Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.06.2005, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 30.06.2005, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR I 26. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 30. JÚNÍ 2005 I 17 Guðmundur J. Guðmundsson og Fríða Rögnvaldsdóttir sigr-uðu á Georg V. Hannah móti Golfklúbbs Suðurnesja sem haldið var í síðustu viku. Í öðru sæti hjá körlum var Guðlaugur H. Guðlaugsson sem er sem stendur efstur í stigamóti GS. Eygló Geirdal lék kvenna best á mótinu með 42 punkta, en þar sem hún og fjölskylda hennar voru styrktaraðilar mótsins gaf hún sigurinn eftir. Úrslit á Georg V. Hannah mótinu Víðir og GG áttust v ið í g r annaslag top p l i ð a n n a í 3 . deild A á þriðjudag. Liðin voru efst og jöfn að stigum fyrir leikinn og líka eftir hann því leikurinn endaði 3-3. VF-mynd/HRÓS Tímabilið í Landsbankadeild kvenna er nú hálfnað og eru Keflavíkurstúlkur í 5. sæti. Fyrsta tímabilið í efstu deild hefur gengið upp og ofan og hafa unist sigrar gegn neðri liðunum en efstu 4 liðin hafa sýnt að þau eru í sérflokki. Keflvíkingar hafa þó unnið tvo síðustu leiki sína sannfærandi, 5-2 gegn Stjörnunni og 5-0 gegn ÍA og segir Ásdís Þorgilsdóttir, þjálfari, að nú sé liði loks að ná að sýna sitt rétta andlit. „Ég vona að nú séum við loks að ná að leika eftir getu. Við erum búnar að æfa vel saman og höfum sýnt að undanförnu að við getum gert hvað sem er. Við erum enn á uppleið og þetta lítur vel út hjá okkur.” Ásdís bætti því við að þær ætluðu að leggja allt í að sækja stig í næstu leikjum til að forðast að lenda í fallbaráttu í lokaleikjunum þar sem þá verða nokkrir lykilmenn haldnir utan til að leika með liðum í Bandaríkjunum. Reyn ir/Víð ir gerði á dögunum góða ferð í Borgarnes á KB banka mótið sem haldið er ár hvert. Alls sendi Reynir/Víðir átta lið í fjórum flokkum til þátt- töku í mótinu. Varð 6. flokkur félagsins í fyrsta sæti í A-riðli. Reynir/Víðir sendi eingöngu drengjalið í mótið að þessu sinni. 7. flokkur A-liða fagnaði sigri í mótinu í sínum aldurshóp en annars varð hlutskipti Reynis/ Víðis eftirfarandi: 7. flokkur C-liða hafnaði í 2. sæti. 5. flokkur A-liða hafnaði í 3. sæti 5. flokkur B- liða (B1) hafnaði í 2. sæti. 4. flokkur A-liða hafnaði í 2. sæti á markahlutfalli. Samstarf Reynis/Víðis hefur skilað frábærum árangri síðast- liðið ár og er félagið nú einnig komið í samstarf við Grindavík en yngri flokkar þessara félaga leika sam an í kvennaknatt- spyrnu. GRV er heitið á félaginu sem teflir stúlkunum fram en þær munu keppa á Símamótinu í Kópavogi um miðjan júlí. GRV mun senda stúlknalið á Síma- mótið í 7., 6., 5., og 4. flokki kvenna. Reynir/Víðir á KB-banka móti Jafnt í toppslag grannliða hjá KeflavíkurstúlkumAllt á u ppleið Þrír sundmenn úr ÍRB fara með ÍSÍ til keppni í sundi á Ólympíudögum Evrópu- æskunnar nk. laugardag. Það eru þau Davíð Hildi- berg Aðalsteinsson 100 og 200m baksund, Hafdís Ósk Pétursdóttir 100 og 200m flugsund, og Guðni Emils- son 100 og 200m bringu- sund og 200 og 400m fjór- sund. Ólympíudagar Evrópuæsk- unnar eru alltaf haldnir annað hvert ár og undan- farið hefur ÍRB átt stóran hlut þeirra sundmanna sem keppt hafa á þessu móti. 3 ÍRB-liðar á ÓL Æskunnar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.