Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.11.2005, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 03.11.2005, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR I 44. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 3. NÓVEMBER 2005 I 11 Suð ur flug var val ið úr hópi bjóðenda í rekstur flugstöðvar varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli og af- greiðslu á herflugvélum sem um völlinn fara. Útboð vegna þessa samnings fór fram fyrr á þessu ári og lauk nú í október. Suðurflug mun taka við rekstri flugafgreiðslunnar fyrsta desem- ber n.k. Ljóst er að með þessum samningi við Flugher Banda- ríkjanna hefur starfsemi Suður- flugs tekið mikla sveiflu uppá við og sett merki sitt efst í röð flugafgreiðslufyrirtækja á Kefla- víkurflugvelli. Starfsfólki Suðurflugs kemur til með að fjölga verulega við þetta nýja verkefni. „Suðurflug hefur undanfarin rúm sex ár starfrækt almenna flugafgreiðslu í flugstöð sinni (Terminal 2) á Keflavíkurflug- velli. Fyrr var Suðurflug með flugkennslu og leiguflug en fyrir rúmum sex árum var tekin ný stefna við rekstur félagsins og hefur Suðurflug haslað sér völl sem ein fremsta flugagreiðslan á Keflavíkurflugvelli. Viðskiptavinir Suðurflugs eru jafnt smáir sem stórir aðilar í flugrekstri víða um heim. Aðal umfangið tengist svo kall- aðri „General Aviation“ flug- afgreiðslu, almennt flug utan venjulegs hefðbundins áætlunar- flugs, en lýkur samt ekki þar. Suðurflug hefur tekið að sér af- greiðslu stórra farþegavéla, nú síðast Boeing 767 sem fór fimm sinnum um Keflavíkurflugvöll í þessum mánuði svo og af- greiðsla á fraktflutningavélum”, segir Johan D. Jónsson, mark- aðsstjóri Suðurflugs í samtali við Víkurfréttir. Varnarliðið semur við Suðurflug: Starfsfólki fjölgar verulega Daglegar fréttir: www.vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.