Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.12.2014, Blaðsíða 29

Víkurfréttir - 04.12.2014, Blaðsíða 29
29VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 4. desember 2014 Á hvaða braut ertu? Ég er á listnámsbraut - eða er reyndar búinn með hana og er að taka núna viðbót uppí stúdentinn. Hvaðan ertu og aldur? Ég er 20 ára, ‘94, og er upphaflega úr Hafnarfirðinum en hef flutt yfir 12 sinnum, búið í Reykjavík, Kópavogi, Árbæ, Hafnarfirðinum, Sandgerði, Garðinum og svo Keflavík. Helsti kostur FS? Örugglega nálægðin. Áhugamál? Kvikmyndagerð, hef haft mikinn áhuga á henni alveg síðan ég byrjaði að gera stuttmyndir á Yo- utube með vinum minum árið 2009. Með hverju myndbandi hef ég alltaf lært eitthvað nýtt og hef núna gert yfir 70 myndbönd held ég. Einnig hafa lyftingar og fit- ness orðið mjög stórt áhugamál hjá mér seinstu 2-3 ár. Byrjaði á því til að styrkja mig fyrir körfuna en núna er þetta orðið svo mikið meira fyrir mér; þetta er lífsstíll. Að vakna kl 5:40 fyrir skóla til að elda máltíðirnar sínar og beint í gymmið eftir skóla gefur mér þannig tilfinningu að ég sé búinn að ná að afreka eitthvað mjög gott yfir daginn. Hvað hræðistu mest? Ég hræðist mest að festast ein- hvers staðar í lífinu og komast ekki lengra. Fyrir mér er lífið um að bæta sig sífellt og komast lengra og lengra í því sem þú hefur áhuga á. Að þurfa vera í einhverri vinnu, alla daga frá 8-5 að gera sama hlutinn hvern einasta dag, er bara mín versta martröð. Allir munu einn daginn deyja og gleymast, þannig lifðu lífinu til hins ítrasta og gerðu það sem þú vilt og gerir þig hamingjusaman. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Það er örugglega hann Sigurður Smári Hansson, hann er bara ein- hvern veginn með þennan sjarma sem lætur fólk heillast að honum uppi á sviði. Sé hann alveg fyrir mér með sinn eigin spjallþátt í framtíðinni. Hver er fyndnastur í skólanum? Markús Már Magnússon. Við höfum verið að klippa og fara yfir tökur á Hnísunni og svo kemur inn þessi jólasveinn í skotið og gerir eitthvað og sem er alltaf bara svo grillað og svo ótrúlega steikt að maður getur ekki annað en hlegið af sér rassgatið og pælt í hvaðan í andskotanum hann fékk hugmyndina að því. Hvað sástu síðast í bíó? Seinast í bíó sá ég „Interstellar“ og holy moly guacamole! what a film! Þessi mynd er svo svakalega góð fyrir mér vegna þess hún lét mig svo mikið fara að hugsa, þú getur nánast pælt endalaust í henni eins og hann Christopher Nolan er þekktur fyrir. Einnig er þessi mynd bara svo falleg, ekki bara í því sem við sjáum á hvíta tjaldinu heldur einnig hvernig hún lætur okkur líða tilfinningalega og ég játa, ég var á mörkunum að tárast á tímapunkti, ég viðurkenni það alveg. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Ég myndi lítið breyta mötuneytinu nema kannski láta hafa líka frían hafragraut á morgnana meðan prófin eru í gangi en annars er er ég bara mjög ánægður með það og starfsfólk þess. Líst bara mjög vel á þetta Heilsueflandi framhalds- skóli - thing. Hver er þinn helsti galli? Ég myndi segja að það væri örugg- lega óstundvísi og hversu opinn ég er með einkalífið mitt við alla. Það hefur komið mér í vandræði þar sem einstaklingur spurði mig bara úti í eitthvað í einhverju djóki og ég svaraði bara og fattaði síðan seinna að ég hefði í raun ekkert átt að segja þetta og áður en ég vissi var það búið að dreifast út um allt. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? YouTube, Snapchat og Facebook. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Eins plebbalega og það hljómar, þá myndi ég hækka inntökuskilyrði skólans eða ekki hika við reka fólk sem er fellur í þremur áföngum eða fleirum. Finnst vinnumórall- inn í þessum skóla vera svo lágur og það er eins og sumir monti sig yfir því hvað þeim gengur illa í fögum, sem lætur aðra halda að það sé bara allt í lagi að falla í einum til tveimur áföngum. Það finnst mér að ætti alls ekki að vera staðallinn. Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Akkúrat núna nota er ég soldið að vinna með „Kurwa jak nie sraczka“ sem bölvun og hef verið að vinna með „slice“ sem „nice“. