Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.12.2014, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 04.12.2014, Blaðsíða 26
26 fimmtudagurinn 4. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR Sigurður Björgvinsson hefur rekið íþróttavöruverslunina K-sport í Reykjanesbæ í 21 ár. Hann segir skipta máli að við- skiptum sé beint til fyrirtækja á svæðinu og þar sé þáttur sveitar- félaga mikilvægur. Oft sé leitað langt yfir skammt. „Fólk hefur hringt í mig sem statt hefur verið í 66°N í Reykjavík og spurt: Áttu þessa flík í þessari stærð, þeir eiga hana ekki hér? - og ég hef átt hana. Þá sér það eftir að hafa ekki athugað hér fyrst. Við getum líka auðveldlega sparað viðskipta- vinum bensín með því að panta vöru í vissum lit eða stærð til okkar. Þá er hún komin til okkar kannski daginn eftir,“ segir Sigurður Björg- vinsson, eigandi K-port, en hann hefur rekið verslunina í 21 ár. Hann er auk þess með umboð fyrir vörumerkin 66°N, Nike, Zo-on, Didrikson og Speedo. „Við seljum allt að 60% í vörum frá 66°N eftir pöntunarfyrirkomulagi. Ég er líka mikið með fatnað yfir íþróttafélög, skóla og leikskóla og hef sérhæft mig í því. Við verslunar- og þjón- ustufyrirtækjaeigendur erum háðir viðskiptavinum en mér finnst líka skipta máli að viðskiptum sé með- vitað beint til fyrirtækja á svæð- inu.“ Þáttur sveitarfélaga mikilvægur Sigurður segir að oft sé leitað til Reykjavíkur þegar vel sé hægt að fá hlutinn eða vöruna hér. „Það gleymist oft að umboðsaðili fyrir vörur er hér á svæðinu og í staðinn er leitað langt yfir skammt. Við erum með ákveðið fyrirkomu- lag um afslátt fyrir íþróttafélög og höfum reynt að koma til móts við viðskiptavini til að hvetja þá til að velja okkur. Þegar ég tók við versluninni 1994 pantaði ég fót- bolta-og körfuboltaskó fyrir 90% iðkenda í Njarðvík og Keflavík. Í dag er ég með 2%. Það vantar hvatningu innan íþróttafélaganna um að iðkendur kaupi af mér. Í Grindavík eru fatapeningarnir á vegum bæjarins eyrnamerktir verslunum þar en Reykjanesbær, þessi stóri vinnuveitandi, verslar í Reykjavík.“ Hann bætir við að það sé fyrirtækjanna að veita tækifærin. Gott fólk reki verslanir á Suður- nesjum. „Það eru tvær íþróttavöru- verslanir á Akranesi þar sem 5000 manns búa. Hér erum við í vand- ræðum með að reka eina.“ Sigurður er þó afar þakklátur sínum traustu viðskiptavinum sem haldi í honum lífinu og þar séu í meirihluta 35 ára og eldri og nýbúarnir. „Elsti hópur- inn er ekki mikið fyrir Kringlur og Smáralindir. Utanlandsferðirnar verða alltaf til staðar og við erum ekki í meiri samkeppni við þær en aðrar verslanir á landinu.“ Japanir keyptu 30 stígvél Sigurður segir árið í ár þó vera sitt besta eftir hrun, en það sé líka vegna þess að hann fór sínar eigin leiðir. „Neytendur eru á verðlags- vaktinni en víða er blekkingar- leikur í gangi. Ég reyni frekar að lækka verðið hjá mér en að veita afslátt. Það er líka hægt að leysa ýmislegt með pöntunarfyrirkomu- lagi og halda þannig versluninni heima. Vöruverðið á t.d. Nike vörum hefur lækkað gríðarlega miðað við verð erlendis undan- farin ár. Þegar íslenska krónan féll minnkaði eftirspurnin eftir skónum beint úr verslunum og því varð að lækka verðið.“ Óvænt viðskipti hafi líka átt sér stað og Sigurður segir skemmtilega sögu af íslensku rækjuveiðiskipi sem var við veiðar í Kanada hér um árið og njarðvísku Örlygsbræðurnir sáu um að þjónusta. „Þar voru Jap- anir sem tóku eftir því að íslensku sjómennirnir voru svo stöðugir á dekkinu í stígvélum frá 66°N. Mörg slys verða á japönskum togurum vegna þess að þeir renna til í sínum skófatnaði. Það endaði með því að ég útvegaði Japönunum 30 stígvél. Kaupmaður í Keflavík!