Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.05.2014, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 08.05.2014, Blaðsíða 3
– að betra skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi Skólar í fremstu röð Framfarir hafa verið miklar á síðasta kjörtímabili og munum við halda áfram að starfa eftir Framtíðarsýn Reykjanesbæjar. Spjaldtölvuvæðing skólanna Reykjanesbær hefur tekið forystu í spjaldtölvunotkun í íslensku skólasamfélagi. Forvarnir á unglingastigi Fylgjum eftir einum besta árangri á landinu í forvörnum gegn áfengi, fíkniefnum og tóbaksnotkun unglinga. Öflugt foreldrastarf Samstarf foreldra við skólasamfélagið er grunnurinn að þeim góða árangri sem náðst hefur í leik- og grunnskólunum á síðustu árum. Sveigjanlegri opnunartími leikskóla Könnum áhuga foreldra á því að hafa sveigjanlegri opnunartíma leikskóla. Fjölbreytni í skólastefnum Við viljum auka fjölbreytni við rekstur og leita leiða til að bjóða upp á ný grunnskólaúrræði í samstarfi við rekstraraðila á því sviði. Morgun- og hádegisverður í grunnskólum Við viljum bjóða ókeypis hafragraut í morgunmat fyrir þau börn sem þess óska. Við munum áfram bjóða ódýrar og hollar hádegismáltíðir í grunnskólunum og leyfa börnunum að taka þátt í að móta matseðlana með rafrænum kosningum. Sköpum tónlistarmenn Með tilkomu Hljómahallar fengu nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar bestu aðstæður til tónlistarnáms sem í boði eru hérlendis. Við ætlum að skapa áfram jarðveg sem gefur af sér færustu og frægustu tónlistamenn landsins. Samstarf við íþróttahreyfinguna Vinnum áfram með íþróttafélögunum að því að styrkja innra starf félaganna og aðstöðu. Rekstrar- og þjónustusamningar Styðjum áfram íþrótta-, menningar- og tómstundarfélög í bænum með rekstrar- og þjónustusamningum líkt og verið hefur og tryggjum þannig fjölbreytni þeirrar starfsemi sem í boði er fyrir íbúa. Hærri styrkir til umönnunar, íþrótta og tómstunda Við munum halda áfram að leita leiða til að lækka kostnað foreldra við íþróttir og tómstundir barna m.a. með hækkun íþrótta- og tómstundastyrkja. Við munum einnig stuðla að því að umönnunargreiðslur hækki strax á næsta ári. Endurvekjum frístundarútuna Við ætlum að leggja enn frekari áherslu á að íþróttaæfingar geti farið fram á starfstíma skólans og kanna hvort unnt sé að endurvekja „frístundarrútuna“ þar sem börnum var ekið frá skóla og á æfingar. Ungmennaráð – 88 húsið Ungmennaráð hefur verið bæjarstjórn til ráðgjafar um fjölmörg verkefni sem unga fólkið telur að leggja eigi áherslu á í bænum. Við ætlum að hlúa vel að þessu samstarfi og því góða starfi sem fram fer innan 88 hússins og útfæra það enn frekar. xdreykjanes.is Vinnum áfram Vinnum áfram Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ Á kosningamiðstöð okkar að Hafnagötu 90 bjóðum við uppá súpu í hádeginu á virkum dögum, við grillum pylsur á milli kl. 14 og 16 á laugardögum og bökum saman vöfflur alla sunnudaga frá 14 til 16. Líttu við!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.