Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.06.2014, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 19.06.2014, Blaðsíða 14
fimmtudagurinn 19. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR14 -sport pósturu vf@vf.is Kvennahlaup í Reykjanesbæ Alls hlupu 517 konur á öllum aldri í Kvennahlaupi ÍSÍ í Reykjanesbæ á laugardaginn var. Hlaupið var haldið í 25. sinn í ár en að venju var hlaupið um allt land og víða um heim. Í fyrra tóku um 16.000 konur þátt, en hlaupið er alla jafna einn stærsti almennings- íþróttaviðburður á hverju ári. Guðbjörg Jónsdóttir, sem er verk- efnastjóri hlaupsins í Reykjanesbæ, sagðist í samtali við Víkurfréttir nú áðan mjög ánægð með þátttökuna. Yngstu þátttakendur voru nokkurra mánaða í vögnum mæðra sinna og elsti þátttakandinn var 86 ára. Áður en hlaupið var af stað var tekin létt upphitun og svo hlupu konurnar á sínum hraða út í blíðuna en nokkrar vegalengdir voru í boði. Takk fyrir skemmtilegt kvennahlaup - í Reykjanesbæ á laugardaginn Þa ð m y n d a ð i s t m i k i l o g skemmtileg stemming við Húsið okkar á laugardagsmorgun kl. 11 þegar 25. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ hófst í Reykjanesbæ. Margar stelpur komu á síðasta klukkutím- anum fyrir hlaupið til að skrá sig og veðrið var með besta móti. Aneta zumba-kennari var með Zumba- Mob upp úr hálf ellefu og hin yndis- lega Bryndís Kjartansdóttir, pílate- skennari, sá um upphitunina og þar myndaðist mikil orka, gleði og kraftur áður en stelpurnar héldu af stað upp Hringbrautina. Ástar- þakkir Aneta fyrir flott ZumbaMob og Bryndís fyrir frábæra upphitun. Lögreglan sá um að konurnar kæm- ust leiðar sinnar upp Hringbrautina og langar mig að þakka þeim kærlega fyrir að hafa hjálpað okkur með því að stoppa umferðina, rétt á meðan hátt í 500 stelpur héldu leiðar sinnar upp Hringbraut, ýmist labbandi, skokkandi eða hlaupandi og á öllum aldri, bæði í kerrum og á tveimur jafnskjótum. Þær sem fóru lengstu leiðina héldu sem leið lá inn í Njarðvík inn að Fitjum og til baka. Þær sem löbbuðu, skokkuðu eða hlupu styttri vegalengdirnar, 2 og 4km, hlupu í Keflavík og enduðu síðan allir við Húsið okkar á Hring- brautinni og fengu verðlaunapeninga, Egils kristal og svo var frítt í sund á eftir. Þetta var virkilega skemmtilegt kvennahlaup og mig langar að þakka öllum stelpunum sem tóku af skarið, mættu og voru með og vona að það hafi verið hvatning bæði fyrir þær sjálfar og hinar sem heima sátu að muna eftir því að við þurfum að hreyfa okkur allt lífið, ekki bara einu sinni á ári. Með því að hreyfa okkur reglulega, þá líður okkur svo miklu betur, bæði andlega og líkamlega og þá er lífið svo miklu auðveldara og skemmtilegra. Gangi ykkur vel að halda áfram að hreyfa ykkur stelpur og munið að þið farið aldrei hægar en ef þið sitjið heima. Með hlaupakveðju, Guðbjörg Jónsdóttir, Verkefnisstjóri SJÓVÁ Kvenna- hlaups ÍSÍ í Reykjanesbæ 2014 Laus störf hja KFC Starfssvio)-: Haefniskro“fur: Við leitum að skipulögðum og framtakssömum einstaklingum í fullt starf í vaktavinnu (2-2-3). Starfsreynsla úr sambærilegu umhverfi æskileg. Aðeins 24 ára og eldri koma til greina. Tvö stöðugildi í boði. Vaktstjóri er umsjónarmaður á vakt og ber ábyrgð á