Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.05.2014, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 08.05.2014, Blaðsíða 18
fimmtudagurinn 8. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR18 -fréttir pósturu vf@vf.is Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnar- kosninga, sem fram eiga að fara 31. maí 2014, er hafin hjá sýslumanninum í Keflavík. Hún verður sem hér segir á skrifstofum sýslumannsins í Keflavík, Vatnsnesvegi 33, Reykjanesbæ og Víkurbraut 25, Grindavík: Reykjanesbær: • Alla virka daga frá kl. 08:30 til 19:00 • Laugardaginn 10. maí frá kl. 10:00 til 12:00 • Laugardagana 17. og 24. maí frá kl. 10:00 til 14:00 • Á uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí frá kl. 10:00 til 14:00 • Á kjördag, laugardaginn 31. maí frá kl. 10:00 til 14:00 Grindavík: Opið virka daga og á uppstigningardag sem hér segir: • Til og með 23. maí frá kl. 08:30 til 13:00. • Dagana 26.- 28. og 30. maí frá kl. 08:30 til 18:00. • Á uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí, frá kl. 10:00 til 14:00. Atkvæðagreiðsla á sjúkrahúsum og hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra fer fram 26. til 28. maí nk. skv. nánari auglýsingu á viðkomandi stofnunum. Sýslumaðurinn í Keflavík 5. maí 2014 Þórólfur Halldórsson sýslumaður Auglýsing um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is ALB10DAS 10,8V Li-Ion Bor/skrúfvél 1,4Ah 30Nm 14.890 ALM18DB 18V Li-Ion borvél 2,8Ah 38Nm 39.990 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Asaki VERKFÆRI AR636 18V Skrúfvél Ni-Cd 2,0Ah 158Nm 18.890 ALM14DF 14,4V Li-Ion herðsluskrúfvél 2,8Ah 135Nm 36.890 ALM18DB 18V Li-Ion borvél 2,8Ah 38Nm 39.990 ALM18DD 18V höggborvél Li-Ion 2,8Ah 38Nm 2 hraðar 41.890 ***** 5 stjörnu verkfæri 14.165 27.665 29.925 29.925 25% kynningarafsláttur í maí Asaki verkfæri fyrir iðnaðarmanninn 31.420 11.165 ATH: Tvær rafhlöður, taska og hraðvirkt hleðslutæki fylgir hverri hleðsluvél! AM18DWE 18V NI-CD borvél Ah 38N.m. 18.990AM14DW 14,4V NI-Cdborvél 1,5 Ah 36N.m 16.990 14.242 12.742 Grindavíkurbær hefur gert hre y f isamninga v ið 45 starfsmenn til næstu fimm mán- aða þar sem starfsmenn nýta sér vistvænar samgöngur eins og hjólreiðar eða göngu á leið til og frá vinnu og/eða til ferða á vegum vinnuveitanda. Hreyfisamningur er kr. 5.000 á mánuði, sem greið- ist út mánaðarlega. Styrkur þessi er undanþeginn staðgreiðslu skv. reglum um skattmat vegna tekna manna tekjuárið 2014. Um til- raunaverkefni er að ræða í sumar. Starfsfólk þarf að skila þarf inn hreyfidagbók til forstöðumanns í hverjum mánuði. Verkefnið fer vel af stað og er mikil ánægja ríkjandi meðal starfsfólks. Í Grindavík eru kjöraðstæður fyrir starfsfólk að ganga eða hjóla til vinnu. Aðstæður í Grindavík eru þannig að tiltölulega stutt er á milli staða og ekki er miklum brekkum eða hæðum fyrir að fara. Mikið átak hefur verið unnið í gerð göngustíga, t.d. upp að Þorbirni, út í Þórkötlustaðahverfi og niður við höfn. Þessir stígar nýtast hjólreiða- fólki jafn vel og þeim sem ganga sér til heilsubótar. Einnig hefur verið gert átak í því að auka öryggi í um- ferðinni og sérstaklega í kringum skólastofnanir og íþróttamann- virki. Allt er þetta liður í því að bæta umhverfis- og eða samgöngu- mál fyrir íbúa Grindavíkur. Hjólað á milli stofn- ana bæjarins Nú gefst starfsfólki fjögurra stofn- ana hjá Grindavíkurbæ tækifæri til þess að fara á reiðhjóli á milli stofnana bæjarins þegar þeir þurfa að sinna erindum starfs síns vegna. Þetta er liður í því að hvetja starfs- menn til þess að leggja bílnum og nota hjól til að fara á milli staða. Vegalengdir á milli stofnanna Grindavíkurbæjar eru tiltölulega þægilegar fyrir þennan umhverfis- væna samgöngumála. Keypt hafa verið fjögur reiðhjól í þetta tilraunaverkefni. Skylda er að nota hjálm og vesti þegar farið er á milli stofnana og er hver einasta ferð skráð niður í dagbækur til að sjá hversu notkunin er mikil til að meta áframhaldið á verkefninu. Mikil ánægja er á meðal starfsfólks viðkomandi stofnana með þetta umhverfisvæna verkefni. „Niðurstaðan er jákvæð og ljóst að reksturinn er á réttri leið og í samræmi við markmið sem bæjarstjórnin setti sér undir lok árs 2010 og aftur fyrir síðustu fjárhagsáætlun. Við erum að ráðast í miklar framkvæmdir án þess að taka lán og því er mikil- vægt að bæjarsjóður skili góðum afgangi á næstu árum,“ segir Róbert Ragnarsson bæjarstjóri í fréttatilkynningu frá Grinda- víkurbæ. Hann vill þakka þennan viðsnúning í rekstri bæjarins samstilltu átaki bæjarstjórnar og starfsfólks bæjarins sem hafi lagt sitt af mörkum við ýmsar hag- ræðingaraðgerðir. „Á sama tíma hefur gengið vel í undirstöðuat- vinnuvegunum okkar, sjávarút- vegi og ferðaþjónustu, þannig að atvinnuþátttaka og tekjur hafa verið að hækka.