Víkurfréttir - 29.09.2005, Blaðsíða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
MND félagið fær góðan stuðning á Suðurnesjum
�������������������������������������
��������������������������������������������
���������������������������������
�����������������������������
�����������
�������������
������������������
��
�����������������
���
������������
�
�
�
Kæru konur. Nú er að hefjast vetrarstarf Kven-félags Keflavíkur 3.okt.
Kvenfélagið hefur starfað í
rúm 60 ár og látið margt gott
af sér leiða, mig langar aðeins
til þess að segja ykkur hvað
við ger um þann tíma sem
Kvenfélagið starfar.
Alltaf eru fundir 1. mánudag
í hverjum mánuði nema jan-
úar þá er frí, en svo er í febr-
úar og aðalfundur í mars, þá
er kosið til formanns til tveggja
ára, gjaldkera og ritara og fjórir
eru í meðstjórn. Þá er ferða- og
fjáröflunarnefnd, líknarnefnd,
skemmtinefnd fyrir fundi og
jólakortanefnd. Við höfum alltaf
kaffisölu á 17. júní og er hún
vel sótt, það er alltaf kosin kona
sem skipuleggur það kaffi og
velur með sér konur til aðstoðar.
Eins er hið vinsæla aðventukaffi
aldraðra sem verður fjölsóttara
með hverju árinu sem líður. Við
fáum alltaf listakonu til þess að
gera mynd á jólakortið okkar.
Við höfum verið svo heppnar að
listakonur hér í bæ eru á hverju
strái svo við höfum ekki þurft
að leita út fyrir bæinn okkar.
Við reynum að fara í leikhús
einu sinni að vetri. Í desember
höfum við jólafund með öllu
tilheyrandi. Maífundur sem er
hattafundur mætum við allar
með hatta, borðum góðan mat
og skemmtum okkur. Svo er
farið í óvissuferð og reynt að
hafa þá ferð í kringum 19.júní
og er sú ferð mjög svo vinsæl.
Einu sinni til þrisvar á vetri
fáum við til okkar fyrirlesara
með fróðlegt efni, oft erum við
með ýmiskonar námskeið, s.s
bútasaum og föndurnámskeið
og fleira.
Síðasta verkefni okkar í vor
var að búa til tíu dúkkur fyrir
unicef og verða þær seldar og
rennur ágóði þeirrar sölu til fá-
tækra barna í Afríku. Þau eru
afar mörg þau málefni sem Kven-
félagið hefur látið til sín taka
í gegnum árin, má þar nefna
að við höfum stutt afar vel við
bak sjúkrahússins og ekki hefur
kirkjan orðið útundan fyrir utan
alla þá styrki og smærri gjafir
sem við gefum ár hvert, líknar-
sjóður úthlutar fyrir hver jól
styrkjum til þeirra sem á þurfa
að halda.
Eitt er það sem okkur vantar
í þetta félag eru ungar konur,
sem gætu komið með nýjar hug-
myndir og ferskan anda í kvenfé-
lagið, og miðlað okkur þessum
eldri af því sem þið haf ið í
farteskinu, já ungar konur er
það sem okkur vantar. Hver ein-
asta kona sem starfað hefur í
Kvenfélaginu getur verið stolt af
því sem á hefur unnist. Hvet ég
konur í Reykjanesbæ til þess að
koma á fund, kynna sér starfið
rabbað við öndvegis konur sem
hafa haldið þessu félagi uppi í
gegnum árin. Kvenfélagið í
Garðabæ og Kvenfélagið í Garði
eru afar virk félög og eru þau
full af ungum konum.
Ég hef spurt marg ar ung ar
konur af hverju ekki að koma
og vera í kvenfélagi, fæ ég alltaf
sama svarið, æ ég nenni ekki
alltaf að vera að baka, ég veit
ekki hver hefur komið þessu
bakstursorði á kvenfélögin en
það er af og frá að þar séu rekin
bakarí.
Fyrsti fundur í haust er 3. okt
klukkan 20:30 í Rauða kross-
húsinu að Iðavöllum. Konur á
öllum aldri komið og kynnið
ykkur það sem við erum að
gera og ætlum að gera í vetur.
Hlakka til að sjá ykkur allar og
vera með ykkur í vetur í leik og
starfi. Velkomnar.
fh stjórnar Kvenfé-
lags Keflavíkur
Helga Valdimarsdóttir.
MND félagið hélt í víking til Danmerkur dagana 18. til 22. september sl. Farið var til Korsör þar sem stofnað var nor-
rænt félag MND sjúklinga og aðstandenda. Í
för voru sjúklingar, aðstandendur og sérfræð-
ingar af Landspítala. Í förinni voru 25 karlar og
konur, þar af 6 sjúklingar.
Ferðin var möguleg með styrkjum frá félögum
og einstaklingum sem styrkt hafa MND félagið af
miklum rausnarskap. Samkaup lætur sitt ekki eftir
liggja, þegar þeir sem minna meiga sín, eiga í hlut
og því afhenti Guðjón Stefánsson, framkvæmda-
stjóri Samkaupa, nafna sínum Sigurðssyni, for-
manni MND félagsins á Íslandi, 100.000 krónur
til fararinnar. Guðjón Sigurðsson sagði stuðning
Samkaupa mikilvægan, en fjárveitingin átti að
duga til að greiða rútuferðir í Danmörku og til að
greiða fyrir a.m.k. eina máltíð fyrir allan hópinn.
Kvenfélag Keflavíkur
Vetrarstarfið að hefjast
Samkaup styður MND félagið á Íslandi
Guðjón Sigurðsson tekur við 100.000 króna styrk frá nafna sínum Stefánssyni,
framkvæmdastjóra Samkaupa.
Auglýsingasíminnvirka daga kl. 9-17
421 0000