Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.09.2006, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 28.09.2006, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 28. SEPTEMBER 2006 23STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í vetur var bryddað upp á þeirri nýbreytni í skól-an um að kenna stað- bundna ferðamálafræði sem valgrein í 9. og 10. bekk. Nem- endur í valinu að þessu sinni eru 15 talsins. Markmið þessarar fræðslu er að unglingarnir kynnist Reykja- nesskag an um með nýj um hætti. Kennslan fer fram bæði í skólanum með fyrirlestrum, rannsóknarvinnu nemendanna sjálfra og vettvangsferðum. Nú þegar hefur verið farin ein vettvangsferð. Farin var hring- ferð um Reykjanesið og komið við í öllum byggðarlögum. Þar var saga byggðarlaga rakin í stórum dráttum og sagt frá því markverðasta á hverjum stað svo sem kirkjum, þjóðsögum, söfnum, orku og atvinnu- háttum. Þessi ferð gekk með afbrigðum vel og nemendur nýttu hana eins og kostur var. Því miður gafst ekki tími til safnaskoðunar að þessu sinni, en verður vonandi síðar. Ferðamálasamtök Suðurnesja buðu nemendum í ferðina og áður en lagt var af stað ræddi Krist ján Páls son formaður samtakanna við nemendur í ör- stutta stund til þess m.a. að upp- lýsa þá um mikilvægi þekkingar á því svæði sem þeir búa á. Þess má geta að Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa komið upp af- bragðsgóðum vef á netinu með fjölbreyttum upplýsingum sem nemendur geta nýtt sér. Í framhaldi af þessu verða fyr- irlestrar svo sem um gróður, dýralíf, veðurfar og annað sem nauðsynlegt er að kynnast á svæðinu. Nemendur afla síðan frekari upplýsinga á netinu og með lestri bóka um svæðið. Þegar líður að lokum þessarar annar verður farin önnur ferð þar sem nemendur skipta með sér leið- sögn og koma þá á framfæri þeim upplýsingum sem þau hafa aflað sér. Þau flytja einnig fyrirlestur um tiltekna þætti í skólanum. Framtíðarmöguleikar þessa svæðis skipta miklu máli og því er nauðsynlegt að nemendur velti fyrir sér hvaða möguleika svæðið hefur og hvernig hægt er að nýta þá sem allra best. Martha Ó. Jensdóttir Staðbundin ferðamálafræði í Heiðarskóla Ókeypis fyrirlestrar í Íþróttakademíunni Námskeið Nuddnámskeið Örfá sæti laus Námskeið fyrir byrjendur. Markmiðið er að þátttakendur öðlist næga grunnþekkingu til að nudda heilt nudd af öryggi og geti meðal annars létt á vöðvaspennu í öxlum og hnakka. Kennari Ragnar Sigurðsson Föstudaginn 29. september kl. 19.00 til 22.00, laugardaginn 30. september 10.00 til 15.00 og sunnudaginn 1. október kl. 10.00 til 15.00 (3 skipti) Skráning á akademian.is og í síma 420 5500 Fyrirlestur Lífsleikni – Verum sterk! Ókeypis aðgangur Fjallað verður um hvaða aðferðir við getum notað til þess að öðlast sjálfsöryggi og skapa það líf sem við viljum lifa. Fyrirlesari Marta Eiríksdóttir Þriðjudaginn 3. október kl. 20.00 til 22.00 Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir. VF-mynd: JBO FRÉTTASÍMINN SÓLARHRINGSVAKT 898 2222 Íþróttaakademían í Reykja-nesbæ mun bjóða bæj-ar bú um uppá ókeyp is fyr ir lestra tengda heilsu í húskynnum sínum í vetur fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði og hefst fyrirlestrar- öðin þriðjudaginn 3. október. Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, verkefnastjóri hjá Íþróttaakdem- íunni, segir fyrirlestrana innlegg Íþróttaakademíunnar í heilsuefl- ingu á Suðurnesjum. Fyrirlestr- arnir eru fyrir alla aldurshópa og eins og áður segir verður frítt á fyrirlestrana,“sagði Gunn- hildur. Marta Eiríksdóttir ríður á vaðið næst komandi þriðju- dag klukkan 20-22 og nefnist erindi hennar Lífsleikni-Verum sterk! Meðal annarra fyrirlesara í vetur verða Hildur Guðmunds- dóttir frá Yggdrasil, Guðjón Bergmann, Haraldur Magnús- son, Oesópati og Inga Kristjáns- dóttir, næringarþerapisti. „Með því að bjóða upp á fyrirlestrana ókeypis erum við að veita öllum tækifæri til að öðlast meiri þekk- ingu um heilsu og von andi tileinka sér hollari lífshætti. Margir líta á Íþróttaakademí- una eingöngu sem skóla en við stefnum að því og viljum einnig vera fræðslumiðstöð,“ sagði Gunnhildur. Allt að 80 manns geta sótt hvern fyrirlestur í vetur og verða þeir haldnir í fyrirlestr- arsal Akademíunnar. Sjá nánar á heimasíðu Íþróttaakademí- unnar, www.akademian.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.