“ Betri afkoma en gert var ráð fyrir Ársuppgjör Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2013 var lagt fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Grindavíkurbæjar 29. apríl. Enn fremur kemur fram í tilkynningu að rekstrarniðurstaðan sé betri en áætlanir gerðu ráð fyrir en 180 milljón kr. rekstrarafgangur varð í fyrra sem er um 24 mkr. betri af- koma en ráð var fyrir gert. Munar þar mestu um að rekstrartekjur eru 210 mkr. yfir áætlun, þar á meðal útsvar tæplega 87 mkr. og framlag úr Jöfnunarsjóði rúmlega 46 mkr. Fjárfesting upp á 1.5 milljarða Gert er ráð fyrir fjárfestingu upp á 1.565 mkr. á næstu fjórum árum. Í uppbyggingu eru íþróttamann- virki, bygging bókasafns og tónlist- arskóla við grunnskólann. Fram- kvæmdirnar verða fjármagnaðar með veltufé frá rekstri og um 500 mkr. af handbæru fé. Því þarf ekki að taka lán til framkvæmdanna en á móti kemur að reksturinn mun þyngjast þegar mannvirkin verða komin í notkun. Útsvarshlutfall úr 14,28% í 13,99% Vegna jákvæðrar rekstrarniður- stöðu var ljóst að útsvarstekjur ársins 2013 yrðu nokkuð umfram áætlun. Því var samþykkt að lækka útsvarshlutfall vegna ársins 2014 úr 14,28% í 13,99%, sem er með því sem lægst gerist á landinu. Áætl- anir til ársins 2017 gera ráð fyrir jákvæðum þriggja ára rekstrar- jöfnuði. Skuldahlutfall Grinda- víkurbæjar er um 63%, en hámark samkvæmt sveitarstjórnarlögum er 150%. Handbært fé 9 milljónum hærra Heildareignir í samanteknum reikningsskilum A og B hluta eru 7.821,5 mkr. Heildarskuldir og skuldbindingar eru 1.437,1 mkr. Þar af eru lífeyrisskuldbindingar um 441,2 mkr. Næsta árs greiðsla lífeyrisskuldbindinga er 19,9 mkr. Langtímaskuldir eru 740,7 mkr. og næsta árs afborganir eru 43,3 mkr. Eigið fé í samanteknum reiknings- skilum er 6.384,4 mkr. og er eigin- fjárhlutfall 81,6%. Handbært fé hækkaði um 89,0 mkr. frá fyrra ári en áætlun gerði ráð fyrir lækkun að fjárhæð 345,9 mkr. ■■ Jákvæð rekstrarafkoma Grindavíkurbæjar: Útsvar með því lægsta á landinu Starfsmenn Grindavíkurbæjar hjóla og ganga til og frá vinnu Starfsfólk Grindavíkur- bæjar hjólar í vinnuna. Í framhaldi af samþykkt bæj-arráðs í vetur um stefnu- mótunarvinnu um íþróttamál í Grindavík, hafa Grindavíkur- bær og aðalstjórn UMFG skrifað undir samkomulag sem felur í sér að Grindavíkurbær veitir UMFG 10.000.000 kr. styrk sem skiptist þannig: 1.) 2.000.000 kr. til að koma til móts við útgjöld deilda vegna 16 - 18 ára starfs. 2.) 2.000.000 kr. til að koma á sam- ræmdu bókhaldi á milli deilda og aðalstjórnar sem er í umsjá aðal- stjórnar. 3.) 6.000.000 kr. til að koma til móts við afreksstarf UMFG. Aðalstjórn UMFG hefur í samráði við deildir félagsins samþykkt nán- ari skiptingu fjármagnsins á milli deildanna. Eftirfarandi skilyrði eru sett fyrir greiðslu til afreksstarfs allra deilda: a. Styrkurinn nær eingöngu til ferðakostnaðar, þjálfararalauna, sjúkraþjálfunar, búningakostnaðar, dómarakostnaðar og þátttöku- gjalda. b. Gerð er sú krafa að jafnréttis- sjónarmið gildi við úthlutun innan deilda UMFG. c. Allar deildir þurfa að skila inn greinargerð til frístunda- og menn- ingarnefndar eigi síðar en 31. janúar 2015 þar sem gerð er grein fyrir ráðstöfun styrksins og nánari sundurliðun. Á myndinni eru Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Gunnlaugur Hreinsson, formaður UMFG að takast í hendur eftir undirritun samningsins. Myndin er tekin við nýtt íþróttamannvirki sem rís þessa mánuðina og í baksýn er Grindavíkurvöllur en þar hefst keppni innan skamms. Skrifað undir afrekssamning við UMFG

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.