Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.05.2014, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 08.05.2014, Blaðsíða 12
fimmtudagurinn 8. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR12 Þegar ég var ungur, bara lítill strákur í grunnskóla, þá fannst mér ég alltaf vera svolítið útundan. Ég upplifði mig ekki sem hluta af neinum hóp og var fljótur að uppgötva að ég hlyti að vera eitthvað skrítinn. Mér fannst það ekki gaman, ég hló af því og gerði grín af því og fór að segja ósannar sögur af sjálfum mér til þess að sanna fyrir hinum krökk- unum að ég væri sko kannski skrít- inn en samt væri ég mjög töff. Það var svo mikilvægt að vera töff. Sem barn laug ég svo mikið að öðrum og sjálfum mér að ég var farinn að trúa lyginni, búa í henni. Þannig var ég farinn að byggja upp sjálfan mig út frá einhverjum atvikum sem gerðust aldrei og láta þau samt móta mig sem einstakling, falskan einstakling. Það þarf ekki að spyrja að því en fljótlega eftir grunnskóla- gönguna sprakk sápukúlan sem ég bjó í og ég brotnaði saman. Við gerum þetta stundum, þá meina ég við öll, við ljúgum að okkur. Það er ekki alltaf meðvitað, kannski sjaldn- ast meðvitað, en okkur finnst þægi- legt að búa til nýjan sannleika eða afbaka það sem fyrir er til að sætta okkur við það sem við erum eða það sem við höfum. En þessi árátta okkar um að reyna að vera eitthvað annað en við erum er veruleikaflótti sem mun aðeins uppskera svo miklu fleiri vandamál og vanlíðan en sápukúlan, sem við vildum gjarnan búa í, leysir. Til þess að leitast við að leysa vand- ann þurfum við að horfast í augu við hann. Horfumst í augu við vandann og vinnum í honum Í dag er Reykjanesbær svolítið eins og ég þegar ég var barn að ljúga að sjálfum mér og öðrum. Svo föst er stjórn bæjarfélagsins í viðjum sjálfs- blekkingar að það er ekki nokkur vegur að sjá hvað við höfum og hvert við stefnum. Reykjanesbær er 20 ára í ár, er það ekki tilvalinn tími til að sprengja sápukúluna, horfast í augu við vandamálin og fara að vinna í okkar málum? Gunnar Hörður Garðarsson 6. sæti á framboðslista Samfylk- ingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ Þegar ég ákvað að bjóða mig fram til starfa fyrir bæinn okkar fyrir fjórum árum fékk ég það skemmtilega verk- efni að gegna for- mennsku í fræðslu- ráði. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á skólamálum frá því að vera sjálfur í skóla í rúm 20 ár og einnig eftir að hafa fylgt börnunum mínum í gegnum skólakerfið. Það gerðum við hjónin með mjög gagn- virkum hætti m.a. í gegnum for- eldrafélögin og sat ég í foreldraráði Holtaskóla í nærri 10 ár. Því var ég fullur tilhlökkunar að beita mér í þessum málaflokki. Frá því að einsetning skóla gekk í garð árið 2000 hefur skólastarf verið að mótast og þróast á alla vegu og mikil orka og fjármagn farið í upp- byggingu mannvirkja og búnaðar. Síðasta kjörtímabil tókum við þá ákvörðun að einbeita okkur að innra starfinu og stefna að bættum námsár- angri með markvissum aðgerðum. Með samstilltu átaki skólaskrifstofu, skólastjórnenda, foreldra, kennara og annarra starfsmanna skóla hafa framfarir verið miklar og vakið verðskuldaða athygli um land allt. Starfað hefur verið eftir Framtíðar- sýn Reykjanesbæjar í skólamálum og fékk verkefnið sérstaka viðurkenn- ingu fyrir nýsköpun í opinberri þjón- ustu og stjórnsýslu. Niðurstöður úr samræmdum prófum hafa verið sér- stakt ánægjuefni síðustu tvö árin því árangur hefur stigmagnast og erum við nú yfir landsmeðaltali í 5 af 7 greinum og höfum náð að vera