Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.09.2005, Blaðsíða 29

Víkurfréttir - 29.09.2005, Blaðsíða 29
VÍKURFRÉTTIR I 39. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 29. SEPTEMBER 2005 I 29 Einu sinni var Sara ung og saklaus. Núna er hún hvorugt. Þessi elska varð 30 ára í gær 28. sept. Hún tekur á móti hörðum pökkum og blautum kossum á skemmtistaðnum Lukku Láka í Grindavík alla helgina. Afmæliskveðja frá Lufsunum. Átt þú erfitt með að tjá þig í hóp? Langar þig oft til að segja eitthvað en kemur þér ekki að því? Ef svo er þá er ITC rétti staður- inn fyrir þig. ITC Íris kynnir deildarstarfið mánudaginn þann 3. október kl. 20:00 í Helluhrauni 22. Fundur- inn er öllum opinn. ITC er fé lags skap ur sem býður upp á sjálfsnám og sjálf- styrkingu, t.d þjálfun í ræðu- mennsku, fund ar sköp um, nefndarstörfum, mannlegum samskiptum og fleira. Með félagslegum samskiptum gefst tækifæri til áframhaldandi náms og þroska með ástundum og æfingum. Samvirkir þættir, hæfni til samskipta og gildi þess að tala til þess að fá aðra til að hlusta og að hlusta á aðra er und- irstikað með námi, þjálfun og æfingum. Þegar félagi hagnýtir sér hverja reynslu til þroska þá kemur brátt að því, að þjálfunin nýtist í kringumstæðum sem oft koma fyrir í daglegu lífi. Þú getur fengið nánari upplýs- ingar hjá Hafdísi í síma 8686799 eða kíkt á heimasíðuna www. simnet.is/itc/iris SRFS Þessir miðlar starfa í októ-ber hjá Sálarrannsóknar-félagi Suðurnesja: Guð- rún Hjörleifsdóttir- væntanleg í október, Skúli Loranzson mið- vikudaginn 5. október - Lára Halla Snæfells fimmtudaginn 6. og föstudaginn 7. október. Elsku pabbi, afi og tengdó. Innilega til hamingju með 50 árin í dag. Knús og kossar. Anna Steinunn og Óli, Helga, Steinar og Jónas, Egill. Elsku Thelma Dís! Innilega til hamingju með 7 ára afmælið á morgun. Mamma,Pabbi og Andri Fannar. Í októ ber mán uði verð -u r v a k i n a t h y g l i á b r j ó s t a k r a b b a m e i n i hér á landi, sjötta árið í röð. Þetta er hluti af alþjóðlegu árveknisátaki, að frumkvæði Estée Lauder, en bleik slaufa er al þjóð legt tákn átaks- ins. Ár hvert greinast 160- 170 ís lensk ar kon ur með brjóstakrabba mein. Sjö til átta af hverjum tíu konum geta vænst þess að læknast. Hér á landi eru konur á aldr- inum 40-69 ára boðaðar til brjóstakrabba meins leit ar á tveggja ára fresti. Konur eru hvattar til að nýta sér boð um brjóstamyndatöku, því röntgenmyndataka er ör- uggasta aðferðin til að finna krabbamein í brjóstum á byrj- unarstigi. Konur eru einnig hvattar til að skoða og þreifa brjóst sín reglu lega. Þær finna hvað hefur breyst frá síðustu skoðun og mikilvægt er að leita læknis ef einhver breyting finnst. Rétt er þó að hafa í huga að flestir hnútar í brjóstum eru góðkynja. Þann 1. októ ber kl. 19.30 verður Bergið í Reykjanesbæ lýst upp í bleikum lit á vegum Krabbameinsfélags Suðurnesja og Reykjanesbæjar til að minna á átakið. Til styrktar átakinu á landsvísu verða til sölu langermabolir í versluninni B-YOUNG að Lauga- vegi 83, Reykjavík. Allur ágóði af sölu bolanna muni renna til rannsókna á brjóstakrabba- meini hér á landi. Minnt er á póstþjónustu verslunarinnar. Bleikar slaufur verða til sölu á útsölustöðum Estée Lauder og í versluninni Koda Hafnargötu 15 í Reykjanesbæ. Ágóði af sölu slaufanna rennur til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabba- meini. Sturtuspjald með leiðbeiningum um sjálfskoðun brjósta fæst gef- ins á skrifstofu Krabbameins- félags Suðurnesja að Smiðju- völlum 8 í Reykjanesbæ. Skrif- stofan er opin kl. 13.00-17.00 á miðvikudögum og kl. 9.00- 13.00 á fimmtudögum. Ýmsar gagnlegar upplýsingar um brjóstakrabbamein og ár- veknisátakið má finna á vefnum krabb.is og bleikaslaufan.is Krabbameinsfélag Suðurnesja Strákurinn 40 ára Gísli Hlynur Jóhannsson býður vinum og vandamönnum í afmæli sitt laugardaginn 1. október n.k. í Samkomu- húsinu í Sandgerði. Gleðin hefst kl. 19:30 og stendur fram eftir nóttu. Októbermánuður helg- aður brjóstakrabbameini - Bergið bleikt Kynningarfundur á starfi ITC Írisar Töluverð breyting hefur orðið á hreppsnefnd Vatnsleysustrandar- hrepps. Fulltrúar H-listans, þeir Birgir Þórarinsson og Kristinn Guðbjartsson, hafa óskað eftir leyfi fráhrepps- nefnd vegna náms erlendis. Í stað þeirra koma Hanna Helgadóttir ogSigurður Krist- insson ný inn í hreppsnefnd. Staðan í Vogum er því mjög merkileg og er Jón Gunnars- son oddviti þar einn eftir af þeim hreppsnefndarfulltrúum sem kosn ir voru til setu í hreppsnefnd Vatnsleysustrand- arhrepps við síðustu sveitar- stjórnarkosningar. Jón Gunnarsson einn eftir í hreppsnefnd Voga

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.