Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.09.2005, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 15.09.2005, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Útgefandi: Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamenn: Auglýsingadeild: Útlit, umbrot og prentvistun: Hönnunardeild Víkurfrétta: Prentvinnsla: Dagleg stafræn útgáfa: Skrifstofa Víkurfrétta: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is, postur@vf.is Þorgils Jónsson, sími 421 0003, gilsi@vf.is, sport@vf.is Atli Már Gylfason, sími 421 0014, atli@vf.is Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Jón Björn Ólafsson, sími 421 0001, jbo@vf.is Víkurfréttir ehf. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 421 0005, kolla@vf.is Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0006, steini@vf.is Prentsmiðjan Oddi hf. www.vf.is og www.vikurfrettir.is Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15 Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. Fréttavakt allan sólarhringinn er í síma 898 2222 RITSTJÓRN VÍKURFRÉTTA Kallinn á kassanum Ríkisstjórnin kom færandi hendi til Suðurnesja með Símafé: C M Y CM MY CY CMY K Samhæfni dc 7110.ai 6/29/05 1:32:16 PM Sam tals verð ur 1.600 milljónum króna af sölu-verðmæti Símans varið til að ljúka tvöföldun Reykja- nesbrautar. Símaféð kemur fyrst til ráðstöfunar árið 2007 þegar 700 milljónir koma til verksins, árið 2008 koma 600 milljónir og árið 2009 verður síðustu 300 milljónunum varið til verksins. Þá eru ótaldar 983 milljónir króna sem koma til verksins á árunum 2006-2008. Á síðasta ári var lokið við fyrsta áfanga breikkunar Reykjanes- brautar milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar úr tveimur í fjórar akreinar. Þessi fyrsti áfangi er um 12 km. frá Hvassa- hrauni suður á Strandaheiði. Því sem eftir er af verkinu er unnt að skipta í þrjá áfanga, þ.e. Hafnarfjörður (Kaldárselsvegur) - Krýsuvíkurvegur, Krýsuvíkur- vegur - Hvassahraun og Stranda- heiði - Reykjanesbær (Víkna- vegur). Í gildandi vegaáætlun eru fjárveit ingar á árunum 2006-2008, samtals 983 m.kr. og hefur verið við það miðað að sú upphæð verði notuð í síðast talda kaflann. Kostnaðaráætlun fyrir það verk er um 2.000 m.kr. þannig að um 1.000 m.kr. af þeim 1.600 m.kr. sem hér eru ætlaðar til Reykjanesbrautar þarf til að ljúka kaflanum. Í veg- áætluninni er einnig gert ráð fyrir fjárveitingu til að gera mis- læg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar en með 600 m.kr. viðbót verður unnt að ráðast í breikkun vegarins milli Kaldárselsvegar og Krýsu- víkurvegar. Við það er miðað að þessum tveimur áföngum af þremur sem eftir eru verði lokið árið 2009, segir á vef Forsætis- ráðuneytisins. Þá var jafnframt tilkynnt í dag að 400 milljónum verði varið til Suðurstrandarvegar á árunum 2008 til 2009 eða 200 milljónum króna hvort ár. Nú þeg ar úr val af ís-lensku grænmeti er í hámarki, þá fer Solla kennd við Grænan kost af stað með sitt vinsæla námskeið í Sandgerðisbæ næstkomandi sunnudag 18. september. Ef þú vilt fá innblástur í eigin eldamennsku, gera hana holl- ari, þá er Solla frábær kennari fyrir þig. Þetta námskeið hefur hjálpað fólki virkilega að lífga upp á matarræðið og bæta það. Við sem borðum