Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.09.2006, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 28.09.2006, Blaðsíða 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 39. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR Í októbermánuði verður að venju vakin athygli á brjóstakrabbameini hér á landi. Þetta er hluti af alþjóð- legu árveknisátaki og bleik slaufa er alþjóðlegt tákn átaks- ins. Á r h v e r t g r e i n a s t 1 6 0 - 170 ís lensk ar kon ur með brjóstakrabbamein. Sjö til átta af hverjum tíu konum geta vænst þess að læknast. Hér á landi eru konur á aldrinum 40-69 ára boðaðar til brjóstakrabba- meinsleitar á tveggja ára fresti. Konur eru hvattar til að nýta sér boð um brjóstamyndatöku, því röntgenmyndataka er örugg- asta aðferðin til að finna krabba- mein í brjóstum á byrjunarstigi. Konur eru einnig hvattar til að skoða og þreifa brjóst sín reglu- lega. Þær finna hvað hefur breyst frá síðustu skoðun og mikilvægt er að leita læknis ef einhver breyting finnst. Rétt er þó að hafa í huga að flestir hnútar í brjóstum eru góðkynja. Þann 2. október n.k. verður Heilbrigðisstofnun Suðurnesja lýst upp í bleikum lit í eina viku til að minna á átakið. Ýmsar gagnlegar upplýsingar um brjóstakrabbamein og ár- veknisátakið má finna á vefnum krabb.is og bleikaslaufan.is Krabbameinsfélag Suðurnesja Dagana 25.-29. septem-ber mun Iðjuþjálfa-félag Íslands standa fyrir skólatöskudögum víðs vegar um landið. Skólatösku- dagar eru haldnir af hálfu iðjuþjálfa um allan heim um þessar mundir en hugmyndin kemur upphaflega frá Banda- ríkjunum. Alls hafa 45 ís- lenskir iðjuþjálfar tilkynnt þátttöku sína og munu þeir heimsækja um sextíu grunn- skóla víðsvegar um landið. Tilgangur dagana er að fræða nemendur, foreldra þeirra og kennara um rétta notkun á skólatöskum. Iðjuþjálfar munu heimsækja grunnskólabekki og bjóða nemendum upp á að vigta skólatöskur þeirra og nemendurna sjálfa til að reikna út hvort skólataskan sé af æskilegri þyngd. Auk þess að veita almenna fræðslu um líkamsbeitingu. Rannsóknir sýna fram á að stoðkerfisvandi barna og ungmenna sé vax- andi vandamál í samfélaginu og hefur þetta framtak forvarn- argildi fyrir betri líðan barna og ungmenna. Börnin fá í hendurnar leiðbeiningar um hvernig taskan á að vera stillt, hvernig best sé að raða í hana og hvaða þætti er mikilvægt að horfa á þegar ný taska er keypt. Iðjuþjálfafélag Íslands, sem er þrjátíu ára um þessar mundir, ákvað með svo öflugu framtaki að upplýsa nemendur og fjöl- skyldur þeirra um mikilvægi forvarna gagnvart heilbrigði. Margir iðjuþjálfar starfa í tengslum við skóla hér á landi þó sú vinna sé öflugust utan höfuðborgarsvæðisins. Iðju- þjálfar starfa í skólum til að styðja nemendur í daglegum athöfnum. Markmið iðjuþjálfa er samhljóma markmiðum kennara að því leyti að vinna að farsælli þátttöku nemenda í grunnskólastarfinu. Í skólum aðstoða iðjuþjálfar börn með víðtæka færnivanda svo sem varðandi skriftarfærni, þroska og hegðun. Iðjuþjálfar vinna að því að styrkja einstaklinga í daglegum athöfnum svo frammistaða þeirra og þátt- taka sé með sem bestu móti í nútíma samfélagi. F.h. Iðjuþjálfafélags Íslands Þórunn Sif Ingvarsdóttir, iðjuþjálfi Starfið hjá Sálarrannsókn-arfélaginu er að fara í gang aftur eftir sumarfrí. Nú í vetur eins og endra nær verður fjölbreytt efni á dag- skrá. Miðlastarfið hefur ætíð verið stór þátt ur í starf sem inni. Miðlar gefa fólki tækifæri á að tengjast sínum framliðnu ástvinum, læknum og eða leið- beinendum (sambandsmiðlun). Auðnast þekkingu á hinum miklu víddum tilverunnar, geta miðlað miklum læknisfræði- legum upplýsingum sem gera okkur