Víkurfréttir - 08.05.2014, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 8. maí 2014 11
AUGLÝSING VEGNA SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA 2014
Frestur til að skila framboðslistum er til kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 10. maí 2014.
Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar veitir framboðslistum móttöku á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar,
Tjarnargötu 12, frá kl. 10:00 til 12:00 á hádegi, laugardaginn 10. maí 2014.
Framboðsgögnum skal skila á rafrænu formi.
Athygli er vakin á lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5 frá 1998,
með síðari breytingum, sérstaklega 21. gr, 22. gr og 23. gr.
Jafnframt er vísað til upplýsinga og leiðbeininga á kosningavef dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins,
www.kosning.is/sveitarstjórnarkosningar
Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar,
Otto Jörgensen, Krisbjörn Albertsson, Hildur Ellertsdóttir,
Bára Benediktsdóttir, Ásdís Óskarsdóttir, Stefán Ólafsson.
Menntun- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun, sem tengist málefnum
ölskyldunnar svo sem félagsráðgjafi,
sálfræðingur eða kennaramenntun.
• Þekking á málefnum barna og ölskyldna.
• Þekking á úrræðum sveitarfélaga og ríkis.
• Samskiptahæfni, þjónustulund, sveigjanleiki,
sjálfstæð vinnubrögð.
• Skipulögð og fagleg vinnubrögð.
• Góð íslensku kunnáa.
ALMENNAR SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
FARA FRAM ÞANN 31. MAÍ 2014
Nýverið voru kynntar niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar á blöndun fuglaflensuvírusa. Rannsókn þessi hefur staðið yfir síðan
árið 2010 og fóru sýnatökur að miklu leyti fram hér á Suðurnesjum.
Rannsóknin er unnin í samstarfi Náttúrustofu Suðvesturlands, sem
staðsett er í Sandgerði; Náttúrufræðistofnunar Bandaríkjanna eða US
Geological Survey, sem stýrir rannsókninni og Háskóla Íslands. Hún
er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og hafa niðurstöðurnar vakið
mikla athygli víða um heim.
Náttúrustofa Suðvesturlands hefur
frá stofnun árið 2000 haft aðsetur
á Garðvegi 1 í Sandgerði sem hýsir
auk þess Rannsóknasetur Háskóla
Íslands á Suðurnesjum og Þekk-
ingarsetur Suðurnesja, en hlutverk
þess er meðal annars að tengja
saman starfsemina í húsinu. Helsta
sérsvið Náttúrustofunnar er fugla-
fræði og hafa fjölmargar rann-
sóknir því tengdu verið unnar á
Garðveginum. Fuglaflensurann-
sóknin er þó ein sú stærsta hingað
til og niðurstöður hennar auk þess
mjög athyglisverðar. Dr. Gunnar
Þór Hallgrímsson, fuglafræðingur,
stýrði rannsókninni hjá Náttúru-
stofu Suðvesturlands.
Fuglaflensuvírusar finnast í
villtum fuglum hér á landi
Rannsóknin leiddi í ljós að evr-
ópskir, bandarískir og blandaðir
fuglaflensuvírusar finnast í villtum
fuglum hér á landi. Er þetta í fyrsta
sinn sem vírusar af þessu tagi finn-
ast á sama tíma á sama svæðinu
í heiminum að sögn Gunnars. Á
árunum 2010-2012 voru tæplega
1.100 mávar, vaðfuglar og and-
fuglar veiddir og rannsakaðir.
Síðan þá hefur árleg sýnataka
haldið áfram til frekari rannsókna
á fuglaflensuvírusum. Sýni voru
tekin úr fuglunum til að kanna
hvort að þeir bæru vírusa og upp-
runi vírusanna var svo greindur. Í
vaðfuglunum fundust engir flen-
suvírusar en talsvert magn fannst af
þeim í bæði mávum og andfuglum.
Ellefu mismunandi vírusar fund-
ust í fuglunum: evrópskir, banda-
rískir og blandaðir. Er þetta í fyrsta
skipti sem slíkar niðurstöður koma
fram nokkurstaðar í heiminum að
sögn Gunnars. Niðurstöður rann-
sóknarinnar eru vísbending um
hvernig hættulegar fuglaflensur
berast á milli svæða og segir hann
að Ísland sé í raun stökkpallur
fyrir flensur frá Evrópu og Asíu
til Ameríku vegna landfræðilegrar
legu sinnar, en áður töldu menn að
sú leið lægi helst um Alaska. Rétt
er að geta þess að fuglaflensuvírus
af stofni H5N1 sem borist getur í
menn hefur ekki fundist í fuglum
hér á landi.