meðal þeirra efstu í stærðfræði í 4. bekk. Við teljum að með skarpri framtíðarsýn og samstilltu átaki getum við bætt árangurinn enn frekar. Á kjörtímabilinu hafa orðið mikil umskipti í hópi skólastjórnenda og hafa öflugir reynsluboltar látið af störfum eftir áratuga framlag til skólastarfs hér í bæ og má þar nefna gömlu kennarana mína Jóhann Geir- dal og Gunnar Jónsson sem fékk sitt fyrsta hlutverk á kennaraferlinum að koma mér og mínum skólafélögum til manns og stóð sig afar vel. Við höfum borið þá gæfu að í okkar skólasamfélagi reyndust vera mjög verðugir arftakar og er ég afar ánægð- ur með skipan í skólastjórastöður. Þar fer fagfólk með mikinn metnað og ekki þurfti að leita út fyrir póst- númerin okkar til að finna hæfileika- ríka einstaklinga. Einum skólastjóra var bætt við á tímabilinu þegar Háa- leitisskóli fékk sitt sjálfsstæði en hann hafði verið útibú frá Njarðvíkurskóla. Mikil aukning er í nemendafjölda á Ásbrúarsvæðinu og í Innri-Njarðvík og er það verkefni næsta kjörtímabils að mæta þeirri aukningu enn frekar. Haustið 2012 var viðbygging við sér- deildina Ösp, í Njarðvíkurskóla, tekin formlega í notkun og er aðstaðan nú til mikillar fyrirmyndar. Deildin starfar eftir þeim grunngildum að fötluð börn eigi kost á skólagöngu í heimabyggð sinni eins og önnur börn. Er okkur bæjarbúum mikill sómi af starfi deildarinnar. Reykjanesbær fer fyrir sveitar- félögum í spjaldtölvuvæðingu innan grunnskólanna. Einn árgangur í hverjum skóla hefur nú fengið spjaldtölvur til notkunar í kennslu og verður einum árgangi bætt við á hverju ári á unglingastigi. Verkefnið er mjög spennandi og gefur það ótal tækifæri til fjölbreyttari kennsluhátta og eykur námsáhuga nemenda, bætir aðgengi að upplýsingum og jafnar aðstöðumun heimilanna. Nýlegar kannanir og úttektir á skóla- starfi í Reykjanesbæ gera ekkert annað en að gefa okkur byr undir báða vængi því almenn ánægja er meðal foreldra með nám og kennslu barna í grunnskólum bæjarins sam- kvæmt Skólavoginni. Námsmats- stofnun birti á dögunum skýrslu um ytra mat á Myllubakkaskóla sem náði til stjórnunar, náms og kennslu, innra mats og lesturs. Heildarniðurstaðan var afar jákvæð og er enn ein vís- bendingin um það góða starf sem unnið er í öllum grunnskólunum okkar. Leikskólarnir gegna lykilhlutverki í að undirbúa börnin okkar fyrir fram- tíðina. Læsi í sem víðustum skilningi er stór þáttur í skólastarfinu og eru leikskólar Reykjanesbæjar orðnir landsþekktir fyrir áherslur sínar á stærðfræði og læsi. Reglulega koma hópar leikskólakennara úr höfuð- borginni og öðrum sveitarfélögum til að kynna sér starf skólanna hér í bæ. Stór hluti barna sem koma frá leik- skólunum eru læs þegar þau hefja sitt grunnskólanám og þarf ekki að orð- lengja hvað það gerir mikinn gæfu- mun í þeim verkefnum sem þeirra bíða. Síðast en alls ekki síst skal nefna Tón- listarskóla Reykjanesbæjar sem er loksins kominn í húsnæði sem mætir öllum kröfum sem hægt er að gera til tónlistarskóla. Hið nýja húsnæði í Hljómahöll er afar vel búið hljóð- færum og öðrum búnaði. Tengslin við Hljómahöllina gefur síðan tæki- færi sem felst í frábærri aðstöðu til tónleikahalds af ýmsu tagi. Er ég óendanlega stoltur af að hafa tekið þátt í að klára það verkefni sem faðir minn, Rúnar Júlíusson, vann ötullega við að koma í framkvæmd. Af verkefnum hvers sveitarfélags taka skólarnir til sín mest fjármagn og er það mín skoðun að gott skólastarf sé hornsteinn hvers samfélags. Við viljum að krökkunum okkar líði vel í skólanum og nái þar góðum árangri. Þegar ég