Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.06.2014, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 19.06.2014, Blaðsíða 15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 19. júní 2014 15 -sport pósturu vf@vf.is Skólamatur leitar að jákvæðum einstaklingum til starfa í skólamötuneyti á Suðurnesjum. Um er að ræða hlutastörf á þægilegum vinnutíma frá og með hausti. Skólamatur er fjölskylduvænn vinnustaður. Umsóknir og fyrirspurnir berist á fanny@skolamatur.is Mötuneyti! Hollt, gott og heimilislegt Sími 420 2500 I skolamatur@skolamatur.is skolamatur.is Vörukynning í Lyf og heilsu Keflavík Fimmtudaginn 19.júní á milli 15 og 18 Eðvarð Þór Eðvarðsson er flestum kunnur en hann gerði garðinn frægan í sundlaug- unum hér á árum áður. Eðvarð hefur nú verið þjálfari síðstu 26 árin en hann ræddi við blaða- mann Víkurfrétta um efniviðinn sem fyrirfinnst í sundliði ÍRB um þessar mundir. Íþróttamaður árins 1986 fer fögrum orðum um unga sundmenn Reykjanes- bæjar, sem hann segir vera efni- legustu unglinga sem hann hafi augum litið. Sveit ÍRB fór með öruggan sigur af hólmi á Aldurs- flokkamóti Íslands sem haldið var í Reykjanesbæ um helgina. Rúmlega 260 keppendur mættu til leiks en til þess að komast inn á mótið þá þarf að ná sérstökum lámörkum. „Við höfum náð upp mjög góðri sundhefð í Reykjanesbæ í gegnum árin. Það er gott að ná að halda þessu sterka starfi þrátt fyrir alla þá fjölbreytni sem er í íþróttaflór- unni á svæðinu,“ segir þjálfarinn Eðvarð. „Við leggjum mikla áherslu á að ná árangri. Við höfum verið að ganga í gegnum ákveðin kyn- slóðarskipti undanfarin ár. Upp- byggingin er mjög góð eins og sakir standa. Uppistaðan úr unglingalandsliðum Íslands er úr ÍRB og krakkarnir okkar eru að standa sig gríðarlega vel,“ bætir hann við. Verðum besta fullorðinsliðið innan tveggja ára Eðvarð veit sem er að það er ekki nóg að vera efnilegur og nú er svo komið að stíga þarf næsta skref. „Það er eitthvað sem tíminn verður að leiða í ljós en ég er fullur bjart- sýni um að við erum að sjá hér ungt og efnilegt fólk sem mun koma til með að vera í fremstu röð fullorð- ina sundmanna inna fárra ára.“ Eð- varð rifjar upp þær aðstæður sem sundfólk æfir við núna í saman- burði við þegar hann hóf að að æfa sund í 12 metra sundlaug í Njarðvík. Eins segir hann að tækni í þjálfun hafi fleygt fram og því séu aðstæður til fyrirmyndar fyrir ungt sundfólk í Reykjanesbæ. En hversu gott er lið ÍRB í rauninni? „Með fullri virðingu fyrir öðrum þá er ÍRB með langbesta unglinga- lið landsins. Ég hef nú séð margt en þetta er væntanlega besta unglinga- lið sem ég hef séð á þessum aldri, 15 ára og yngri. Ef þessir krakkar halda áfram sinni þróun, þá yrði ég mjög hissa ef við yrðum ekki komin með besta fullorðinsliðið innan tveggja ára. Ég á allt eins von á því að einhver sundmaður héðan taki af skarið og fari alla leið á Ólympíu- leika,“ segir Eðvarð að lokum. Við- tal við þjálfarann og svipmyndir frá AMÍ mótinu í Reykjanesbæ má sjá í Sjónvarpi Víkurfrétta á ÍNN klukkan 21:30 í kvöld. Sumarlegur og hollur ís Það getur verið gott að eiga íspinna í frystinum þegar húsið fyllist allt í einu af krökkum og allir svangir eftir alla útiveruna. Sjálfsögðu ekki verra ef ísinn er laus við aukaefni, bragðefni og hvítan sykur en mig langar til að gefa ykkur tvær ofur einfaldar upp- skriftir að ís sem hægt er að setja í íspinnaform eða venjulegt ísbox. Það er nefnilega svo auðvelt að gera þetta sjálfur og kannski frekar hægt að kalla svona útgáfu ‘ís-boost’ þar sem öllu hrá- efninu er skellt í blandarann eða matvinnsluvél og hellt í form og fryst, brjálæðislega einfalt og súper hollt! Jarðarberja ís 1 b frosin jarðarber 3 frosnir bananar ½ b kókosrjómi (Coco cuisine) 10 dropar vanillustevía (Now) Mangó ís 1 poki frosið mangó 3 msk kókosflögur 1/3 b þurrkað mangó ½ b möndlumjólk 1 kreist sítróna Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknirH EI LS U H O R N IÐ ÁSDÍS GRASALÆKNIR SKRIFAR Fjórir Keflvíkingar í U16 Fjórir ungir og efnilegir knattspyrnumenn frá Keflavík hafa verið boðaðir til æfinga með undir 16 ára landsliði Íslands á næstunni. Keflvíkingurinn Freyr Sverrisson þjálfar liðið en æfingarnar eru hluti af undirbúningi fyrir þátt- töku Íslands á Ólympíuleikum ungmenna sem fara fram í Kína í ágúst. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir: Hilmar Andrew McShane, Júlíus Davíð Júlíusson, Sigur- bergur Bjarnason og Stefán Alexander Ljubicic.- Segir sundgoðsögnin Eðvarð Þór um ÍRB Besta unglingalið sem ég hef séð Sigurbergur Bjarnason er efnilegur varnarmaður. Viðtal við þjálfar- ann og svipmyndir frá AMÍ mótinu í Reykjanesbæ má sjá í Sjónvarpi Víkur- frétta á ÍNN klukkan 21:30 í kvöld.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.