Flestir fuglarnir veiddir við
Sandgerði
Langstærstur hluti þeirra fugla sem
rannsakaðir voru, veiddust í næsta
nágrenni Náttúrustofu Suðvestur-
lands í Sandgerði en rannsóknaað-
staðan og umhverfið skapa Nátt-
úrustofunni og hinum stofnun-
unum í húsinu sérstöðu sem er-
lendar rannsóknastofnanir sækja
í. Sérstaklega skiptir sá mikli fjöldi
farfugla sem fer um svæðið miklu
máli fyrir rannsóknir Náttúrustof-
unnar. Umhverfið og húsnæðið
bjóða upp á þann möguleika að
fanga fuglana fyrir utan húsið, færa
þá beint inn í rannsóknarýmið
þaðan sem þeim er svo sleppt aftur
út í náttúruna að loknum athug-
unum og mælingum, líkt og sjá má
á meðfylgjandi myndum. Nýverið
fékkst styrkur til áframhaldandi
vinnu við rannsóknina og mun
Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum
þá bætast í hópinn.
-fréttir pósturu vf@vf.is
Athyglisverðar niðurstöður fugla-
flensurannsóknar á Suðurnesjum
Ingþór leiðir E-listann í Vogum
XuE-listinn kynnti 1. maí framboðslista sinn til sveitarstjórnar í
Vogum. Á listanum má finna góða blöndu af reynslumiklu fólki úr
bæjarmálunum og nýjum frambjóðendum.
Listann skipa:
1. Ingþór Guðmundsson
2. Bergur B. Álfþórsson
3. Inga Rut Hlöðversdóttir
4. Birgir Örn Ólafsson
5. Áshildur Linnet
6. Erla Lúðvíksdóttir
7. Ivan Kay Frandsen
8. Davíð Harðarson
9. Hákon Þór Harðarson
10. Brynhildur S. Hafsteinsdóttir
11. G. Kristinn Sveinsson
12. Friðrik V. Árnason
13. Marta Guðrún Jóhannesdóttir
14. Eiður Örn Hrafnsson
H-listinn í Sandgerði kominn fram
XuFramboðslisti H-listans, Lista Fólksins, hefur verið samþykktur í
Sandgerði. Listinn er þverpólitískt afl en Magnús Sigfús Magnússon
húsasmíðameistari og verkalýðsformaður leiðir listann.
H-listinn er svona skipaður:
• Magnús Sigfús Magnússon
• Helga Björk Stefánsdóttir
• Svavar Grétarsson
• Jóna Kristín Sigurjónsdóttir
• Haukur Andrésson
• Andrea Dögg Færseth
• Kjartan Dagsson
• Andrea Bára Andrésdóttir
• Ingi Björn Sigurðsson
• Jóna Júlíusdóttir
• Ásta Laufey Sigurjónsdóttir
• Björgvin Guðmundsson
• Rafn Magnússon
• Ottó Þormar
Jónína skipar efsta sæti N-listans í Garði
XuÁ félagsfundi sem haldinn var 29. apríl var framboðslisti N-listans
í Garði samþykktur samhljóða. N-listinn er þverpólitískur listi,
skipaður einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að forgangsraða
málefnum í þágu fjölskyldna, íbúalýðræðis, umhverfis og ábyrgrar
fjármálastjórnunar, segir í tilkynningu.
Listinn er svona skipaður:
1. Jónína Holm
2. Pálmi S. Guðmundsson
3. Álfhildur Sigurjónsdóttir
4. Ólafur Ágúst Hlíðarsson
5. Heiðrún Tara Stefánsdóttir
6. Bragi Einarsson
7. Helgi Þór Jónsson
8. Sigurbjörg Ragnarsdóttir
9. Díana Ester Einarsdóttir
10. Markús Finnbjörnsson
11. Ásta Óskarsdóttir
12. Jón Sverrir Garðarsson
13. Viggó Benediktsson
14. Þorbjörg Bergsdóttir
Marta í efsta sæti Samfylkingarinnar
í Grindavík
XuFramboðslisti Samfylkingarinnar í Grindavík var samþykktur á
félagsfundi flokksins. Marta Sigurðardóttir, núverandi bæjarfulltrúi
flokksins, mun leiða listann ásamt Magnúsi Andra Hjaltasyni.
1. Marta Sigurðardóttir
2. Magnús Andri Hjaltason
3. Viktor Scheving Ingvarsson
4. Valgerður Jennýjardóttir
5. Sigurður Enoksson
6. Sigríður Jónsdóttir
7. Páll Þorbjörnsson
8. Sigurður A. Kristmundsson
9. Sigríður Gunnarsdóttir
10. Sigurður G. Sigurðsson
11. Sara Arnbjörnsdóttir
12. Sigurður Gunnarsson
13. Albína Unndórsdóttir
14. Steinþór Þorvaldsson