Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.05.2014, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 08.05.2014, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 8. maí 2014 23 -íþróttir pósturu eythor@vf.is GÖNGUM SAMAN Í REYKJANESBÆ SUNNUDAGUR 11. MAÍ KL. 11 Gengið verður frá íþróttahúsinu við Sunnubraut og verða tvær vegalengdir í boði, rúmir 2km. og rúmir 5 km. Kaffi, brjóstabollur og varningur til styrktar Göngum saman verður til sölu í íþróttahúsinu að göngu lokinni. Við verðum með söfnunarbaukana á lofti og splunkunýjar tízkuvörur til sölu á staðnum. Söfnunarféð rennur til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini. Nánar á gongumsaman.is. Eflum rannsóknir Hreinsun - orka - vellíðan • Einföld og áhrifarík hreinsun • Farið yr toxísk efni í fæðu og umhver og áhrif þeirra á heilsu okkar • Hvernig virkar afeitrunarferli líkamans og farið yr einkenni sem kalla á hreinsun • Hugmyndir að máltíðum yr daginn og hreinsandi uppskriftum til að styðjast við • Hreinsandi jurtir og náttúruefni Námskeiðið fer fram mmtudaginn 15. maí kl. 20:00 - 21:30 í Heilsuhúsinu Hafnargötu 27. Þátttakendum gefst kostur á að versla með afslætti í búðinni að námskeiðinu loknu. Verð 3.900 kr og námsgögn með uppskriftum innifalið. Skráning í 899-8069 / asdis@grasalaeknir.is Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir Ásdís hefur um margra ára skeið bætt lífsægði og heilsu fólks með lífrænum jurtum. smá plögg hérna.. ætla skella auglýsingu sjálf í fréttablaðið fyrir námskeið í rvk sem er núna á miðv og ætla nota þessa auglýsingu en vantar bara að láta breyta oggo litlu með textann, gætir þú breytt því fyrir mig og sent á Stebba asap í fyrramálið? hann ætlar að senda áfram á fréttab- laðið. sami text að öllu leyti nema breyta staður og dags: Heilsuhúsið Lágmúla 5 miðvi- kudaginn 5.feb kl 18.30-20 þú lætur svo bara vita þegar vilt koma í viðtal og taka í gegn hjá þér heilsufarið;) „Það er alltaf gott að byrja á sigri í fyrsta leik. Spennustigið var ansi hátt fyrir leikinn en við nýttum það á góðan hátt sem kom vel fram í baráttu og einbeitingu inni á vell- inum,“ sagði Kristján Guðmunds- son, þjálfari Keflvíkinga, eftir sigur á Þór í fyrsta leik Pepsi-deildar- innar í knattspyrnu sem fram fór á Nettó-vellinum í Keflavík á sunnu- dag. Það var í stíl við afturhvarf til for- tíðar hjá Keflavík að leika í svörtum búningum en þannig voru treyj- urnar þegar liðið varð Íslands- meistari í fyrsta sinn árið 1964 og reyndar lék liðið í svörtum búningum til ársins 1972, - að öldungurinn í Keflavíkurliðinu, Jóhann B. Guðmundsson skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins í ár en það kom á 22. mínútu. Elías Már Ómarsson skaut á markið en mark- vörður Þórs varði en boltinn hrökk frá honum þar sem Jóhann mætti og setti hann inn í markið. Hörður Sveinsson, framherji Kefl- víkinga, var á skotskónum í dag og setti tvö mörk. Hann kom heima- mönnum í 2-0 með góðu skalla- marki en hann fékk sendingu frá Endre Ove Brenne. Skömmu áður hafði nýr markvörður Keflvíkinga, Jonas Sandquist varið meistara- lega og hann gerði það aftur í síðari hálfleik. Keflvíkingar hægðu aðeins á leiknum í upphafi síðari hálfleiks og Kristján þjálfari var ánægður með hvernig þeim tókst að koma í veg fyrir að norðanmenn næðu hættulegum færum og því var það mikill bónus að ná þriðja markinu en það kom úr vítaspyrnu Harðar Sveinssonar. Einar Orri Einarsson var þá felldur inni í teig. Þórsarar náðu að setja eitt mark í blálokin. Jónas markvörður Keflvíkinga, einn af nýjum leikmönnum liðsins, átti mjög góðan leik en átti þátt í því. Sólin blindaði kappann og honum tókst ekki að kýla boltann frá marki heldur fór hann til baka að markinu og Þórsarar ýttu bolt- anum yfir marklínuna. Keflvíkingar fögnuðu vel og inni- lega í leikslok og Kristján þjálfari var mjög sáttur með baráttuna og sigur í fyrsta leik, en hvað segir hann um spárnar sem eru flestar eru á þá leið að Keflavík verði í botnbaráttunni? „Við hlæjum að þeim og þær hafa engin áhrif nema frekar góð. Það hefði verið fínt að vera spáð neðsta sætinu en við eru með okkar markmið fyrir sum- arið,“ sagði þjálfarinn. Óskaby jun Keflvíking -Hlæja að spám sérfræðinga Keflvíkingar leika gegn Valsmönnum á útivelli í kvöld (fimmtudag) en þar þekkir Kristján Guðmundsson þjálfari ágætlega til, enda þjálfaði hann Valsmenn um tveggja ára skeið. „Við verðum gíraðir í þennan leik. Þeir eru með mjög vaska sveit leikmanna og við þurfum að vera mjög skipulagðir og hafa trú á því sem við leggjum upp með. Það gerðum við gegn Þórsurum og tókum sigur.“ Framherjinn Hörður Sveinsson staldraði einnig við á Hlíðarenda um stund en hann segir erfiðan leik fyrir höndum. „Við tökum sjálfstraust úr þessum leik (gegn Þór) en þetta verður barátta, en þannig verða líklega fyrstu umferðirnar. Við verðum að berjast eins og ljón og reyna að hala inn eins mörgum stigum og mögulegt er,“ segir Hörður. Berjast eins og ljón á Hlíðarenda Domino's deildarlið Grinda-víkur í körfubolta karla hefur náð að tryggja sér áfram starfskrafta tveggja lykilleik- manna, en þeir Jóhann Árni Ólafsson og Ómar Sævarsson framlengdu samninga sína við liðið á dögunum. Jóhann samdi við liðið til fimm ára en Ómar til þriggja ára. Frá þessu er greint á Karfan.is. Þar er jafnfram greint frá því að hugsanlega séu Grind- víkingar að missa unga og efni- lega leikmenn til Bandaríkjanna vegna náms, þar ræðir um þá bræður Jón Axel og Ingva Guð- mundssyni og Hinrik Guðbjarts- son. Ómar og Jóhann framlengja í Grindavík FRÉTTIR ALLA DAGA Á VF.IS

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.