Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.09.2006, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 28.09.2006, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 28. SEPTEMBER 2006 17STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Landsbankinn Hvetjum okkar menn – allir á völlinn! Leikir liðanna í sumar Kef l v í k ing ar höfðu b e t ur í inn by rð is viðureignum gegn KR í Landsbankadeildinni í sumar, 5-2. Fyrri leik liðanna á Kefla- víkurvelli lauk með 3-0 sigri heimamanna. Mörk Keflavíkur í þeim leik gerðu Magnús Þor- steinsson, Daniel Severino og Símun Samuelsen þar sem Keflvíkingar voru mun sterk- ari aðilinn í leiknum. Á KR velli voru það fyrirliðinn Guðmundur Steinarsson og Þórarinn Brynjar Kristjánsson sem gerðu mörk Keflavíkur í 2-2 jafntefli liðanna. Þessi síðari viðureign liðanna var öllu jafn- ari en sú fyrri og var hart barist á blautum vellinum. Björgólfur Takefusa og Sandgerðingur- inn Grétar Ólafur Hjartarson gerðu sitt markið hvor fyrir KR í leiknum. Keflvíkingar luku keppni í 4. sæti Landsbanka- deildar en KR-ingar náðu 2. sæti í deildinni eftir hreinan úr- slitaleik við Val í síðustu umferð Landsbankadeildarinnar. Magnús Þorsteinsson skoraði gegn KR í Keflavík. Endurtekur hann leikinn á Laugardalsvelli? Með popp og kók yfir leiknum Har ald ur Freyr Guð-mundsson leikur nú með Aalesund í Nor- egi en hann varð bikarmeist- ari með Keflavík árið 2004 en á von á meiri mótspyrnu frá andstæðingum Keflavíkur að þessu sinni. „Það var frekar mikil einstefna gegn KA,“ sagði Haraldur en Keflavík vann þann leik 3-0 með tveimur mörkum frá Þór- arni Kristjánssyni og Hörður Sveinsson setti eitt mark. „Um 2500 Keflvíkingar mættu á Laug- ardalsvöll 2004 og KR-ingar eiga eftir að fjölmenna og eru sennilega með flesta áhorfendur á landinu. Ég sjálfur mun fylgj- ast grannt með leiknum á ruv. is og tengi tölvuna í sjónvarpið og fæ mér popp og kók,“ sagði Haraldur sem var beðinn um að koma með nákvæma leiklýs- ingu fyrir laugardaginn. „Þetta verður jafn leikur, Keflavík kemst yfir á 19. mínútu með marki frá Guðmundi Steinars- syni. KR jafnar leikinn á 63. mínútu og þar verður að verki Gunnlaugur Jónsson en hann mun skora með skalla eftir horn- spyrnu. Það verður svo enginn annar en Þórarinn Brynjar Krist- jánsson sem gerir sigurmarkið á 80. mínútu leiksins með skoti úr markteignum,“ sagði Har- aldur, nokkuð viss í sinni sök. Haraldur er á því að bikarúrslita- leikurinn sé jafnan stærsti leikur- inn á knattspyrnutímabilinu og man vel eftir leiknum 2004 þar sem hann var í annarri miðvarð- arstöðunni. „Sá leikur á eftir að fylgja mér lengi og ég vona svo sannarlega að ég hafi ekki spilað minn síðasta bikarúrslita- leik, sama hvort það er heima eða erlendis,“ sagði Haraldur en Aalesund er í 2. sæti í norsku 1. deildinni og er fastlega gert ráð fyrir að liðið vinni sér sæti í úr- valsdeild fyrir næstu leiktíð. Haraldur og Zoran, fyrirliði, á Laugardalsvelli 2004.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.