Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.06.2014, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 19.06.2014, Blaðsíða 9
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 19. júní 2014 9 -mannlíf pósturu vf@vf.is Laus störf við leikskólann Laut Deildarstjóra vantar til starfa í leikskólanum Laut í Grindavík. Um 100% starf er að ræða. Vinnutími frá kl. 08:00-16:00. Laun eru samkvæmt kjarasamningum leikskólakennara. Viðkomandi þarf að geta hafið starf 13. ágúst n.k. Leikskólakennara vantar til starfa í leikskólanum Laut í Grindavík. Um 100% starf er að ræða. Vinnutími frá kl. 08:00-16:00. Laun eru samkvæmt kjarasamningum leikskólakennara. Viðkomandi þarf að geta hafið starf 13. ágúst n.k. Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli fyrir börn frá 18 mánaða - 6 ára. Við erum „Skóli á grænni grein“ og vinnum eftir Uppbyggingarstefnunni - Uppeldi til ábyrgðar. Gleði, hlýja og virðing eru einkunnarorð skólans. Nánari upplýsingar um leikskólann er að finna á heima- síðu hans, leikdal.simnet.is. Hæfniskröfur: • Leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari. • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.  • Færni í samskiptum.  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Vakin er athygli á því að ef ekki fæst leikskólakennari kemur til greina að ráða annað háskólamenntað fólk eða leiðbeinendur. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um. Umsóknir berist til leikskólastjóra í síma 426-8396, 893- 4116  og 6607317  eða á netfangið gleik@grindavik.is Endurnýja þarf eldri umsóknir. Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2014. n Reykjanesbær: Eitt þeirra verkefna sem Reykjanesbær fékk í arf við sameiningu sveitarfélagananna frá Keflavíkurbæ var að velja bæjarlistamann sveitarfélagsins. Hefur það verið gert að jafnaði á fjögurra ára fresti frá árinu 1994 og er tilkynnt á þjóðhátíðardag- inn 17. júní. Þeir sem hlotið hafa nafnbótina listamaður Reykja- nesbæjar eru í réttri röð : Mar- grét Soffía Björnsdóttir (Sossa), myndlistarmaður, Gunnar Eyj- ólfsson, leikari, Rúnar Júlíus- son, tónlistarmaður og nú síðast Ragnheiður Skúladóttir, píanó- leikari. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ákvað á síðasta fundi sínum, þann 3. júní s.l. að tillögu menningarráðs að til- nefna Sigurð Sævarsson, tónskáld, sem næsta bæjarlistamann Reykja- nesbæjar. Sigurður hóf tónlistarnám ungur að aldri, og síðar söngnám, í Tón- listarskólanum í Keflavík. Síðan lá leiðin í Nýja tónlistarskólann í Reykjavík þar sem kennarar hans voru Sigurður Demetz Franzson og Alina Dubik. Sigurður nam bæði söng og tónsmíðar við Boston há- skóla og lauk þaðan meistaragráðu í báðum greinum 1997. Sigurður hefur samið fjölda verka bæði stór og smá. Aðal áhersla hans hefur verið á óperur og kórverk. Má þar nefna óperuna Z-ástar- saga, sem frumflutt var á óperu- hátíð Norðuróps 2001 í Reykja- nesbæ, óratoríuna Hallgrímspassíu sem frumflutt var í Hallgríms- kirkju 2007 og aftur í Ytri-Njarð- víkurkirkju og í Hallgrímskirkju á Kirkjulistahátíð 2010. Var hún í kjölfarið hljóðrituð og gefin út sama ár. Diskurinn var tilnefndur til Íslensku Tónlistarverðlaunanna sem plata ársins í flokknum Sígild og Samtímatónlist. Önnur ópera Sigurðar, Hel, samin við sögu Sig- urðar Nordal var flutt í Íslensku Óperunni í samvinnu við Listahá- tíð 2009. Ári seinna var Sigurður staðartónskáld á Sumartónleikum í Skálholti og samdi af því tilefni Missa Pacis fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Verkið var hljóð- ritað sama ár og gefið út 2011. Þá má nefna Kvæði, verk fyrir ein- söngvara og strengjasveit sem frumflutt var á Myrkum Músík- dögum 2011. Sama ár var kórverk hans, Stabat Mater, frumflutt á Ítalíu. Í desember 2012 var verk Sigurðar Jólaóratoría frumflutt í Hallgrímskirkju af kór, einsöngv- urum og hljómsveit. Verkið verður flutt aftur í Hallgrímskirkju næsta desember og í kjölfarið hljóðritað. Nýjasta verk Sigurðar, O crux, verður frumflutt í haust, bæði hér heima og á Norðurlöndum. Verk Sigurðar hafa verið flutt víða um heima, bæði í Evrópu og í Norður- og Suður-Ameríku. Sigurður Sævarsson valinn bæjarlistamaður Ellert flaggaði stærsta fána Íslands17. júní hátíðarhöldin í Reykjanesbæ fóru fram með hefðbundnum hætti í skrúðgarðinum í Keflavík á 70 ára afmæli lýðveldisins á þriðjudag. Meira að segja veður- guðirnir lögðu sig fram við að halda í heiðri hinu dæmi- gerða þjóðhátíðarveðri, ekki ósvipuðu því og var á Þing- völlum við stofnun lýðveldisins fyrir 70 árum. Að lokinni þjóðbúningamessu í Keflavíkurkirkju og skrúð- göngu í fylgd skáta og lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar dró Ellert Eiríksson, fyrrum bæjarstjóri í Keflavík og svo Reykjanesbæ, íslenska fánann að húni, en fáninn mun vera sá stærsti á Íslandi. Karlakór Keflavíkur flutti að því loknu þjóðsönginn og nýstúdentinn og dúx Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, Sandra Lind Þrastardóttir flutti ávarp í hlutverki fjallkonunnar. Ræðu dagsins flutti Björk Guðjóns- dóttir, verkefnisstjóri og fyrrum bæjarfulltrúi og alþingis- maður, og fjallaði hún m.a. um þá breytingar og þróun sem átt hafa sér stað frá því sveitarfélögin þrjú Keflavík, Njarðvík og Hafnir sameinuðust undir merkjum Reykjanesbæjar og þá styrkleika sem hún telur felast í því að sameina kraftana um verkefnin. Að ræðu Bjarkar lokinni tók við skemmti- dagskrá á sviði með söng, leik, dansi og tón- list. Um kvöldið sá ungmennaráð Reykjanesbæjar um skemmtidagskrá í hinum glæsilega ung- mennagarði, þar sem hægt var að taka þátt í alls kyns þrautum og fleiru skemmtilegu. Enginn er verri þótt hann vökni segir máltækið en þrátt fyrir sól í hjarta og sól í sinni, verður að viðurkennast að allt verður einhvern veginn betra í góðu veðri – en þetta var nú einu sinni 17. júní, svo allt getur jú gerst! Ellert Eiríks- son, fyrrum bæjarstjóri í Keflavík og svo Reykja- nesbæ, íslenska fánann að húni.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.