Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.02.2014, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 06.02.2014, Blaðsíða 15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. febrúar 2014 15 pósturu vf@vf.is- fréttir Þreytt á að vera þreytt? Margir sem leita til mín eru að glíma við þreytu og slen, þetta eru sennilega með algengari einkennum sem ég hef orðið vitni að í gegnum árin meðal skjólstæðinga minna. Sumir eiga erfitt með að koma sér fram úr á morgnana þrátt fyrir að hafa sofið ágætlega yfir nóttina og eru jafnvel þreyttir yfir allann daginn. Það er vissulega eðlilegt að finna fyrir þreytu af og til en það er ekki eðlilegt þegar við erum langvarandi þreytt og yfirleitt er þá eitthvað undir- liggjandi sem orsakar þreytuna. Hér eru nokkrir algengir orsakaþættir sem geta oft leitt til þreytu. • Mataræði. Heilsusamlegt mataræði er stór þáttur í því að viðhalda góðri orku yfir daginn og margt í fæðunni okkar sem að sama skapi getur gert okkur slenug og þreytt eins og ofneysla koffíns (kaffi, súkkulaði, koffínte, gos, orkudrykkir), sykur og unnin kolvetni, óhóflegir matarskammtar (ofát), skortur á ýmsum næringarefnum (t.d. B12, járni) og fæðu- óþol/ofnæmi. Kaffi og sykur veita okkur tímabundna orku en eyða þó orkubirgðunum okkar til lengri tíma litið og skilja okkur eftir þreytt. • Sýkingar/sjúkdómar. Ýmsar örverur geta valdið lang- vinnum sýkingum í líkamanum eins og sveppir (candida), sníkjudýr, vírusar (Epstein Barr-virus) og bakteríur geta haft bælandi áhrif á ónæmiskerfið og þar með stuðlað að þreytueinkennum. Mikilvægt er að vinna á þessum sýkingum ef viðkomandi grunar að um eitthvað af ofan- greindum sýkingum er að ræða. Eins ef um langvinna sjúkdóma er að ræða þá er þreyta oft óhjákvæmilegur fylgikvilli. • Hormónaójafnvægi. Þarna ber helst að nefna innkirtla eins og nýrnahettur og skjaldkirtil en þessi líffæri eru afar mikilvæg til þess að viðhalda orkunni. Langvarandi streita og stress hefur letjandi áhrif á þessi líffæri til lengdar sem getur komið fram sem síþreyta. Ýmsar jurtir hafa styrkj- andi áhrif á þessi líffæri og eins er mikilvægt að draga úr streitu eins og hægt er með t.d. jóga, göngutúrum, slökun og hugleiðslu. • Umhverfisþættir. Streita, svefnleysi, toxísk efni í um- hverfi hafa öll hver á sinn hátt skaðleg áhrif á heilsu okkar og geta haft truflandi áhrif á starfssemi líffærakerfa með mismunandi hætti. Gífurlegt magn toxískra efna úr umhverfi og fæðu er eitthvað sem við þurfum að vera á varðbergi fyrir en þar má t.d. nefna plastefni s.s. phalates, skordýraeitur, þungamálar eins og kvikasilfur og myglu- sveppaeitrun, en þetta geta m.a. verið undirliggjandi þættir að þreytu í sumum tilfellum. Til þess að við náum að endurvekja lífskraftinn og grunn- orkuna á ný ber því að huga að ýmsum þáttum og gagnlegt að fara yfir hjá sjálfum sér hvað það er í lífsstílnum okkar eða umhverfi sem dregur úr orkunni okkar. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir HEILSUHORNIÐ ÁSDÍS GRASALÆKNIR SKRIFAR Reykjavík Borgartúni 27 Akureyri Glerárgötu 24 Blönduós Húnabraut 4 Borgarnes Bjarnarbraut 8 Egilsstaðir Fagradalsbraut 11 Höfn í Hornafirði Krosseyjarvegi 17 www.kpmg.is Reyðarfjörður Austurvegi 20 Reykjanesbær Krossmóa 4 Sauðárkrókur Borgarmýri 1 Selfoss Austurvegi 4 Skagaströnd Oddagötu 22 Vestmannaeyjar Kirkjuvegi 23 Sími 545 6000 SKATTA- OG LÖGFRÆÐISVIÐ Skattabæklingur 2014 Upplýsingar um skattamál einstaklinga og rekstraraðila 2013 / 2014 kpmg.is Í bæklingi þessum koma fram almennar upplýsingar og meginreglur. Í honum er ekki lýst aðstæðum tiltekinna fyrirtækja eða einstaklinga. Enginn ætti