meðvitaðri um okkar eigin líkama og orkusvið. Eða ferðast inn í framtíðina (spám- iðlun) og fengið þaðan skilaboð og upplýsingar til að flytja inn í nútíðina, svo eitthvað sé nefnt. Eins mörg og við erum, eins misjöfn erum við og höfum mis- munandi sýn á lífið. Þess vegna er svo gaman að geta valið mis- munandi gerð miðlunar. Í vetur starfa hjá félaginu frábærir miðlar, sem og alltaf. Það er María Sigurðardóttir, Guðrún Hjörleifsdóttir, Þórhallur Guð- mundsson, Skúli Lórenz, Lára Halla Snæfells, Ragnheiður Ólafsdóttir, Valgarður Einarsson og fl. góðir. Læknamiðlarnir okkar eru Hrefna Kristjáns- dóttir, Valgarður Stefánsson og Erna Lína Alfreðsdóttir . Skyggnilýsingarfundir eru á dagskránni og eru haldnir einu sinni í mánuði að meðaltali. Bæna- og hugleiðsluhringir eru starfandi eins og endranær, allar fyrirbænir eru tekar í síma 421- 3348. Þeir sem hug hafa á að starfa í bænahringjum hafi sam- band við Ernu í sama númeri. Opin hús eru orðin að venju og verða fyrsta miðvikudag hvers mán að ar. Að öllu óbreyttu verður sá háttur hafður á áfram í vetur. Ýmislegt hefur verið gert til gamans á þessum góð- kvöldum eins og farið í hug- leiðslur, spáð í spil, hlutskyggni, skipst á skoðunum um andleg efni (t.d. hvert er markmið lífs míns eða hvað er ég að gera hér á jörð?) og frábærir fyrirlesarar fengnir með gott efni, svo eitt- hvað sé nefnt. Allir félagsmenn og velunnarar eru ávallt velkomnir á þessi kvöld . Höfuðbeina -og spjaldhryggs- jafnari er á staðnum. Hbs. er mild og áhrifarík meðferð við hinum ýmsu kvillum sem há okk ur mann kyn ið. Má þar nefna álagseinkenni sem mynda ósamhverfu í líkama okkar og sál, svo sem gigt, bakvandamál, bólg ur, streitu-ein kenni og margt fleira. Allar tímapantanir hjá félaginu eru skráðar af Ernu Línu Al- freðsdóttur , umsjónarmanni fé- lagsins, í síma 421 3348 á milli 11 - 16 virka daga vikunnar. Kæru félagsmenn takið frá tíma til að vera með í vetur og eiga góðar stundir á Víkurbraut 13, mið hæð, Keflavík í „húsi fél- agsins“. Hlökkum til að sjá ykkur. Bestu kveður, Stjórnin. Þann 7. október munu miðlarnir María Sigurðardóttir og Guðrún Hjörleifsdóttir verða með námskeið þar sem verður farið í helstu atriði andlegra mála svo sem orku- stöðvar, hugleiðsluaðferðir, aga og einbeitingu og hvernig hægt er að auka næmni og skilning á henni. Í lokin verður heilunarstund. Námskeiðið, sem þær kalla „Eitt lítið skref,“ stendur yfir frá kl. 10 - 17 og verða léttar veitingar í boði. Skráning er hafin og rétt er að taka fram fjöldi þátttakenda verður takmarkaður. Miðlarnir Guðrún Hjörleifsdóttir, Lára Halla Snæ- fells og Skúli Lórenzson verða starfandi í október og eru lausir tímar hjá þeim. Opið hús verður í október og verður það auglýst nánar þegar nær dregur. Skráning á námskeiðið og tímapantanir eru í síma 421 3348 og 866 0345. Októbermánuður helgaður brjóstakrabbameini - Heilbrigðisstofnun Suðurnesja lýst bleik Aðsent: Skólatöskudagar Iðjuþjálfafélags Íslands Vetrardagskráin að hefjast Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja: Námskeið hjá SRFS VF-mynd:elg ������������������������������������������������������������ ������������������������������������������������������� �������������������� ������������������������������� �������������� ��������� ���������������������������������������������������������� ���������������������� ����������������������������� �������������� ���������������������������� ��������������������������� ���������������������������� ����������������� �������������������������� ����������������������� ������������������������

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.