Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.06.2005, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 30.06.2005, Blaðsíða 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Útgefandi: Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamenn: Auglýsingadeild: Útlit, umbrot og prentvistun: Hönnunardeild Víkurfrétta: Prentvinnsla: Dagleg stafræn útgáfa: Skrifstofa Víkurfrétta: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is, postur@vf.is Þorgils Jónsson, sími 421 0003, gilsi@vf.is, sport8vf.is Margrét Engilberts, sími 421 0004, margret@vf.is Atli Már Gylfason, sími 421 0014, atli@vf.is Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Jón Björn Ólafsson, sími 421 0001, jbo@vf.is Víkurfréttir ehf. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 421 0005, kolla@vf.is Anita Hafdís Björnsdóttir, s: 421 0013, anita@vf.is Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0006, steini@vf.is Prentsmiðjan Oddi hf. www.vf.is og vikurfrettir.is Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 1010, aldis@vf.is RITSTJÓRN VÍKURFRÉTTA Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15 Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. Fréttavakt allan sólarhringinn er í síma 898 2222 FRÉTTASÍMINN SÓLARHRINGSVAKT 898 2222 Vals fimmtud ags EFTIR VAL KETILSSON Kallinn á kassanum Í ljósi umræðna í fjölmiðlum um að Heilbrigð-isstofnun Suðurnesja hafi farið fram úr fjárlögum, eftir útgáfu greinargerðar Ríkis- endurskoðunar um framkvæmd fjárlaga hefur Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sent frá sér frétta- tilkynningu. Í henni segir meðal annars: „Þann 1. júní 2004 samþykkti heilbrigðisráðherra framtíðarsýn HSS til 7 ára. Í henni er staðfest að HSS skuli sjá um alla heilsugæsluþjónustu og almenna sjúkrahús- þjónustu, það er skurðlækningar, lyflækningar, öldrunarþjónustu, endurhæfingu og fæðingahjálp. Í framtíðarsýn HSS er jafnframt tekið tillit til þess mikla uppbyggingastarfs sem fara þarf fram á innviðum stofnunarinnar svo framtíðarsýnin megi ganga eftir.“ Þá er sagt frá því að á síðastliðnum tveimur árum hefur starfsemi HSS því verið endurskipulögð og lögð hefur verið áhersla á að byggja upp aftur heilsugæsluþjónustuna í kjölfar þeirra erfiðleika sem brotthvarf heilsugæslulækna á árinu 2002 ollu. Á sama tíma hefur verið unnið að innleið- ingu nýs fjárhags-, bókhalds- og innkaupakerfis. Aðgangur að upplýsingum til ákvörðunartöku hefur því stórbatnað. Þennan tíma hefur heilbrigð- isráðherra reglulega verið upplýstur um gang mála. Ef starfsemistölur eru skoðaðar má sjá að upp- byggingin er að skila árangri. Á árunum 2003 og 2004 fjölgaði innlögnum sjúklinga um 60%, legudögum hefur fjölgað um 40%, komum á heilsugæslu hefur fjölgað um 40% og fjöldi bráða- koma 30%. Á næstu mánuðum verður árskýrslan fyrir árið 2004 tilbúin og þá getur almenningur fylgst með starfseminni. Hægt verður að nálgast hana á heimasíðunni, www.hss.is. Uppbygging skilar árangri HSS svarar gagnrýni: Íbúar Reykjanesbæjar og Gr i n d a v í k u r g e t a n ú horft á sjónvarp í gegnum ADSL-tengingu hjá Símanum. Síminn hóf í fyrra sjónvarps- útsendingar í gegnum ADSL á 10 stöðum á landsbyggðinni en innan tíðar munu slíkar út- sendingar ná til flestra staða á suð-vestur horninu. Til að byrja með verða 10 sjón- varpsstöðvar í boði en strax með haustinu verður unnt að horfa á allt að 60 sjónvarpsrásir gegnum ADSL. Að auki verður veitt gagnvirk þjónusta, sem er eins konar rafræn myndbanda- leiga, og er það algjör nýjung á íslenskum sjónvarpsmarkaði. Þessi byltingarkennda þjónusta Símans var í upphafi boðin á 10 þéttbýlisstöðum en nær nú til 50 bæjarfélaga um land allt og verður sífellt umfangsmeiri. Víða um land eru allt að 70% þeirra sem hafa ADSL-tengingu áskrifendur að sjónvarpsþjón- ustunni, enda myndgæðin mun meiri en fólk á að venjast og úr- val sjónvarpsstöðva mun meira. Þess má geta að með haustinu verður í boði sérstök rás sem mun sýna frá enska boltanum og verður hægt að sýna fjóra leiki samtímis á mismunandi rásum. Með þessari tækni eiga við- skiptavinir okkar kost