lít yfir þau verkefni sem unnist hafa á síðasta kjörtímabili þá get ég ekki annað en verið mjög kátur en er jafnframt fullur tilhlökkunar að fylgja þessu góða starfi eftir. Ég vona svo sannarlega kæri kjósandi að þú gefir mér tækifæri til þess. Baldur Guðmundsson formaður fræðsluráðs og fram- bjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins -póstkassinn pósturu vf@vf.is Kr ist inn Ha lld ór a Ha lld ór Bja rn ey Gu ðm un du r Ko lbr ún Framsókn í Reykjanesbæ framsokn.com Betri bæjarstjórn skilar meiri árangri Öll þurfum við mannfólkið á öryggi að halda til þess að við fáum þrifist og að okkur líði vel. Að vera óöruggur er ávísun á vanlíðan. Hins vegar er það æði misjafnt hvað það er sem stuðlar að óöryggi fólks. Það eru þó nokkrir sameiginlegir grunnþættir sem skipta okkur máli og ef þessir þættir eru til staðar í tilveru hvers og eins, þá má ganga að því sem vísu að viðkomandi geti unnið þannig úr lífi sínu að hann geti verið sáttur við hlutskipti sitt. Það skiptir mig t.d ekki miklu máli hvort ég eigi nýjan bíl en það myndi hafa veruleg áhrif á líðan mína ef ég gæti ekki gefið börnunum mínum að borða. Við verðum síðan alltaf að gera ráð fyrir því að þarfir okkar séu mis- munandi og að þær breytist eftir ævi- skeiðum. Ég er í allt annarri stöðu sem einstaklingur en þegar ég er orðinn pabbi hvað þá afi, sem ég varð fyrir skemmstu. Öll langar okkur til að lifa og njóta, að lífið sé ekki bara strit og áhyggjur heldur fullt að áægjulegum tilefnum þar sem við gleðjumst hvert með öðru. En það er bara þannig að við komum til leiks í þennan heim með mis- jafna forgjöf og möguleikar okkar eru ekki þeir sömu. Hvað gerum við þá? Hvernig eigum við sem hópur að bregðast við því? Erum við tilbúin til að gefa aðeins eftir af því sem við sjálf höfum á milli handanna ef það gæti orðið til þess að einhverjir fái notið á sama hátt og við? Erum við sem samfélag tilbúin til að vinna að því að fjölga möguleikum þeirra sem búa við minna öryggi en flest okkar. Ég er næstum því viss um að flest okkar geta svarað þessum spurn- ingum játandi því þannig náum við að virka sem samfélag, þannig aukum við öryggið og þannig gerum við eitt- hvað sem skiptir máli. Guðbrandur Einarsson í framboðið fyrir Beina leið ■■ Guðbrandur Einarsson skrifar: ■■ Gunnar Hörður Garðarsson skrifar: ■■ Baldur Guðmundsson skrifar: Hvað er það sem skiptir máli? Barnið sem var alltaf að ljúga Hvað hef ég svo verið að gera í skólamálum? www.vf.is LESTUR VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM + 83% Styrktarfélagið G öngum saman efnir til vorgöngu fyrir alla fjölskylduna víða um land á mæðradaginn, sunnu- daginn 11. maí, kl. 11.00. Í Reykjanesbæ verður gengið frá íþróttahúsinu við Sunnubraut og verða tvær vegalengdir í boði, rúmir 2 km og rúmir 5 km. Þetta er í þriðja skipti sem þessi ganga fer fram í Reykjanesbæ og hvetjum við ALLA til að mæta. Gangan er gjaldfrjáls en göngu- fólki gefst kostur á að styrkja rannsóknir á brjóstakrabbameini, með frjálsum framlögum eða með því að festa kaup á vörum sem hafa verið hannaðar fyrir Göngum saman og má nefna Mundaboli, buff ofl. Forsala á vörum verður í Nettó föstudaginn 9. maí frá kl. 15.00 - 18.00. Þá verða til sölu kaffi, brjósta- bollur og annar varningur að göngu lokinni og andvirði þeirra sölu rennur óskert til Göngum sama. Undirbúningshópur Göngum saman á Suðurnesjum Mæðradagsganga Göngum saman – sunnudaginn 11. maí kl. 11 í Reykjanesbæ Fylgist einnig með umræðunni á vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.