“ Samkaup varð sterkari en Hagkaup Einnig rifjar Sigurður upp þegar Hagkaup opnaði martvöruverslun á Fitjum í Njarðvík. „Þá fór skjálfti um okkur í Samkaupum, þar sem ég var deildarstjóri yfir matvörunni. Einhver áróður varð í kjölfarið um að Reykvíkingurinn Pálmi í Hag- kaup væri að koma á svæðið og þá kom þetta orðatiltæki ‘að versla heima’. Það varð aukning í sölu hjá Samkaupum. Fólk var meðvitað um að halda úti versluninni og það endaði með því að Hagkaup lokaði versluninni. Samstaða fólksins og stoltið skipti þarna sköpum. Í dag er eins og að það sé voða viðkvæmt að fara inn á þetta og það eigi bara að þakka fyrir að verslanir annars staðar frá séu að opna hér. Ég spyr oft sjálfan mig hvernig hægt sé að vekja fólk til umhugsunar um það að við verðum að vera sjálfbær sem bæjarfélag. Ég er mjög hreykinn af því að búa hérna og hér er svo margt í lagi sem gengur vel,“ segir Sigurður. -viðtal pósturu vf@vf.is ■■ Sigurður í K-sport vill að fyrirtæki og sveitarfélög leiti ekki langt yfir skammt: Verðum að vera sjálfbært samfélag -aðsent pósturu vf@vf.is Þeir sem standa frammi fyrir erfiðum ákvörð- unum og breyt- i n g u m v i n n a sjaldan vinsælda- kosninguna a.m.k. ekki til skemmri t í m a , e n m e ð snöggum viðbrögðum, upplýstri og opinni umræðu um framtíð- arplanið mun staða Reykjanes- bæjar réttast við, það er mín trú. Uppstokkun stjórnsýslunnar og breyting á vinnubrögðum mun kalla á ný tækifæri og framsæknar hugmyndir. En öllum breytingum fylgir andstaða og ósætti og því verður meirihluti bæjarstjórnar að vopna bæjarbúa með nákvæm- um og reglulegum upplýsingum. Gagnsæi stjórnsýslunnar spornar gegn vantrausti, en það er einmitt vantraustið sem elur á óöryggi og sundrung. KPMG skýrslan er okkur bæjar- búum og stjórnendum Reykjanes- bæjar vegvísir til betri hagsældar. Með skýrsluna að leiðarljósi er ekki spurning hvort við þurfum að grípa til aðgerða heldur hvenær og hvernig. Á þeirri vegferð þurfum við að snúa bökum saman og sýna samstöðu. Bæjarfundurinn í Stap- anum var tímamót okkar bæjarbúa og upphafið að upplýstri umræðu um skuldarstöðu bæjarins sem má vissulega segja að hafi verið áfall. En nú vitum við hver staðan í leiknum er, stór biti að kyngja, við erum mörgum mörkum undir, en varla viljum við tapa leiknum? Það er sannarlega ekki í anda Suður- nesjabúa sem alltaf hafa sótt fast. Hefjum uppbyggingu og snúum þessum leik við! Mikið annríki hefur einkennt vinnu nýs meirihluta að leita lausna við núverandi stöðu og eðlilega er fyrst ráðist að kostnaði. Það sem ein- kennir rekstur í öllum fyrirtækjum er að það má alltaf finna aukafitu sem nauðsynlegt er að skera niður með sértækum en sannarlega ekki sársaukalausum aðgerðum. Að- gerðir stjórnar sveitarfélagsins um hækkun skatta og launaskerðingar hefur orsakað mikla reiði og jafn- vel undrun fólks en þessar aðgerðir ættu ekki að koma á óvart þar sem þetta er eðlilegur framgangur í erfiðum rekstri. Það hefði verið óskandi að við hefðum getað tekið þessar ákvarðanir fyrr, en það er önnur saga. Meirihluti bæjarstjórnar hefur verk að vinna og þarf að skila kosning- unum til fólksins um bætta fjár- hagsstöðu bæjarins, uppstokkun stjórnsýslunnar og skilvirkari upp- lýsingaferli. Það eru engar sárs- aukalausar lausnir í þessu máli í boði. Til að slá á verkinn verður meirihlutinn að sjá til þess að veita bæjarbúum greiðari aðgang að upplýsingum og drífa af allar miður skemmtilegar og óumflýjan- legar aðgerðir eins fljótt og auðið er, rífa plásturinn af, svo við getum farið að einbeita okkur að fram- sýnum verkefnum. Stjórn bæjarins verður að geta spilað jafngóða sókn sem vörn. Vörnin snýst um að verja bæinn frá því að fara á „bæinn“ og sóknin snýst um að verja grunnstoðir sam- félagsins hér í Reykjanesbæ. Vel upplýstur borgari, hornsteinn lýð- ræðisins, veitir stjórnsýslunni það aðhald sem þarf til að komast aftur í fyrstu deildina. Gleðilega aðventu, Dagný Alda Steinsdóttir, varaformaður Menningar- ráðs Reykjanesbæjar. ■■ Dagný Alda Steinsdóttir skrifar: Sóknin og vörnin Jólablöð VF eru framundan. Pantið auglýsingapláss í s. 421 0001

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.