Víkurfréttir - 30.06.2005, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
�����������
�
�����
�������������� ��� ��� ��
���������������
�������������
�����������������������
�������
Reynir Katrínarson er þekktur undir ýmsum nöfnum. Hann er mynd-
listarmaður, spámaður og heil-
ari svo eitthvað sé nefnt. Hann
hef ur enn frem ur ver ið að
byggja upp námskeið í heilun
en starfsferill hans sem heilari
nær aftur til ársins 1988.
Reynir byrjar heilun á samtali,
þaðan er farið yfir áruna með
klappsteinum en þeir eru not-
aðir til að fá meiri virkni í áruna
og svo sjá megi í hverju þurfi
að vinna. Líkaminn er síðan
jafnaður út með því að sækja í
upplýsingar úr ýmsum áttum.
Einstaklingurinn sem er í heilun
er virkur þáttakandi og miðlar
af upplifun sinni til heilarans.
Reynir hefur unnið að sköpun
heilunar námskeiða síðan 1991.
„Ég hef verið að setja saman
pakka sem kallast Frigg-heilun.
Þetta byrjaði á því að ég var að
kenna nudd svo þróaðist þetta
meira út í heilun. Nú er ég að
kenna námskeið í heilun, hér í
Sandgerði, Noregi og New Mex-
ico,” sagði Reynir. Í Noregi hefur
hann verið með helgarnámskeið
og fer hann svo utan til áfram-
haldandi kennslu. Þá hafa Norð-
menn sótt í að koma hingað til
lands og læra heilun.
Fyrir um ári setti Reynir upp
heilunarskóla, með Ragnhildi
Sigurðardóttur, nú búsettri í
Noregi og Runólfi Sveinssyni,
sem er búsettur á Hellu, sem
nefnist Hvít við bláinn. Þar er
meðal annars lögð áhersla á að
kenna slökunarnudd, miðlun,
hugleiðslu, þrýstipunkta, að við-
bættum gyðjunum.
„Ég býð upp á kennslu í litlum
hópum, um 4 til 8 manns í
hverj um hópi. Fólk ið sjálft
getur valið um lengd námskeið-
anna. En þau eru allt frá því að
vera dagsnámskeið, yfir helgi
eða lengri námskeið. Vinahópar
koma stundum saman eða þá
að ég raða manneskjum saman í
hópa,” segir Reynir og bætir við
að aðstaða til kennslu sé mjög
góð.
Reyni er ýmislegt til lista lagt,
fyrr á árinu var sett upp verk
eft ir hann í New Mex ico.
Verkið fjallar um ljóð hans um
sextán gyðjur og kenndi hann
dönsurum hreyfingar hverrar
gyðju. Háskólinn á svæðinu
skipulagði tónlistina á sýning-
unni enda sérhæfir hann sig í
slíku námi. „Vonandi kemur
þessi sýning hingað í sumar en
það er ekkert ákveðið,” segir
Reynir.
Þess má geta að Reynir hefur út-
búið aðstöðu sína svo að hann
hefur myndlist sína uppi og er
öllum velkomið að koma við
og skoða. Þó er mælt með því
að hringja í síma 8612004 áður
þar sem rýmið er einnig notað
undir aðra starfsemi.
margret@vf.is
Kennir heilun, miðlun og hugleiðslu
Fyrir utan störf sín í sem
heilari og spámaður er
Reynir einnig afkastamikill
listamaður. Hér er hann fyrir
framan eitt verka sinna.
��������
����������������������������������
��������������������������������
���������
�������������������������
���� ����������������������������.
Listamaðurinn Reynir Katrínar:
�������������������������������
���������������������������
����������������������������
������������������
����������������������������������������
Til leigu