að grípa til aðgerða á grundvelli þessara upplýsinga nema tengja þær aðstæðum sínum eða leita faglegrar aðstoðar um það tilvik sem um ræðir. © 2014 KPMG ehf. á Íslandi er aðili að alþjóðlegu neti KPMG, samtökum sjálfstæðra fyrirtækja sem aðild eiga að KPMG International Cooperative (“KPMG International”), svissnesku samvinnufélagi. Nafn og kennimark KPMG eru vöru merki KPMG International Cooperative. Skattabæklingur 2014 SKATTAMÁL Fróðleiksfundur í Reykjanesbæ Fim. 13. feb. | kl. 16:30 | Krossmóa 4 Á hverju ári eru fjöldi skattalagabreytinga sem snerta fólk og fyrirtæki. Á þessum fróðleiksfundi verða helstu breytingarnar kynntar auk þess sem handbók KPMG um skattamál verður dreift. Skráning er án endurgjalds og fer fram á kpmg.is Skráning og frekari upplýsingar um fróðleiksfundinn er að finna á kpmg.is Dagskrá fróðleiksfundarins n Helstu skattalagabreytingar árið 2013 n Hvað fer úrskeiðis í sköttum n Skattamál ferðaþjónustunnar Loftvarnaræfing Atlantshafsbandalagsins, Icel-and Air Meet 2014, hófst með formlegum hætti í gær, mánudag. Æfingin er með stærstu varnar- æfingum sem haldin hefur verið hérlendis á síðustu árum en í henni taka þátt 300 manns og 23 erlend loftför þ.m.t. 18 herþotur frá Norðurlöndunum ásamt tveimur finnskum leitar- og björgunar- þyrlum. Æfingunni lýkur 21. febrúar n.k. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er æfingin er haldin samhliða reglubundinni loft- rýmisgæsluvakt Atlantshafsbandalagsins á Íslandi sem Norðmenn hafa með höndum að þessu sinni. Sam- starfsríki Atlantshafsbandalagsins, Svíþjóð og Finn- land, taka þátt í æfingunni en sinna ekki loftrýmis- gæsluverkefnum. Holland og Bandaríkin leggja til eldsneytisflugvélar sem þjónusta flugsveitirnar ásamt radarflugvél frá Atlantshafsbandalaginu. Þetta er í fyrsta skipti sem Svíar og Finnar taka þátt í loftvarnaræfingum á Íslandi og er æfingin mikilvægur liður í auknu öryggis- og varnarsamstarfi Norður- landanna sem hefur vaxið ásmegin á síðustu árum. Með stærstu varnar- æfingum hérlendis Icelandic Group kaupir Ný-Fisk Icelandic Group hefur keypt fiskvinnslufyrirtækið Ný‐ Fisk í Sandgerði. Ný‐Fiskur sér- hæfir sig í frumvinnslu og sölu á ferskum sjávarafurðum, sér í lagi þorski og ýsu. Samhliða mun Icelandic Group yfirtaka Útgerðarfélag Sandgerðis sem rekur línubátinn Von GK‐113 með kvóta upp á um 800 tonn. Í fréttatilkynningu kemur fram að Ný‐Fiskur notar yfir 7.000 tonn af hráefni árlega til sinnar fram- leiðslu. Um 70% af framleiðslunni er send sem ferskar afurðir með flugi þar sem fiskurinn er kom- inn á disk neytenda innan við 48 tímum eftir að fiskurinn kemur upp úr sjó. Í kjölfar kaupanna verður nafni Ný‐Fisks breytt í Icelandic Ný‐Fiskur. Í umfjöllun Fiskifrétta um Ný- Fisk síðasta sumar kom fram að Ný-Fiskur veltir hátt á fjórða milljarð króna. Fiskvinnslu- fyrirtækið Ný-Fiskur ehf., var stofnað árið 1996 af Birgi Krist- inssyni framkvæmdastjóra félags- ins. Fyrirtækið er staðsett í 3000 fm húsnæði að Hafnargötu 1 og eru starfsmenn þess tæplega 100 talsins. Allt frá stofnun hefur höfuð- áhersla verið lögð á að selja ferskan línuveiddan fisk til við- skiptavina víðsvegar um Evrópu. Auk þess er Ný‐Fiskur mikilvægur birgir Icelandic Gadus, dóttur- félags Icelandic Group í Belgíu. Ný‐Fiskur rekur verksmiðju sem fengið hefur BRC vottun ásamt því að reka HACCP gæðakerfi og er ein af fáum fiskvinnslum á Ís- landi sem hefur fengið slíkar vott- anir. Loftvarnaræfing Atlants- hafsbandalagsins, Iceland Air Meet 2014 er með stærstu varnaræfingum sem haldin hefur verið hérlendis á síð- ustu árum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.