með liðinu á miðri leiktíð í fyrra. Lewis ekki með Grindavík næsta vetur Óvissa með Erlurnar Sport@vf.is Zeyer kominn til Grindavíkur Þjóðverjinn Michael Z e y e r v e r ð u r í l e i k m a n n a h ó p i Grindvíkinga í næsta leik. Leikmaðurinn er hokinn af reynslu, meðal annars með þýsku stórl iðunum Stuttgart og Leverkusen og á eftir að styrkja hóp Grindavíkur verulega fyrir átökin sem eru framundan í Landsbankadeild karla. M ynd/AalesundFK

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.