Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.09.2006, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 28.09.2006, Blaðsíða 9
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 28. SEPTEMBER 2006 9STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Til vandræða horfir á Heilbrigðisstofnun Suð-urnesja vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og getur jafnvel farið svo að loka þurfi endurhæfingardeild og D-álmu. Að hluta til skapast þessar aðstæður vegna þess að fimm hjúkrunarfræðingar eru á leið í barnsburðarleyfi á sama tíma og ekki hefur tekist að manna stöðurnar. „Vissulega sjáum við fram á erfiðleika við að manna stöður hjúkrunarfræðinganna sérstak- lega. Ef til þess kemur að loka þurfi þessum deildum vegna manneklu verður það vonandi tímabundið í stuttan tíma. Hins vegar er rétt að taka fram að það er ekkert búið að ákveða endan- lega í þessum efnum, við erum að skoða þetta þessa dagana,“ sagði Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSS, í sam- tali við VF. Starfs fólk HSS mun fyr ir nokkru hafa sent stjórninni bréf þar sem bent var á það mikil- væga starf sem fram færi á um- ræddum deildum. Sigríður segir engan vafa leika á því að þarna sé unnið gott starf en það þurfi eftir sem áður að vera til staðar starfsfólk til að sinna því. „Spurningin er hvort við ráðum við að halda þessum deildum opnum með ekki fleiri hjúkrun- arfræðinga en við höfum núna. Við höfum verið tiltölulega vel sett með mannahald fram til þessa, miðað við hvað margar aðrar heilbrigðisstofnanir hafa þurft að glíma við. En það hlaut að koma að því að við lentum í vandræði og kannski gerði hún útslagið, þessi mikla frjósemi á staðnum,“ sagði Sigríður. Hugsanleg lokun HSS á deildum vegna manneklu Heilbrigðisstofnun Suðurnesja: Reynir Katrínarson verður með myndlistasýningu í Byggðasafn-inu í Garði en sýningin verður opnuð sunnudaginn 1. október næstkom- andi kl. 19:00. Allar ljósmyndirnar á sýningunni eru af sama myndefninu eða þurrkuðum þorsk- hausum sem voru hangandi til þerris á trönum milli Garðs og Reykjanesbæjar. Hugmyndin er 11 til 12 ára gömul hjá Reyni en hann ákvað að halda áfram með hana í sumar og að þessu sinni hafa mynd- irnar í lit en síðast voru þær í svart hvítu hjá honum. Sýningin verður opin frá 1. október á opnunartímum Byggðasafnsin í Garði. Þurrkaðir þorskhausar á Garðskaga

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.