Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.09.2005, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 29.09.2005, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Útgefandi: Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamenn: Auglýsingadeild: Útlit, umbrot og prentvistun: Hönnunardeild Víkurfrétta: Prentvinnsla: Dagleg stafræn útgáfa: Skrifstofa Víkurfrétta: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is, postur@vf.is Þorgils Jónsson, sími 421 0003, gilsi@vf.is, sport@vf.is Atli Már Gylfason, sími 421 0014, atli@vf.is Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Jón Björn Ólafsson, sími 421 0001, jbo@vf.is Víkurfréttir ehf. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 421 0005, kolla@vf.is Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0006, steini@vf.is Prentsmiðjan Oddi hf. www.vf.is og www.vikurfrettir.is Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15 Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. Fréttavakt allan sólarhringinn er í síma 898 2222 RITSTJÓRN VÍKURFRÉTTA Kallinn á kassanum C M Y CM MY CY CMY K Samhæfni.ai 9/21/05 1:42:24 PM Velkomin í Sveitarfélagið Reykjanes ÞAÐ KOM AÐ ÞVÍ að sameiningarumræðan fór af stað, enda orðið stutt til kosninga um samein- ingu sveitarfélaganna Reykjanesbæjar, Sandgerð- isbæjar og Sveitarfélagsins Garðs. Það er broslegt að sjá það hvernig andstæðingar sameiningar hafa engin rök fyrir málflutningi sínum, nema að vísa til gamallar sögu og vísa í einhver gömul gildi. KALLINN VAR TIL SJÓS í gamla daga með skipsstjóranum Ásgeiri Hjálmarssyni, þó svo það hafi verið í mjög stuttan tíma. Kallinn var alltaf svo sjóveikur, þannig að sú atvinna vék fyrir starfi á Vellinum forðum daga. Nú heldur Ásgeir utan um sögu Garðsins í glæsilegu byggðasafni á Garð- skaga og hann ritar grein á vef Víkurfrétta í síð- ustu viku þar sem hann ræðir sameiningarmálin. Safnstjóranum af Garðskaga er tíðrætt um söguna, eins og hún verði tekin af fólki við sameiningu. Svo verður ekki. Sveitarfélagið Garður er glænýtt sveitarfélag, byggt gömlum grunni Gerðahrepps, sem stofnaður var 1908. Það eru ekki mörg ár síðan Kallinn las viðtal við Sigurð Jónsson, núver- andi bæjarstjóra í Garði, þar sem hann sagði að það væri betra að vera stór á meðal hreppa en lítill á meðal bæjarfélaga. Nú er Garðurinn ekki lengur stór hreppur, heldur lítill bær. Væri þá ekki betra að vera stór á meðal bæja og sameinast í nýtt sveit- arfélag með Reykjanesbæ og Sandgerði? Þarna væru Garðmenn ekki að fórna neinum gömlum gildum, enda búnir að loka sögunni um Gerða- hrepp og nýbyrjaðir að skrifa sögu bæjarfélags. KALLINN LAS ÞAÐ einnig í grein Ásgeirs að frá árinu 2000 hafi verið úthlutað 200 íbúðarlóðum í Garðinum. Íbúum hefur fjölgað. Kallinn veit það að íbúðir fyrir eldra fólk eru þarna stór póstur og skipta tugum og það eru ekki mörg ár síðan stöðnun var á byggingamarkaði í sveitarfélaginu. Þá lætur nærri að 10% íbúa í Garði séu erlent farandverkafólk, sem vonandi er að festa rætur í Garðinum sem og annars staðar, því ekki veitir af fjölbreytni í menningu og mannlíf lítilla sveit- arfélaga. ÁSGEIR SEGIR í grein sinni: „Garðmenn hafa alla tíð verið sjálfstæðir og hafa haft metnað fyrir því að standa á eigin fótum“. Kallinn lagðist í svolitla söguskoðun vegna þessa. Garðmenn hafa verið háðir öðrum sveitarfélögum um hafnarað- stöðu svo áratugum skiptir. Sundkennsla skóla- barna fór fram bæði í Njarðvík og Sandgerði þar til fyrir fáum árum. Garðmenn hafa notið góðs af samstarfi sveitarfélaganna á Suðurnesjum, sem kostað er af Reykjanesbæ af 3/4 hlutum. Þá segir Ásgeir: “Ég velti því mikið fyrir mér þessa dagana, hvort þessi uppbygging haldi áfram í Garðinum ef af sameiningu við önnur sveitafélög verður að ræða, ég fyrir mína parta efast um það“. Af hverju ætti uppbyggingin ekki að halda áfram? Sami söngur heyrðist úr Njarðvík og sérstaklega Innri Njarðvík fyrir síðustu sameiningarkosningar fyrir rúmum áratug. Sjáum hvað er að gerast í Innri Njarðvík í dag. Hverfið er að verða svo stórt að gamlir Keflvíkingar hafa nú áhyggjur af því að Njarðvík sé að verða stærri en Keflavík. Ásgeir segir: “Samstarf við nágrannasveitafélögin hefur verið með miklum ágætum í ára tugi, og getur vel verið það áfram um ókomin ár“. ÞARNA VARÐ KALLINUM LJÓST að Ásgeir yrði ánægður í sameinuðu sveitarfélagi, enda sam- starfið með ágætum og því ætti það ekki að verða svoleiðis áfram þegar Garðmenn hafa áhrif á það hverjir skipa bæjarstjórn í nýju sameinuðu sveit- arfélagi. Í hvað eru menn að halda í sveitarfé- lagi eins og Garði? Húsnæði bæjarskrifstofunnar eða skemmuna sem hýsir áhaldahúsið? Skólinn verður áfram til staðar, samkomuhúsið, byggða- safnið og sólsetrið á Garðskaga. Hvað gæti breyst? Stórt og öflugt sveitarfélag hefur alla burði til að halda áfram uppbyggingu í Garðinum. Í stað þess að þróa byggðina áfram upp á Vogastapa, þá mætti vel fjölga íbúum í Garðinum um 500-1000 á stuttum tíma. Iðnaður sem í dag á heima í Helgu- vík gæti allt eins verið staðsettur í iðnaðarsvæði í Garði og lengi mætti telja. KALLINN GÆTI vel tekið saman sama pakka fyrir íbúa í Sandgerði. Kallinn lætur nú staðar numið að sinni og segir fullum fetum að samein- ing sveitarfélaga er vænlegur kostur? Og hvað á sveitarfélagið að heita? Það hefur hvergi verið sagt að það eigi að heita áfram Reykjanesbær að lokinni sameiningu. Sveitarfélagið Reykjanes skal það heita. ENDILEGA sendið Kallinum línu á kallinn@vf.is Auglýsingasíminn virka daga kl. 9-17 421 0000 90,1% lesa Víkur- fréttir í hverri viku!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.