Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.06.2005, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 30.06.2005, Blaðsíða 1
�������������������������������� �������������������������� ����������������������������������������������������������� ��������������������� �������� Vikurfrettir_HEKLU_borði_fin2.FH11 Tue Apr 05 14:42:09 2005 Page 1 Composite C M Y CM MY CY CMY K 26. tölublað • 26. árgangur Fimmtudaguri nn 30. júní 20 05 90,1% Suðurnesjamanna lesa Víkurfréttir vikulega AÐSETUR: GRUNDARVEGUR 23 • 2. HÆÐ • 260 REYKJANESBÆR • SÍMI 421 0000 • WWW.VF.IS • FRÉTTAVAKT: 898 2222 FLUGHERINN AÐ TAKA VIÐ Ný matvöruverlsun mun opna í Njarðvík á morgun, föstudag, þegar verslunin Kostur opnar þar sem Fíabúð var áður. Undanfarið hafa staðið yfir miklar breytingar á húsnæði verslunarinnar og sagðist Rúnar Lúðvíksson, verslunarmaður, bjartsýnn á hverfisverslunina. Kostur opnar í Njarðvík - á morgun Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli: Byggðasafnið á Garðskaga opnar formlega í nýju safnahúsi nk. sunnudag, 3. júlí. Þá opnar einnig nýr útsýnis- og veitingastaður á Garðskaga, Flösin, sem verður opinn alla daga kl. 13 - 24. Þar eru í boði léttar veitingar og hægt að njóta útsýnis á Garðskaga. Byggðasafnið er opið kl. 13-17 alla daga og á sama tíma er hægt að fara upp í Garðskagavita á sama tíma. Aðalsmerki safnsins á Garðskaga er vélasafn Guðna Ingimundarsonar, sem er stórmerkilegt, en Guðni hefur síðustu ár gert upp fjölda véla úr bátum og öðrum farartækjum. Þá verður einnig á safninu elsti bátur Íslands. Sjón er hins vegar sögu ríkari og því vert að kíkja í safnið á Garðskaga næsta sunnudag eða einhvern annan dag í sumar. Myndin er úr safninu þar sem unnið er að undirbúningi sýningar og því „allt í drasli“ eins og sjá má á myndinni. Það sem sumir telja drasl, finnst öðrum vera safngripir og þeir eru margir ómetanlegir á safninu í Garði. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson Fróðlegt og skemmtilegt safn opnar á Garðskaga Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Víkur-frétta mun flugherinn taka við rekstri her-stöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli 1. október á næsta ári og er undirbúningsvinna vegna þess í fullum gangi hjá hernum. Flugherinn mun byrja hægt og rólega að taka við verkefnum frá 1. október á þessu ári til 30. september á næsta ári. Til marks um þessa yfirtöku er flugher- inn nú þegar farinn að ræða olíusamninga og deildir innan hersins eru farnar að skoða það sem þarf að lagfæra og endurnýja á herstöðinni fyrir flugherinn. Þau verkefni sem flugherinn mun taka við frá með 1. október á þessu ári eru t.d. samningar við hin ýmsu fyrirtæki og má þar nefna ÍAV, Keflavíkurverktaka og olíufélögin. Samkvæmt sömu heimildum er nú verið að kanna hversu mikið fjármagn þarf til þess að vera með fjórar þotur á Íslandi allan ársins hring en hingað til hafa þoturnar ekki haft fasta viðveru hér á landi. Þoturnar munu koma frá flugvelli breska flughersins RAF sem staðsettur er í Lakenheath í Englandi en þar er stærsti floti F-15 þotna í Evrópu. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta hafa komið hingað menn frá flughernum til að kanna aðstæður og það staðfestir Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Bandaríkjahers, í samtali við Víkurfréttir í dag. „ Það gefur augaleið að úr því að þessi lausn hafi verið í deiglunni á undanförnu þá hafi komið hingað aðilar frá Flughernum til að kanna aðstæður ef að til þess kæmi að þeim yrði falið að taka við rekstrinum.”

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.