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mér finnst félagslífið í skólanum bara orðið ágætt miðað við hvern- ig það var, en það er alltaf hægt að bæta. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Stefnan er óljós en ég hef eitt- hvað verið að fikta við að fara í íþróttasálfræði, er að kynna mér málið betur. Annars hefur alltaf draumurinn síðan 2009 verið að fara í kvikmyndagerðarskóla og verða alvöru leikstjóri. Þar sem ég er núna búinn að vera vinna mikið í Hnísunni og hjálpaði einnig útskriftarhópnum núna að gera dimmission-myndbandið sitt, þá er áhuginn svolítið að koma aftur. En einkaþjálfarann ætla ég tví- mælalaust að taka. Hver er best klædd/ur í FS? Verð að segja hann Kristinn Sveinn Kristinsson. FS-ingur vikunnar að þessu sinni er Theodór Már Guðmundsson. Hann hefur mikinn áhuga á kvikmyndagerð og líkamsrækt. Hann viðurkennir að hafa verið á barmi þess að tárast yfir kvikmyndinni Interstellar, svo góð var myndin að hans mati. Íris Jóns er eftir- lætiskennarinn og næringarfræði er besta fagið. Áhugamálin lyftingar og kvikmyndagerð -fs-ingur vikunnar Kennari Íris Jónsdóttir Fag í skólanum Næringarfræði Sjónvarps- þættir Dragon Bal l Z (ég er nörd) og old school Simpsons Kvikmynd Ég get ekki valið, eins og að gera upp á milli barnanna sinna Hljómsveit/tónlistarmaður The Weeknd og Metallica Leikari Johnny Depp eða Chris Hemsworth Vefsíður YouTube, Facebook, Twitter og Tumblr Flíkin Kósy stóra diamond hettupeysan mín Skyndibiti Dominos og Subway Hvaða tónlist/ lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)? One Direction Eftirlætis - ung Sam Smith og Beyoncé í uppáhaldi Særún Björgvinsdóttir er í 10. bekk í Holtaskóla. Hún segir að samfélagsfræði sé skemmtilegasta fagið en íslenska það leiðinlegasta. Hana langar að stefna á læknanám og hitta fótboltastjörnu úr enska boltanum. Hvað gerirðu eftir skóla? Fer heim, reyni að vera búin að læra svo borða bara. Hver eru áhugamál þín? Spila fót- bolta og skólinn. Uppáhalds fag í skólanum? Sam- félagsfræði er eitt af uppáhalds hjá mér. En leiðinlegasta? Íslenska, klárlega. Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Ein fótboltastjarna úr enska boltanum væri fínt. Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Geta gert allt án þess að hugsa. Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Stefni á læknanám. Hver er frægastur í símanum þínum? Magga Bingo klárlega. Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Mikki Mús. Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Ég myndi ræna banka. Hvað er uppáhalds appið þitt? Snapchat er uppáhalds. Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Ég er mjög skynsöm manneskja Hvað er skemmtilegast við Holta- skóla? Félagsskapurinn og námið. Hvaða lag myndi lýsa þér best? Ég myndi segja Icona Pop - I Love It. Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Awkward lýsir mér best. Besta: Bíómynd? Footloose er alltaf í uppáhaldi hjá mér. Sjónvarpsþáttur? Neighbours. Tónlistarmaður/Hljómsveit? Sam Smith og Beyoncé eru bestu. Matur? Mexíkóskt lasagne sem mamma gerir. Drykkur? Appelsínudjús og vatn. Leikari/Leikkona? Jennifer An- iston klárlega best . Fatabúð? Ég er mikið fyrir H&M. Vefsíða? Facebook. Bók? Alls ekki mikið fyrir það að lesa. TIL LEIGU ÓSKAST ÞJÓNUSTA Til leigu á besta stað í Kefla- vík 80,6ferm. 2 sérbíla- stæði. Laus strax. Sanngjarnt leiguverð. s:6926688. Róleg og traust fimmtug kona óskar eftir íbúð í Reykjanesbæ. Uppls í síma:8587002 Hanna. Tek að mér stjórnun og undirleik á jólatréskemmtunum fyrir fyrir- tæki, stofnanir og stórfjölskyldur. Áratuga reynsla. Þekki einnig nokkra jólasveina sem geta komið með. Pantanir og upplýsingar á srsgs@simnet.is og í s. 8952243. Sigurður Grétar Sigurðsson. - smáauglýsingar HANN STEKKJASTAUR HEIMSÆKIR ýmis jólafögnuði yfir hátíðirnar. Hann er einnig með facebook. Jólasveinn á Suðurnesjum og email: stekkjastaurjolasveinn@gmail.com Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Jólablöð VF eru framundan. Pantið auglýsingapláss í s. 421 0001 www.vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.