Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.09.2006, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 28.09.2006, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 28. SEPTEMBER 2006 21STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Nú liggur fyrir að Íslend-ingar taka við mann-virkjum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og í burða- liðnum er stofnun hlutafélags í eigu ríkisins sem á að taka við þessum eignum og koma þeim í notkun án þess að það hafi óásættanleg áhrif á íbúðamark- aðinn á Suðurnesjum. Það var kominn tími til þess að hrein niðurstaða kæmi í þetta mál þar sem framtíð mannvirkja í varnarstöðinni skipta okkur sem búum á svæð inu afar miklu. Sá böggull fylgir þó skamm- rifi að Íslendingar taka að sér hreinsun eftir varnarliðið og ekki er nákvæmlega vitað á þess- ari stundu hversu umfangsmikil sú mengun er eða hvers eðlis. Kostnaðurinn við hreinsun liggur því ekki fyrir, en ef meng- unin er verulega umfangsmeiri en ráð er fyrir gert, eða í ljós kem ur að hún ógnar heilbrigði og öryggi manna innan 4 ára frá brotthvarfi varn- arliðsins, þá er gert ráð fyrir viðræðum milli ríkjanna um málið. Það þarf að hafa hraðar hendur í því að ákveða fullnægjandi rannsókn á umfangi mengunar innan þess tímafrests sem um ræðir þannig að hægt sé að kalla bandaríkjamenn að samn- ingsborðinu varðandi frekari hreinsun ef þörf krefur. Það þarf að hafa hraðar hendur í að rífa þau mannvirki sem fyr- irsjáanlegt er að nýtast ekki til framtíðar. Það þarf að hafa hraðar hendur í því að stofna hlutafélag um eignirnar, þannig að sem fyrst verði gengið í að koma þeim í rekstur og komið verði í veg fyrir að þær standi lengi auðar og engum til gagns. Þ a ð þ ar f a ð h a f a h r a ð ar hendur í að nýta þá þekkingu og mannauð sem býr í fyrrum starfsfólki varnarliðsins sem gjörþekkir svæðið og nýtt hluta- félag sem stofnað verður um eignirnar ætti að sjá sér mikinn hag í að láta ekki fara til spillis, heldur nýta í þágu framtíðar- starfssemi á vellinum. Nú verða stjórnvöld að hafa hraðar hendur en ekki sitja með hendur í skauti eins og allt of lengi er búið að gera í mál- efnum varnarstöðvarinnar. Það er búið að sóa of miklum tíma og komið að því að láta verkin tala. Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Jón Gunnarsson alþingis-maður hefur lýst því yfir að hann sækist eftir að leiða lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í næstu kosn- ingum. Þessa ákvörðun hefur hann tekið eftir að ljóst var að oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Margrét Frí- mannsdóttir myndi að draga sig í hlé. Ég er ánægð ur með þann metnað sem Jón sýnir með þessu og styð hann heilshugar í því verkefni að vinna 1. sætið í prófkjörinu sem verður haldið 4. nóvember nk. Jón sýnir með þessu að hann er í pólitík til þess að hafa áhrif og skorast ekki undan ábyrgð. Við Jón höfum lengi átt gott sam- starf á sviði sveitarstjórnarmála og þar hefur mikill metnaður og dugnaður til þess að að gera vel fyrir Suðurnes sem heild einkennt störf hans. Eftir að Jón settist á Alþingi eftir síðustu kosningar hefur hann sýnt að hagsmunamál Suðurnesja hafa verið honum ofarlega í huga og ég man ekki eftir umræðum á þinginu um mál- efni svæð is ins þar sem hann hefur ekki verið í fararbroddi og hald ið fram af sannfæringu sjón- armiðum Suður- nesjamanna. Það hefur einnig verið afar gott að hafa inni á þingi mann sem gerþekkir mál- efni svæðisins og er alltaf reiðu- búinn til að gera sitt ýtrasta til að góð mál fyrir svæðið nái fram að ganga. Ég átti þess kost fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar í vor að heimsækja íslenska starfsmenn varnarliðsins með þingmönnum Samfylkingarinnar sem komu til þess að kynna sér stöðu mála á vellinum. Við fórum víða um og var vel tekið og al- veg ljóst að Jón hafði sett sig afar vel inn í málefni vallarins og þá stöðu sem við íslenskum starfsmönnum blasti. Ég vissi að Jón Gunnarsson hafði barist af miklum krafti fyrir hags- munum íslenskra starfsmanna á vellinum við breytingu á lögum sem færðu starfssemi slökkviliðs- ins og snjóruðningsdeildarinnar undir íslensk stjórnvöld, en þarna áttaði ég mig fyrst á því að barátta hans hafði líkast til skipt sköpum fyrir þessa starfs- menn varðandi starfsöryggi og kjör. Margir halda því fram að það skipti í raun ekki miklu máli hverjir sitji sem okkar fulltrúar á Alþingi, en raunveruleikinn er samt sá að það getur skipt afar miklu eins og dæmin sanna. Við hér á Suðurnesjum þurfum öflugan málsvara inni á þingi sem getur haft áhrif til hagsbóta fyrir okkur öll. Í mínum huga er Jón Gunnarsson slíkur full- trúi og það er afar mikilvægt að við Suðurnesjamenn mætum í prófkjör Samfylkingarinnar þann 4. nóvember nk. til þess að tryggja Jóni 1. sætið á fram- boðslistanum. Guðbrandur Einarsson, Samfylkingarmaður og oddviti A-listans í bæjarstjórn Reykja- nesbæjar. Suðurnesjamann í forystusætið Nú verður að hafa hraðar hendur Guðbrandur Einarsson skrifar um framboðsmál: Jón Gunnarsson skrifar um Vallarmál:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.