kjöt, kjúkling og fisk fáum hér hugmyndir að alls konar hollum hliðardiskum sem gera m tinn meira spenn- andi. Þeir sem vilja læra meira um grænmetisfæðu hitta hér al- gjöran sérfræðing í þannig mat- reiðslu. Solla útbýr máltíð á nám- skeiðinu handa þátttakendum sem þeir snæða í lokin. Á meðan Solla útbýr matinn þá fræðir hún þig og gefur þér ótalmargar hugmyndir til að koma þér af stað þegar heim er komið. Nám- skeið þetta er unnið í samvinnu við heilsudeild Samkaupa en þar er úrvalið mjög gott, einnig í glútenlausum matvörum. Solla mun einmitt kenna þér að velja og kaupa heilsuvörur, hún fjallar t.d. um skaðleg efni í kryddi eins og MSG. Skráning er hafin í síma 848 5366. 1.600 milljónir til tvöföldunar Brautarinnar til viðbótar við milljarð á vegaáætlun Grænmetisnámskeið með Sollu Púlsinn, ævintýrahús í Sandgerði: KALLINN LÝSIR FURÐU SINNI á Hitaveitu Suð- urnesja hf. gagnvart nauðsynlegum endurbótum á neysluvatnsmálum í Höfnum. Neysluhæft fersk- vatn er ein af frumþörfum og forsenda búsetu. Stjórnendur HS hafa lengi vitað af slæmu og versnandi neysluvatni í Höfnum, en hafa beðið um frest til ársins 2007 til að hefja framkvæmdir. Kallinn veit til þess að íbúar í Höfnum eru að skrifa Umhverfisstofnun bréf vegna málsins. Kall- inn hefur eitt slíkt undir höndum og er algerlega sammála því að íbúar þessa litla samfélags eru sniðgengnir. Í EINU BRÉFANNA til Umhverfisstofnunar segir: „Við Hafnabúar áttum þessa vatnsveitu skuld- lausa og í lagi þegar sveitarfélagið sameinaðist í Reykjanesbæ 1994. Síðan þá hefur viðhaldi verið lítið sinnt og rannsóknir á vegum sveitarfélags- ins á gæðum vatnsins hafa ekki farið fram þrátt fyrir kvartanir. Sem sagt: Endurbætur hafa ekki verið sem skyldi - hvorki á vegum Reykjanes- bæjar né HS. Þá ber einnig að hafa í huga að HS hefur engan kostnað borið af þessari vatnsveitu í Höfnum fyrir eða eftir að það tók við henni 2003 - nema hann hafi verið ,,framleiddur” í bókhaldi. Með tilliti til þess að uppspretta framtíðartekna HS er í gamla Hafnahreppi (Reykjanesvirkjun) og að þetta veitufyrirtæki er ekki á nástrái fjárhags- lega finnst mér [bréfritara. innsk. Kallsins] maka- laus viðbrögð þess við bréfi Umhverfisstofnunar, þ.e. að biðja um frest til ársins 2007 í stað þess að hefja framkvæmdir án tafar, lýsa einstökum ómyndarskap, roluhætti og hroka stjórnenda þess. En því er við þessa athugasemd mína að bæta að sem Hafnabúi átti ég ekki von á neinum tilþrifum af hálfu Reykjanesbæjar né HS þótt neysluvatnið væri hér bæði bragðvont og mengað og selt sama verði og nothæft neysluvatn í Keflavík - og mun því áfram verða að sækja mitt drykkjavatn til ann- arra vatnsveitna”. Undir þetta ritar svo bæjarbúi í Höfnum. KALLINN GETUR ENGAN VEGINN SKILIÐ það af hverju það þarf að draga það til ársins 2007 að hefja endurbætur í vatnsmálum Hafna. Kallinum barst í hendur brúsi með kranavatni úr þorpinu og annan eins viðbjóð hefur Kallinn vart sett inn fyrir sínar varir í langa tíð. Kallinum datt helst í hug að hann væri að drekka sjó! Krana- vatnið í Höfnum er ódrekkandi og fyrir hönd íbúa í Höfnum krefst Kallinn úrbóta strax. MEÐ BRIMSALTRI kveðju, kallinn@vf.is Eru Hafnamenn að drekka sjó?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.