Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.11.2005, Side 6

Víkurfréttir - 03.11.2005, Side 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Sandgerðisbær fékk út-hlut að 140 tonn um af byggðakvóta sem sjávar- útvegsráðuneytið úthlutaði á dögunum, sem er 5 tonnum minna en bærinn fékk úthlutað í fyrra. Sigurður Valur Ásbjarn- arson, bæjarstjóri í Sandgerði, segist ánægður með úthlutun- ina og reiknar með að um 20 sæki um að þessu sinni, sem er svipað og var í fyrra, en um- sóknarfrestur rennur út 31. október. Hann segir þetta í fjórða skipti sem sérstök stjórn úthlutar byggðakvótanum í Sandgerði. „Að þessu verkefni koma útgerð- araðilar báta sem skráðir eru í Sandgerði og fiskvinnslur sem eru með lögheimili í sveitarfé- laginu. Það er skilyrði í úthlut- uninni á byggðakvótanum að aflanum sé landað í Sandgerðis- höfn,” segir Sigurður. Hann segir að með tilkomu byggðakvótans hafi umsvif Sand- gerðishafnar aukist til muna. Rekstur hafnarinnar gengur nú betur en undanfarin ár og hefur tekist að snúa 26 milljóna króna taprekstri niður á núllið. Hann segir fá byggðafélög hafa misst eins miklar aflaheimildir frá sér og Sandgerðisbær gerði á sínum tíma þegar kvótakerf- inu var komið á. „Hér í bænum voru aflaheimildir upp á um 11 þúsund tonna þegar best lét, en fór síðan niður í 400 tonn. Við erum aðeins að rétta okkur hlut aftur og erum nú með um 1.800 tonna kvóta,” sagði Sigurður Valur. Hann sagði að íbú um hafi fjölgað í Sandgerði um rúmlega 100 manns og væru bæjarbúar nú komnir í 1.507 talsins, en voru 1.400 um síðustu áramót. „Hér í Sandgerði hefur aldrei verið neitt atvinnuleysi sem orð er á gerandi og njótum við góðs af nærveru okkar við höfuðborg- arsvæðið og Keflavíkurflugvöll í þeim efnum. Frá því að við misstum mestan hluta kvótans hefur verið sérstak átak hér í gangi í atvinnumálum og hefur það skilað góðum árangri,” sagði bæjarstjórinn. Sigurður Valur er ánægður með þá uppbyggingu sem á sér stað í Sandgerði og hann segir að það sé mikill áhugi fyrir lóðum og í ár hafi 137 lóðum verið út- hlutað. Ástæðuna segir hann helst vera þá að í Sandgerði séu stofngjöld húsnæðis með því lægsta sem gerist á landinu. Sandgerði: Félags eldri borgara er á sunnudaginn kemur, 6. nóvember. Guðsþjónusta kl. 11, prestur séra Sigfús Baldvin Ingvason. Eldey, kór eldri borgara leiðir söng ásamt barnakór Keflavíkurkirkju, organisti er Hákon Leifsson. Barnastarf á sama tíma.Veitingar að lokinni messu. Eldri borgarar á Suðurnesjum fjölmennum til messu á sunnudaginn! Kirkjudagur Félag eldri borgara á Suðurnesjum. Keflavíkurkirkja. Keflavíkurkirkja „Umsvif Sandgerðishafnar aukast til muna með tilkomu byggðakvóta“ Dreng ur sem var að renna sér á s leða í brekku við smábáta- höfnina í Keflavík, féll í smá- báta höfn ina í Gróf. Hann náði að synda yfir að smábáta- bryggju og ná þar landi. Drengurinn, Dagur Barkarson, hafði verið að renna sér á snjó- sleða í brekku sunnan við Bakka- veg ásamt félaga sínum, Vigni Blæ Sigurðarsyni, en ekki náð að stöðva sleðann áður en hann kom að varnargarði fyrir smá- bátahöfnina og lenti í sjónum. Lög regla og sjúkra lið voru kölluð til en áður en þau komu á vettvang höfðu nærstaddir ekið drengnum heim þar sem hann var kominn í heitt bað. Drengur hafnaði í sjónum eftir sleða- ferð á Berginu Daglegar fréttir: www.vf.is

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.