Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.09.2006, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 28.09.2006, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 39. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR Starfsmenn Varnarliðsins: Atvinnuástand hefur verið nokkuð stöðugt yfir sumarmánuðina, þrátt fyr ir að einn stærsti vinnu stað ur inn á Suð ur- nesjum, varnarstöðin á Kefla- víkurflugvelli, hafi sagt upp öllu sínu starfsfólki. Þar eru nú 120 manns sem eiga aðeins örfáa daga eftir af uppsagnar- frestinum. Staða þessa fólks er að hluta til í nokkurri óvissu, sérstaklega eldri starfsmann- anna. Nú í byrjun vikunnar voru 204 einstaklingar skráðir atvinnu- laus ir á Suð ur nesj um, 142 konur og 62 karlar. Meðalfjöldi atvinnulausra í júlí var 1,9% eða 176 einstaklingar. Atvinnuleysið mældist mest í janúar þegar 222 einstaklingar voru skráðir at- vinnulausir. „Sumarið er yfirleitt besti tíminn á vinnumarkaði en svo kemur alltaf þetta árstíðabundna at- vinnuleysi seint á haustin. Burt- séð frá þessum árstíðabundnu sveiflum má segja að atvinnuá- stand hafi verið nokkuð stöðugt síðustu tvö árin,“ sagði Ketill G. Jósefsson, forstöðumaður Svæð- isvinnumiðlunar Suðurnesja, í samtali við VF. Ketill segir yfirleitt dauflegra um að litast á atvinnumarkaði á þessum tíma árs og þess vegna sé einhverju leyti erfiðara um vik að finna ný störf. Sumt af því fólki sem nú er að klára uppsagnarfrestinn hafi ekki að neinu að hverfa. „Reykjanesbær hefur komið vel inn í þetta mál ásamt stéttarfé- lögunum og reynt hefur verið að finna störf hjá bænum, þó ekki sé nema tímabundið til að brúa bilið á meðan fólk er að svipast um eftir öðru. Þá er verið að tala um 3-6 mánaða ráðningasamninga í ýmsum til- fallandi störfum sem oft vantar mannafla til að sinna,“ segir Ketill. Aðspurður um stöðu starfs- manna VL segir Ketill mesta áhyggjuefnið hversu stór hluti þeirra séu eldri starfs menn með fulla starfsorku og reynt verði að greiða úr málum þeirra eftir því sem tök eru á. Þó svo framboð á störfum sé nægjan- legt í sumum atvinnugreinum er ekki allt sem hentar þessum aldurshópi. Helstu úrræði sem munu standa atvinnuleitendum til boða nú á haustdögum eru í formi námskeiða. „Ég get nú ekki sagt annað en að ég sé bjartsýnn en mér finnst að stjórnvöld mættu sýna þessu svæði aðeins meiri áhuga. Mér finnst óskaplega lítið hafa komið frá þeim, þó svo að við heimamenn sem stöndum sjálfir í framlínunni höfum verið að velta ýmsum hugmyndum upp á borðið. Hins vegar hefur ýmis- legt verið tekið til baka af þeim fyrirheitum sem voru gefin í vor, t.d. varðandi flutning Land- helgisgæslunnar til Suðurnesja. Mér finnst stærstu fjölmiðlar hingað til ekki hafa sýnt þessu máli mikinn áhuga. Það væri t.d. ekki úr vegi að taka viðtöl við það fólk sem vann á varnar- svæðinu og leyfa okkur hinum að heyra þeirra sjónarmið en í staðinn er verið að fjalla um dauða hluti eða kakkalakka,“ segir Ketill. Út séð er með að ís-lensk ir starfs menn Varnarliðsins fái starfs- lokasaminga. Á meðal þeirra hefur verið óánægja með að íslenska samninganefndin hafi ekki beitt sér fyrir því í við- ræðunum um viðskilnað VL að gerðir yrðu starfslokasamn- ingar við þá. Sá orðrómur hefur verið á kreiki að Varnarliðið hafi verið búið að áætla ákveðna fjárhæð í starfs- lokasaminga en starfsmanna- haldið hafi sett sig upp á móti því og stöðvað málið. Utanrík- isráðuneytið mun hafa kannað málið og komist að því að þessi orðrómur átti ekki við rök að styðjast. Stóð aldrei til að gera starfslokasamninga „Við í sam ráðs nefnd inni óskuðum eftir því við Utanríkis- ráðuneytið að kannað yrði hvort þessi orðrómur ætti við rök að styðjast, sem það og gerði. Nið- urstaðan varð sú að Varnarliðið hafi ekki áætlað neina fjármuni í starfslokasamninga umfram það sem kjarasamningar segja til um. Samkvæmt þessu virðist þessi orðrómur ekki á rökum reistur og yfirvöld hafa jafnframt vísað því að bug að það taki að sér að gera þessa starfslokasaminga. Geir Haarde gaf það skýrt í skyn á starfsmannafundinum í Fjöl- brautaskólanum fyrir kosning- arnar í vor,“ sagði Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunar- mannafélags Suðurnesja, í sam- tali við VF en hann á sæti fyrir hönd félagsins í samráðsnefnd- inni sem í sitja fulltrúar sveit- arstjórna og ríkisvaldsins og skipuð var í vor þegar ljóst var að Varnarliðið ætlaði af landi brott. Útistandandi launakröfur verða greiddar Kristján Gunnarsson, formaður VSFK, segir að fulltrúi ríkisins í samráðsnefndinni muni hafa látið í það skína að möguleiki væri á starfslokagreiðslum í ein- hverri mynd en síðar hafi því verið algjörlega hafnað af hálfu Banda ríkja manna sem hafi talið sig vera að greiða meira en þeim bar skylda til að gera, sam- kvæmt samningum. „Starfsmannahaldið hefur ein- faldlega ekkert um þetta að segja lengur en hins vegar voru þeir að fá samþykki fyrir því frá yfirstjórn fjármála hersins að greiða upp allar útistandandi launakröfur. Í því felst meðal annars 2% starfsmenntagjald sem við höfðum verið að eltast við, kauphækkanir sem vantaði hjá sumum vegna sveitarstjórn- arsamninganna, 15 þúsund króna júlí-hækkunin og ýmis- legt fleira sem við höfum verið að ýta á eftir. Þeir eru búnir að samþykka að greiða allar slíkar kröfur en aðrar greiðslur virð- ast ekki hafa verið í farvatninu í viðræðum samninganefnda ríkj- anna um við viðskilnað Varnar- liðsins. Ég hélt reyndar að þær viðræður hefðu átt að snúast um hvað þeir áttu að greiða okkur Ís- lendingum en ekki öfugt,“ sagði Kristján Gunnarsson. Atvinnuástand helst nokkuð stöðugt þrátt fyrir brotthvarf Varnarliðsins Útséð með starfslokasamninga -þrálátur orðrómur kveðinn niður þess efnis að starfsmannahald VL hafi stöðvað málið. FRÉTTASÍMINN SÓLARHRINGSVAKT 898 2222

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.