á mun meiri gagnvirkni en áður hefur þekkst hér á landi. Nú í haust er ætlunin að fara af stað með „myndbandaleigu” í sjónvarp- inu. Áhorfendur geta þá farið inn í valmynd á skjánum og valið úr hundruðum kvikmynda og þátta. Við gerum ráð fyrir því að verð fyrir kvikmynd sem pöntuð er sérstaklega úr gagn- virku myndbandaleigunni, verði svipað því sem gengur og gerist á myndbandaleigum. Hægt er að panta þjónustuna á vefnum okkar, www.siminn. is/sjonvarp. Það er mjög ein- falt að tengjast þjónustunni því starfsmenn Símans koma heim til viðskiptavina og setja upp nýjan þráðlausan búnað fyrir ADSL kerfið og stafrænan myndlykil. Annað þarf ekki til þess að unnt sé að horfa á sjón- varp í bestu mögulegu mynd- og hljóðgæðum. Þess má geta að uppsetningin er án viðbótar- kostnaðar. Hægt er að panta þjónustuna á vefnum okkar, www.siminn. is/sjonvarp. Það er mjög ein- falt að tengjast þjónustunni því starfsmenn Símans koma heim til viðskiptavina og setja upp nýjan þráðlausan búnað fyrir ADSL kerfið og stafrænan myndlykil. Annað þarf ekki til þess að unnt sé að horfa á sjón- varp í bestu mögulegu mynd- og hljóðgæðum. Þess má geta að uppsetningin er án viðbótar- kostnaðar. Eva Magnúsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Símans Bjóða íbúum Suðurnesja sjónvarp gegnum ADSL Fjögur tilboð bárust Ríkiskaupum í rekstur mötuneytis grunnskóla Reykjanesbæjar og tilboði í hádegismáltíðir til aldraðra og öryrkja. Það voru fyrirtækin Matarlyst Atlanta ehf., Sláturfélag Suður- lands, HH veitingar ehf. og Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli ehf. Um þessar mundir er unnið að úrvinnslu tilboða hjá Ríkis- kaupum og er sá ferill tveggja til sex vikna langur. Heimilt var að bjóða í einstaka hluta úboðsins, þ.e. að bjóða í einstaka skóla eða fleiri og sérstaklega í máltíðir fyrir aldraða. Einnig var heim- ilt að bjóða afslátt af einingarverði ef að boðið var í fleiri en einn hluta útboðsins. Ríkiskaup sér einnig um útboð vegna mötuneytis Fjölbrauta- skóla Suðurnesja og ræstinga í skólanum en svarfrestur hefur runnið út í báðum útboðunum. Ekki hefur ennþá verið gefið út hverjir eða hve margir buðu í það. Fjögur tilboð í rekstur mötuneytis grunnskóla Maður var farinn að halda að Kallinn væri fastur oní Kassanum... MUNDI Mundi KALLINN ER SPENNTUR fyrir því að fá „Skítuga Harry“ til landsins og dregur það ekki í efa að fyrirætlaðar kvikmyndatökur verði Íslendingum til framdráttar. Náttúruverndarsinnar mega malda í móinn en Kallinum sýnist að búið sé að tryggja að náttúruspjöllum verði haldið í algjöru lágmarki og blæs því á svartsýnisraddir. Sandvík er Kallinum hugfólgin enda hefur hann átt þar margar sælustundir og því ötull talsmaður þess að meira verði gert úr svæðinu en áður. Einmitt það sem kvikmyndin „Flags of our Fathers“ mun gera fyrir Sandvíkina. KALLINN HEFUR verið duglegur að fara á leiki í fótboltanum og finnst alltaf gaman, sérstaklega ef vel gengur eins og núna. Það er samt fáránlegt og í raun óþolandi að sjá fullorðið fólk sem getur ekki látið tvo tíma líða í góðum félagsskap án þess að kveikja sér í lík- kistunagla og púa. Kallinn veit um hvað málið snýst því hann stund- aði sjálfur þennan ósið fyir margt löngu og veit að það deyr enginn þó hann skilji pakkann eftir heima. KALLINN ER ÁNÆGÐUR með það að spjallþræðir séu komnir í gang að nýju á vef Víkurfrétta. Ekki er nú umræðan upp á marga fiska en inn á milli detta beittir pungar sem gaman er að lesa. Ekki hefur Kallinn látið verða að því að taka þátt í spjallinu en er sammála mörgu sem þarna hefur verið sagt og einnig gjörsamlega ósammála öðru. Þetta er sem sagt eins og þetta á að vera. Það nýjasta á spjallinu sem Kallinn fylgist spenntur með eru „uppljóstranir“ aðila sem kallar sig PAO og fjalla um framtíð Varnarliðsins. KALLINN ER BÚINN með sitt sumarfrí og ætlar því að skrifa ferskur í blaðið í allt sumar, svo framarlega sem ritstjórinn hendir ekki út pistlinum fyrir auglýsingar, sem hefur gerst annað slagið. Kveðja, kallinn@vf.is pistlar Vals eru líka á vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.