þjónustu, gæðum, uppgjöri, undirbúningi, frágangi o.fl. » Íslenskumælandi » Skipulags- og leiðtogahæfileikar » Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum » Góð almenn tölvukunnátta » Reynsla af veitingaþjónstu æskileg Áhugasamir eru hvattir til þess að senda inn feril- skrá með mynd til starfsmannastjóra KFC á netfangið barbara@kfc.is. Hvetjum þá sem áður hafa sótt um til að sækja um aftur. Vaktstjorar Fjórða tapið í röð hjá Sandgerðingum Reynismenn töpuðu sínum fjórða leik í röð í 2. deild karla í knattspyrnu um helgina. Að þessu sinni töpuðu Sandgerðingar gegn Sindra á útivelli, 0-2. Eftir leikinn eru Sandgerðingar með fjögur stig í 10. sæti deildarinnar. Ekkert virðist ganga hjá Njarðvíkingum Ófarir Njarðvíkinga í 2. deild-inni í fótbolta virðast engan endi ætla að taka. Njarðvíkingar töpuðu sínum sjötta leik í röð í deildarkeppninni þegar þeir fengu Fjarðarbyggð í heimsókn. Lokatölur leiksins urðu 0-3 þar sem gestirnir höfðu tveggja marka forystu í hálf- leik. Sanngjarn sigur hjá liðinu sem vermir 2. sæti deildarinnar. Njarð- víkinga eru á botni deildarinnar en liðið hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa. Jafnt hjá Grindvíkingum og Þrótti Grindvíkingar gerðu jafntefli gegn Þrótti í 1. deild karla í knattspyrnu um helgina. Lokatölur urðu 1-1 en Grindvíkingar komust yfir í lok fyrri hálfleiks þegar Juraj Grizelj skoraði mark úr vítaspyrnu. Gestirnir jöfnuðu metin eftir klukkustundar leik og þar við sat. Grindvíkingar hafa nú fjögur stig eftir fimm leiki og eru sem stendur í 10. sæti deildarinnar. Töp í kvennaboltanum Kv e n n a l i ð Ke f l a v í k u r o g Grindavíkur í fótboltanum töpuðu leikjum sínum í vikunni, en þau leika bæði í 1. deild í A-riðli. Grindvíkingar töpuði 1-3 gegn HK/Víkingum á heimavelli sínum á meðan Keflvíkingar töpuðu 3-0 gegn Víkingum Ó. á útivelli. Kefl- víkingar eru á botni deildarinnar með 1 stig, á meðan Grindvíkingar eru í 6. sæti með 3 stig. ÍRB ERU ALDURSFLOKKAMEISTARAR 2014 Miklir yfirburðir á heimavelli Aldursflokkameistara-mót Íslands í sundi var haldið í Reykjanesbæ um helgina og fór lið ÍRB með öruggan sigur af hólmi á heimavelli. ÍRB vann stigakeppnina með 1069,5 stigum, en í öðru sæti var lið Ægis með 536 stig og í þriðja sæti var lið SH með 458 stig. ÍRB átti stóran hóp verðlaunahafa og þar af marga aldursflokka- meistara. Fjögur aldurs- flokkamet voru slegin á mótinu en þar voru liðsmenn ÍRB á ferðinni. Karen Mist Arngeirsdóttir sló Íslandsmetið í 50 og 100 m bringusundi í telpna- flokki. Boðsundssveit ÍRB í Telpnaflokki sló Íslandsmetið í flokknum í 4x50 m fjórsundi og 4x100 m fjórsundi. Sveitina skipuðu þær Eydís Ósk Kolbeins- dóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Gunnhildur Björg Baldursdóttir og Stefanía Sigurþórsdóttir. Á lokahófi ÍRB fengu nokkrir sundmenn sem sköruðu fram úr verðlaun en frá ÍRB voru það Eva Margrét Falsdóttir sem var stigahæsta Hnátan, Diljá Rún Ívarsdóttir sem var stigahæsta Meyjan og Sunneva Dögg Friðriksdóttir sem var stigahæsta Stúlkan. Már Gunnarsson fékk svo styrk úr minningarsjóði Ólafs Þórs Gunnlaugssonar. Þjálfararnir Eðvarð, Anthony og Steindór fagna sigri.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.