Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.06.2005, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 30.06.2005, Blaðsíða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Fjölbrautaskóli Suðurnesja: Brotist var inn í bifreið af gerðinni Pontiac GRAND AM sem stóð á bryggjunni í Sandgerði ein- hvern tímann fyrir 17. júní síðastliðinn. Um stórþjófnað var að ræða þar sem ýmsum búnaði var stolið sem er að verðmæti 300 þúsund krónur auk skemmda á bifreiðinni sem eru á hálfa milljón. Tekinn var skjár, kassettu- tæki, tónjafnari, geislaspilari, 4 rása 1200 watta magnari, tveir 300 watta hátalarar, tveir 400 watta hátalarar ásamt tveimur rafmagnsgeymum. Þeir sem eitthvað vita um þetta innbrot eða geta gefið upplýsingar um grunsam- legar mannaferðir á bryggj- unni eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Lög- regluna í Keflavík. Einn var fluttur á Heil-brigð is stofn un Suð-ur nesj a (HSS) eft ir tveggja bíla árekstur á gatna- mótum Faxabrautar og Skóla- vegar, laust fyrir klukkan 19 á mánudag. Aðrir voru fluttir til aðhlynningar, upp á HSS að skýrslutöku lokinni og fengu svo að fara heim. Að sögn lögreglu virðist sem ökumaður Nissan bifreiðarinnar hafi ætlað að taka framúr Benz bifreiðinni en lenti í stað þess á afturenda bílsins. Nissanbíllinn lenti í nærliggjandi garði en að sögn húseiganda voru heimilis- menn innanhúss þegar slysið varð. Töluvert sér á bílunum og telja má öruggt, með að skoða fram- rúðu Nissan bifreiðarinnar, að farþegi í bílnum af gerðinni Nissan hafi ekki verið í bílbelti. Stjórþjófnaður í Sandgerði Alls sóttu 235 nýnemar um skólavist í Fjöl-brautaskóla Suðurnesja. Að sögn Krist-jáns Ásmundssonar er vonast til að allir nemendur fái inngöngu í skólann. „Þetta er allt spurning um ígildi sem skólinn fær greitt fyrir frá ríkinu. En skólinn er með ígildi fyrir um 810 nemendur.“ Ekki þýðir það að pláss sé fyrir 810 nemendur en ígildið er reiknað út frá heildar einingafjölda allra nemenda skólans sem er svo deilt á meðal eininga- fjölda nemenda. „Fjölbrautaskólinn hefur pláss fyrir þessa nemendur en með nýnemum eru þeir orðnir yfir 1000. Þetta er allt spurning um hversu marga við fáum að taka inn.“ „Það eru nýnemarnir sem ganga fyrir en þeir sem eru eldri og hafa áður sótt um skólavist en snúist hugur um að stunda nám lenda aftar í röðinni,“ sagði Kristján og bætti við að í fyrra hafi lang- flestir fengið inngöngu í skólann og því líklegt að sama væri upp á teningnum núna. Í landsfréttum hefur komið fram að allir nýnemar muni fá inngöngu í framhaldsskólum landsins, þó að hlutfall þeirra sem sækja um nám væri hærra en áður. Í fyrra biðu nýnemar í óvissu um skóla- vist langt fram á sumarið en vonast er til að sú bið styttist með tilkomu nýja innritunarkerfisins sem fjölbrautaskólar nota. margret@vf.is Vonast til að allir nýnemar fái inngöngu Einn á HSS eftir bílslys Tvær bifreiðar skullu saman á Reykjanes-brautinni síðdegis á föstudaginn en enginn slas- aðist. Áreksturinn varð við ytri enda tvöföldunar Reykja- nesbrautar en tvennt var í hvorum bílnum. Bif reið- arnar skullu saman þegar önnur bifreiðin ætlaði að skipta um akrein. Mik il mildi er að ekki fór verr því báðar bifreiðarnar enduðu á tengingunni á milli akrein- anna. Litlu munaði að önnur bifreiðin hafnaði á umferð úr gangstæðri átt. Árekstur á Brautinni FRÉTTASÍMINN SÓLARHRINGSVAKT 898 2222

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.